Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

476. fundur 17. janúar 2019 kl. 08:15 - 12:20 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Þjónustukönnun Gallup 2019

1810030

Þjónustukönnun Gallup, sem framkvæmd var í nóvember 2018, lögð fram til kynningar og umræðu. Helstu niðurstöður hennar eru að ánægja íbúanna hefur vaxið hvað varðar starfsemi leikskólanna, þjónustu við eldri borgara, sorphirðu, aðkomu sveitarfélagsins að menningarmálum og hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur leyst úr erindum íbúanna en ánægja íbúanna með gæði nánasta umhverfi síns, starfsemi grunnskólanna, aðstöðu til íþróttaiðkunar og þjónustu við fatlað fólk hefur minnkað. Annað er óbreytt. Skipulagsmál eru sem nokkur undanfarin ár sá málaflokkur sem fær lægsta einkunn hjá íbúum sveitarfélagsins. Byggðarráð ræddi skýrsluna ítarlega. Byggðarráð lagði áherslu á að unnin verði aðgerðaáætlun í kjölfar skýrslunnar í þeim tilgangi að bæta þjónustuna, styrkja upplýsingagjöf og leita leiða til að auka ánægju íbúa sveitarfélagsins.
Ragnar Frank Kristjánsson situr fundinn undir liðum 2 og 3

2.Kárastaðaland lnr. 210317 - Tilboð

1901023

Lagt fram kauptilboð Borgarverks í húseignir og landspildu í kringum Kárastaðaland í Borgarbyggð, dags. 14. Desember 2018. Með fylgdi lauslegur uppdráttur. Einnig var lagt fram minnisblað sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssvið vegna málsins dags. 15. Janúar 2019. Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssvið sat fundinn undir þessum lið. Rætt var um hvaða breytingar er nauðsynlegt að gera á aðalskipulagi vegna þeirra hugmynda sem fram eru lagðar ef til þess kæmi. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar.

3.Tækjabúnaður slökkviliðs

1901078

Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri og Þórólfur Óskarsson byggingarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið. Farið var yfir aukinn fjölda flókinna og hærri húsa í sveitarfélaginu og hvaða leiðir séu til að bregðast við auknum kröfum um öryggismál hvað snertir brunavarnir í því sambandi. Byggðarráð ræddi stöðuna ítarlega og óskaði m.a. eftir kostnaðarmati á nauðsynlegum aðgerðum. Byggðarráð fól sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og slökkviliðsstóra að kanna möguleika á kaupum á körfubíl.

4.Stefna v. Borgarbraut 57 - 59

1710066

Stefna Húss og lóða ehf vegna bótakröfu vegna Borgarbrautar 57 og 59. Til fundarins mætti Kristinn Bjarnason hrl. Hann skýrði frá málsatvikum í aðalmeðferð málsins sem fór fram fyrir héraðsdómi Vesturlands þann 11. janúar sl.

5.Vatnslögn frá Varmalandi að Stafholtsveggjum - samningur

1811053

Lögð fram drög að samningi við tvo aðila um kaup Borgarbyggðar á vatnslögn frá Varmalandi að Stafholtsveggjum. Þeir eru Stjörnugrís hf., kt:600667-0179, Vallá, Kjalarnesi, sem landeigandi að Stafholtsveggjum, Borgarbyggð og Jóhannesar Jóhannessonar kt: 190549-3219, Stafholtsveggjum, 311 Borgarnesi. Kaupverð er samtals ein milljón króna sem skiptist í tvo jafna hluta milli fyrrgreindra aðila. Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð felur sviðsstjóra að vinna að undirbúningi fyrir stofnun vatnsveitu Varmalands þar með talið gjaldskrá tengi - og vatnsgjalda. Byggðarráð samþykkti ennfremur að fela sveitarstjóra að ganga frá fyrrgreindum samningum og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

6.Rafveita í hesthúsahverfinu í Borgarnesi

1808149

Lagt fram erindi frá Inga Tryggvasyni, f.h. Hestamannafélagsins Borgfirðings, dags 8. janúar 2019, þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð yfirtaki götulýsingu í hesthúsahverfi í Borgarnesi vegna yfirtöku RARIK á rafveitunni í hesthúsahverfinu. Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkti að láta vinna verkefnið í samstarfi við Rarik.
Fundarritari vék af fundi meðan málið var afgreitt vegna tengsla við aðila þess.

7.Sleggjulækur lnr. 134927 - stofnun lóðar, Sleggjulækur 1

1901033

Lögð fram umsókn um stofnun lóðar að Sleggjulæk, landnúmer. 134927. Umsækjandi er Sleggjulækur ehf, kt. 520912-0610. Heiti nýttar lóðar yrði Sleggjulækur 1. Umhverfis- og skipulagssvið gerir ekki athugasemd við að fyrrgreind lóð verði stofnuð og leggur til að byggðarráð samþykki málið.
Byggðarráð samþykkti stofnun fyrrgreindar lóðar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

8.Borgarbraut 55 - bréf 20.8.2018

1808065

Lagt fram til kynningar bréf Þórarins V. Þórarinssonar hrl, dags. 3. Janúar 2019, þar sem hann reifar viðbrögð lóðarhafa að Borgarbraut 55 við tillögum reifuðum á fundi dags. 14. desember sl. Byggðarráð óskar eftir að fá Ómar K. Jóhannesson og Ásgeir Jónsson lögfræðinga hjá Pacta til fundar vegna málsins til að ákveða næstu skref í málinu og felur sveitarstjóra að koma á slíkum fundi hið fyrsta. Í kjölfarið verður svo fundað með aðilum máls.

9.Trúnaðarlæknir Borgarbyggðar

1812137

Framlagt minnisblað mannauðsstjóra til sveitarstjóra dags. 18. Desember 2018, þar sem reifaðir eru kostir þess fyrir sveitarfélagið að hafa fastan samning við trúnaðarlækni. Mannauðsstjóri, Ingibjörg Guðmundsdóttir, mætti til fundarins og skýrði nánar forsendur málsins. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra og mannauðsstjóra ganga til samninga við Vinnuvernd Holtasmára 1, 201 Kópavogi til eins árs um þetta verkefni og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

10.Arfleifð Þorsteins frá Hamri

1810062

Lögð fram viljayfirlýsing um samstarf milli Borgarbyggðar og Forlagsins, Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Laufeyjar Sigurðardóttur, ekkju Þorsteins frá Hamri vegna arfleifðar Þorsteins frá Hamri. Byggðarráð fagnaði þessu samstarfi og fól sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna. Byggðarráð leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

11.Framtíð þráðlauss netkerfis á sunnanverðu Snæfellsnesi

1606086

Lagðar fram hugmyndir að aðkomu Borgarbyggðar um stuðning við Hringiðuna ehf til að tryggja fjarskiptasamband við sjö bæi í vestasta hluta Borgarbyggðar. Byggðarráð fól sveitarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið á þeim grundvelli sem kynntur var og leggja niðurstöðu þess fyrir byggðarráð. Byggðarráð leggur þessa ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

12.Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088_2018

1901047

Lögð fram til kynningar ný reglugerð um jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem kynnt var með bréfi þann 7. janúar sl. Það sem varðar Borgarbyggð helst í þessu sambandi er að framlög jöfnunarsjóðsins til meðalstórra, sameinaðra, fjölkjarna sveitarfélaga eru styrkt.

13.Samningur ríkis, Brákarhlíðar og Borgarbyggðar um uppgjör

1901034

Lagður fram til kynningar samningur Brákarhlíðar, Borgarbyggðar og fjármálaráðuneytisins um uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna 11 starfsmanna dvalarheimilisins í Borgarnesi sem höfðu verið skráðir á fyrrum Borgarneshrepp. Um er að ræða yfirtöku fjármálaráðuneytisins á fyrrgreindum lífeyrisskuldbindingum og ásamt uppgjöri á áður útlögðum kostnaði.

14.NM í skólaskák í Borgarbyggð 2019

1901039

Lagt fram bréf Skáksambands Íslands þar sem kynnt er að norðurlandamót í skólaskák verði haldið að hótel Borgarnesi dagana 14. - 18. febr. n.k. Um er að ræða 60 keppendur og rúmlega annan eins hóp starfsmanna og fylgdarliðs. Skáksambandið óskar eftir styrk til mótshaldsins og býður fram á móti aðstoð við kennslu/skákkynningu í grunnskólum Borgarbyggðar. Byggðarráð var meðmælt erindinu og sendir það til fræðslunefndar til að fá viðhorf þess til verkefnisins.

15.Sirkushátíð í Borgarbyggð

1901081

Lagt fram til kynningar erindi Sirkus íslands, dags. 15. janúar um stuðning í formi húsnæðis við sirkushátíð í sveitarfélaginu sem færi fram um miðjan ágúst. Byggðarráð taldi rétt að kanna erindið betur og fól sviðsstjóra fræðslusviðs og sveitarstjóra að annast málið.

16.Bréf dags. 3.1.2019 v. fjárhagsáætl. 2019

1901026

Lagt fram til kynningar erindi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 3. Janúar 2019, um skiptingu á greiðslum sveitarfélaganna til embættisins.

17.Upptökur fyrir sjónvarpsþáttaseríu.

1809050

Lagt fram til kynningar yfirlit um dagsetningar á fyrirhuguðum upptökum sjónvarpsþáttar í ráðhúsi Borgarbyggðar dagana 1. - 3. mars n.k.

18.Net - og símasamband í Hítardal

1810007

Net - og símasamband í Hítardal
Sveitarstjóri kynnti stöðu máls vegna óska Vodafone um stuðning við að halda uppi fjarskiptasambandi við Hítardal sem ella hefði lagst af um áramótin. Byggðarráð samþykkti áætlunina og fól sveitarstjóra að ganga frá samningi um málið. Byggðarráð leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

19.Íslandsmót verk- og iðngreina og framhaldsskólakynning

1901069

Lagt fram til kynningar bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 6. Maí 2018, þar sem kynnt Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni sem Verkiðn stendur fyrir í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Nemendum í 9.?10. bekk í öllum grunnskólum landsins verður boðið í Laugardalshöllina. Íslandsmótið verður haldið dagana 14. - 16. mars 2019. Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með þetta framtak og hvetur til góðar þátttöku úr grunn- og framhaldsskólum í sveitarfélaginu.

20.Áhugaverðar samþykktir Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins

1901014

Lagðar fram til kynningar samþykktir sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins sem haldið var í Strassborg dagana 6. - 8. nóvember sl.

21.Mál nr. 9936_2019 - Kvörtun ÞMÁ

1901083

Lagt fram til kynningar bréf umboðsmanns Alþingis, dags. 9. Janúar 2019, þar sem kynnt er kvörtun Ikan ehf vegna erindis til sveitarfélagsins sem enn hefur ekki verið svarað. Byggðarráð harmar þann drátt sem orðið hefur á afgreiðlu bréfsins og felur sveitarstjóra að vinna uppkast að svari og leggja það fyrir byggðarráð.

22.Lambhúslind lnr. 134570 - stofnun lóðar, Lambhúslind - Verkstæði

1901094

Framlögð umsókn Húsafell Resort ehf um stofnun lóðar, Lambhúslind - Verkstæði úr landi Lambúslindar lnr. 134570. Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis - og skipulagssviðs. Buggðarráð samþykkir að þessi lóð verði stofnuð.

23.Fundargerð 866. fundar stjórnar sambandsins

1901046

Lögð fram til kynningar fundargerð 866. fundar stjórnar sambandsins frá 14. desember sl.

Fundi slitið - kl. 12:20.