Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

474. fundur 20. desember 2018 kl. 08:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Davíð Sigurðsson varamaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Kynning á starfi og sýn Menntaskóla Borgarfjarðar

1812122

Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari og Sigursteinn Sigurðsson stjórnarmaður í MB kynntu starfsemi skólans og framtíðarsýn.

2.Heimavist MB - erindi

1812087

Framlagt erindi fulltrúa stjórnenda og nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar, dags. 30. Nóvember sl., þar sem vakin er athygli á að skortur er á hentugu húsnæði í Borgarnesi fyrir þá nemendur MB sem eru lengra að komnir og þurfa að dveljast fjarri heimili sínu á meðan á námi stendur. Óskað er eftir liðsinni sveitarfélagsins til að kanna þörf fyrir auknu húsnæði og þá mögulega í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Byggðarráð lagði til að samhliða verði könnuð þörf fyrir skólaakstur innan sveitarfélagsins. Til fundarins mættu Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari og Sigursteinn Sigurðsson stjórnarmaður MB. Byggðarráð tók vel í erindið og taldi rétt að standa fyrir slíkri könnun. Vafalaust er að auknir möguleikar á húsnæði fyrir nemendur myndu geta aukið að sókn að skólanum.

3.Almannavarnanefnd - starfsmaður

1810039

Framlagt minnisblað frá framkvæmdastjóra SSV, frá fundi með lögreglustjóra og formanni almannavarnarefndar Vesturlands þann 16. nóvember sl. Á fundinum var m.a. fjallað um fyrirhugaða ráðningar starfsmanns í 50% hlutastarf fyrir sameinaða almannavarnarnefnd á Vesturlandi. Helstu verkefni hans yrðu greiningarvinna fyrir nefndina, uppfærsla á hættumati, uppfærsla á viðbragðsáætlun, kynning á hættumati og viðbragðsáætlun, vinna fyrir nefndina, þ.e. undirbúningur fundi og eftirfylgni með ákvörðunum nefndarinnar. Sveitarstjóri skýrði frá nánar frá umræðum á fundinum. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið.

4.Skipulag snjómoksturs

1802096

Til fundarins mættu tveir snjómokstursfulltrúar sveitarfélagsins, þeir Finnbogi Leifsson og Jósef Rafnsson. Þeir höfðu bókað eftirfarandi á fundi sínum þann 23. Nóvember sl. sem ósk þeirra um viðbót við þær snjómokstursreglur sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember sl.: „Sveitarfélagið annast mokstur að býlum, þar sem er föst búseta allt árið, í samræmi við mat viðkomandi snjómokstursfulltrúa“. Miklar umræður urðu um fyrirkomulag snjómoksturs. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga.

5.Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa

1812074

Framlagt erindi Ragnars Aðalsteinssonar hrl, dags. 10. desember 2018, þar sem krafist er greiðslu hluta kostnaðar á landamerkjum Króks í Norðurárdal og afréttarlands Borgarbyggðar. Um er að ræða fjárhæð sem nemur 7.138.165.- kr. Gerð er krafa um að Borgarbyggð greiði 80% hlut eða 5.710.532.- kr. Ingi Tryggvason lögmaður mætti til fundarins. Byggðarráð bókaði eftirfarandi: Byggðarráð samþykkir að greiða umrædda fjárhæð inn á geymslureikning þar til endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir í dómsmáli nr.E-81/2017 í Héraðsdómi Vesturlands. Jafnframt er greiðslan lögð inn á geymslureikning með fyrirvara um niðurstöðu úttektar á girðingunni og girðingarstæði.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

6.Álftártunga lnr. 135914 - stofnun lóðar_Álftártunga 2

1812057

Framlagt erindi, dags. 6. 12. 2018, þar sem óskað er eftir heimild til stofnunar nýrrar lóðar úr landi Álftártungu 2, lnr. 135914. Marvin Ívarsson, kt. 170573-4399, er umsækjandi fyrir hönd Ríkiseigna. Með fylgir hnitsettur uppdráttur af hinni nýju lóð. Byggðarráð veitir heimild til stofnun umræddrar lóðar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

7.Háafell lnr. 134646 - umsókn um stofnun lóðar, Háafell 2

1812095

Framlagt ódagsett erindi þar sem óskað er eftir heimild til stofnunar nýrrar lóðar úr landi Háafells, lnr. 134646. Umsækjandi er Guðmundur Freyr Kristbergsson, kt. 220888-2909. Byggðarráð veitir heimild til stofnun umræddrar lóðar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

8.Kvígstaðir lnr. 133894 - stofnun lóðar_Kvígstaðir 1

1812104

Framlagt erindi, dagsett 13.12. 2018, þar sem óskað er eftir heimild til stofnunar nýrrar lóðar úr landi Kvígsstaða, lnr. 133894. Marvin Ívarsson, kt. 170573-4399, er umsækjandi fyrir hönd Ríkiseigna. Með fylgir hnitsettur uppdráttur af hinni nýju lóð. Byggðarráð veitir heimild til stofnun umræddrar lóðar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

9.Ferðaþjónustubíll RX 310 - eignarhald

1812082

Framlagður tölvupóstur, dags. 6. Desember 2018, frá framkvæmdastjóra Brákarhlíðar, þar sem tilkynnt er um "eigendaskipti" bifreiðarinnar RX-310 frá Brákarhlíð til Borgarbyggðar vegna kaupa á nýjum bíl í stað þess gamla. Byggðarráð fól umsjónarmanni eigna Borgarbyggðar að leita tilboða í bílinn.

10.Krafa um úrbætur á bílastæðamálum að Borgarbraut 55-59

1812088

Framlagt bréf Advel lögmanna, dags. þann 11. Desember 2018, f.h. Borgarlands ehf og Mengi ehf, þar sem komið er á framfæri ábendingum fyrirtækjanna um skort á bílastæðum vegna nýbygginga á Borgarbraut 55-59 svo og miklu álagi á bílastæði við verslunarhúsnæði að Borgarbraut 56-60 sökum þess. Byggðarráð ræddi erindið og vísaði því síðan til Umhverfis- og skipulagssviðs til frekari úrvinnslu.

11.Steinharpan - niðurfelling byggingarleyfis_105-2016

1812061

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. desember sl. Úrskurðir nefndarinnar voru eftirfarandi:
a)
Kröfu kærenda um að ógilda leyfi byggingarfulltrúa um að flytja pakkhús á lóðina við Bæjargil var vísað frá.
b)
Kröfu kærenda um að ógilda deiliskipulag fyrir Húsafell 2, Steinhörpunni var vísað frá.
c)
Byggingarleyfi fyrir Legsteinasafnið á Húsafelli var fellt úr gildi sökum þess að ekki hafi verið staðið lögformlega að birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda um hvaða landsvæðis deiliskipulagið tæki til.
Fylgiskjöl:

12.Steinharpan - krafa um fjarlægingu mannvirkja

1812089

Lagt fram til kynningar bréf Lex lögmannsstofu, f.h. Sæmundar Ásgeirssonar, kt. 120250-6719, til byggingarfulltrúa Borgarbyggðar, dags. 11. desember 2018, þar sem farið er fram á að Legsteinasafn og Pakkhús að Bæjargili að Húsafelli, verði fjarlægt og allt jarðrask afmáð að viðurlögðum dagsektum. Gerð var krafa um að erindinu væri svarað fyrir 18. desember. Frestur til að svara erindinu fékkst til 21. desember. Lögmanni Borgarbyggðar í máli þessu, Ómari K. Jóhannessyni hjá Pacta lögmönnum, var falið að svara erindinu f.h. byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.

13.Slökkvilið Borgarbyggðar - úttekt 2018

1810179

Framlögð skýrsla Verkís um úttekt á starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar. Skýrslan er dagsett 14. desember 2018. Skýrslan hafði áður verið kynnt í drögum fyrir byggðarráði. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri og Ingibjörg Guðmundsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Haustið 2018 tók sveitarstjórn Borgarbyggðar ákvörðun um að láta gera óháða úttekt á starfsemi slökkviliðsins. Verkís var falið að gera úttekt til undirbúnings uppfærslu Brunavarnaáætlunar árið 2019, með hliðsjón af núgildandi Brunavarnaáætlun 2014-2019, nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða nr. 747/2018 og upplýsinga um samskiptaörðugleika innan slökkviliðsins. Þessi úttekt var gerð til að varpa skýrara ljósi á stöðuna ásamt því að fá tillögur um úrbætur. Úttektin hefur nú verið lögð fram og birt. Ljóst er að þrátt fyrir að Slökkvilið Borgarbyggðar byggi á góðum grunni og hafi góðan kjarna manna sem vinna gott starf er augljóst að úrbóta er þörf. Byggðarráð lýsir ánægju með þá faglegu og vönduðu vinnu sem liggur að baki skýrslunni. Ljóst er að grípa þurfi til úrbótaaðgerða á ýmsum sviðum líkt og kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar. Byggðarráð leggur áherslu á að unnin verði aðgerðaáætlun og henni fylgt fast eftir. Mannauðsstjóra falið, sem fyrstu viðbrögð, að undirbúa stofnun fagráðs fyrir slökkviliðið.

14.Fjallskilagjald 2018 - Hamar

1812043

Framlagt erindi eigenda jarðarinnar Hamars í Þverárhlíð, dags. 17. Nóvember 2018, þar sem gerð er krafa um að felld verði niður innheimta fjallskilagjalds af jörðinni. Þau rök eru færð fyrir kröfunni að enginn fjárbúskapur sé á henni og þar af leiðandi séu réttindi jarðarinnar til afnota afréttarins ekki nýtt. Af þeim sökum eigi eigandi jarðarinnar ekki að greiða fjallskilagjald til Þverárréttar.
Byggðarráð samþykkir að visa erindinu til umsagnar fjallskilanefndar Borgarbyggðar.

15.Vegur yfir Grjótháls

1812079

Framlagt erindi Sigmundarstaða, Grjóts og Hafþórsstaða í Þverárhlíð þar sem þeir vekja athygli á slæmu ástandi vegslóða yfir Grjótháls. Byggðarráð þakkar ábendinguna og vísar erindinu til Umhverfis- og skipulagssviðs til úrvinnslu.

16.Borgir og Borgaland - Umsókn um sameiningu

1810168

Framlagt erindi Inga Tryggvasonar hrl, f.h. GG húsa ehf., kt. 681113-0610, og Georgs Gíslasonar, kt. 250378-3359, um að sameina landspilduna Borgaland F2109570 við jörðina Borgir F2109558. Byggðarráð samþykkti erindið og leggur þá afgreiðslu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

17.Tekjumörk v. afsláttar fasteignaskatts 2019

1812115

Framlögð tillaga fjármálastjóra og félagsmálastjóra, dags. 18. Desember 2018, um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2019. Lögð er til til 4,7% hækkun sem er í takt við hækkun elli- og örorkulífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins á milli áranna 2017 og 2018. Umræddar reglur eru sem hér segir:
„Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eiga rétt á afslætti af fasteignaskatti skv. reglum og ákvörðun sveitarstjórnar hvert ár, sbr. heimild í 5. gr. laga 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67 ára. Afsláttur nær einungis til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í.
Afsláttur ræðst af tekjum undanfarandi árs. Afslátturinn er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna síðasta árs er afsláttur endurskoðaður og leiðréttur.
Tekjumörk eru ákveðin af byggðarráði Borgarbyggðar í desember á hverju ári og eru nú:
Fyrir einstaklinga, (tekjur á árinu 2018):
með tekjur allt að kr. 3.621.000 er veittur 100% afsláttur
með tekjur á bilinu kr. 3.621.001 - 4.192.000 er veittur 75% afsláttur
með tekjur á bilinu kr. 4.192.001 - 4.758.000 er veittur 50% afsláttur
Fyrir hjón (tekjur á árinu 2018):
með tekjur allt að kr. 5.988.000 er veittur 100% afsláttur
með tekjur á bilinu kr. 5.988.001 - 6.696.000 er veittur 75% afsláttur
með tekjur á bilinu kr. 6.696.001 - 7.405.000 er veittur 50% afsláttur“

Byggðarráð samþykkti framlagða tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2019 og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

18.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands - kynning

1706053

Framlagður póstur verkefnisstjóra umhverfisráðuneytisins, dags. 14. Desember 2018, þar sem boðað er til vinnufundar með fulltrúum Borgarbyggðar, Húnaþings vestra og Húnavatnshrepps fimmtudaginn 10. janúar 2019, kl. 10:15 í félagsheimilinu á Hvammstanga vegna undirbúnings að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Sveitarfélagið mun senda fulltrúa til fundarins.

19.Húsnæðismál á landsbyggðinni - tilraunaverkefni

1809077

Framlagt bréf Íbúðarlánasjóðs frá 12. desember 2018, þar sem tilkynnt er að Borgarbyggð hafi ekki verið meðal þeirra sveitarfélaga sem valin voru í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs í húsnæðismálum landsbyggðarinnar.
Lilja Björg fer af fundi kl. 12:45 og Silja Eyrún Steingrímsdóttir tekur hennar sæti.

20.Rammaskipulag

1811122

Máli vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn
Umræðu frestað til næsta fundar.

21.Vinnumansal og kjör erlends starfsfólks

1812092

Framlögð samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um vinnumansal og kjör erlends starfsfólks.

22.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup

1812093

Framlagður póstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fyrirliggjandi breytingar á lögum um opinber innkaup.

23.Frá nefndasviði Alþingis - 443. mál til umsagnar

1812111

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál.

24.Frá nefndasviði Alþingis - 417. mál til umsagnar

1812110

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál.

25.Til umsagnar 409. mál frá nefndasviði Alþingis

1812081

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál.

26.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Lagðar fram til kynningar fundargerðir byggingarnefndar Grunnskolans í Borgarnesi frá 7. Nóvember og 4. Desember 2018
Byggðarráð samþykkir að Davíð Sigurðsson taki sæti í byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi og leggur þá afgreiðslu fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

27.Fundargerð 865. fundar stjórnar sambandsins

1812085

Fundargerð 865. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.

28.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Fundargerð 5. fundar byggingarnefndar Hnoðrabóls frá 12.12. lögð fram.

29.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 26.11.2018

1812109

Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar OR frá 26.11.2018
Samþykkt að næsti fundur byggðarráðs verði fimmtudaginn 3. janúar.

Fundi slitið.