Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

479. fundur 07. febrúar 2019 kl. 08:15 - 10:55 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Davíð Sigurðsson varamaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fyrirspurn v. álit UA nr. 9305_2017

1901153

Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 18. janúar 2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort og hvernig brugðist hafi verið við áliti Umboðsmanns alþingis nr. 9305/2017 frá 30. nóvember 2018 sem sneri að úrskurði sýslumannsins á Vesturlandi frá 16. mars 2017. Bréfinu hefur verið svarað og skýrt út í hvaða ferli málið er. Fundur fjallskilanefndar Borgarbyggðar, sem fjallar um málið hefur verið frestað tvisvar vegna veðurs en verður haldinn föstudaginn 8. febrúar.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Bændasamtökum Íslands og hlutaðeigandi ráðuneyta vegna þeirra misvísandi túlkana á seinni málslið 42. gr. laga um afréttarmál nr. 6/1986.

2.Atlas lögmenn - stefna v. Húsafell

1902014

Lögð fram stefna Atlas lögmanna f.h. Sæmundar Ásgeirssonar kt. 120250-6719 á hendur Borgarbyggð og Páli Guðmundssyni, kt. 120359-3299, eigenda Húsafells 2. Gerð er krafa um að felld verði úr gildi ákvörðun þess stefnda, dags. 20. desember 2018, um að synja kröfu um að fjarlægja af lóðinni Bæjargili mannvirki (legsteinasafn) með landeignarnúmerið 221570, safn með fasteignanúmerið 2108138, merkt 05101 annars vegar og menningar- og þjónustuhús hins vegar og að stefnda verði gert að taka málið til meðferðar að nýju. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs að taka saman minnisblað um stöðu málsins og kynna sveitarstjórnarfulltrúum fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkti að fela Pacta lögmönnum að annast málið fyrir hönd sveitarfélagsins og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

3.Flutningur fjármagns frá vegaframkvæmdum á Kjalarnesi - ályktun

1902015

Meðfylgjandi ályktun, sem send var til fjölmiðla sunnudaginn 3. febrúar sl., færð til bókar: „Byggðarráð Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna eins og fréttir hafa borist af í fjölmiðlum. Slík ákvörðun mun þýða mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum milli höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands miðað við þær áætlanir sem kynntar hafa verið af yfirvöldum samgöngumála. Óumdeilt er að vegurinn um Kjalarnes er hættulegur og hann ber ekki þá miklu umferð sem um hann fer. Ástand hans er því orðin veruleg hindrun í uppbyggingu atvinnulífs og samfélaga í nágrannabyggðum höfuðborgarsvæðisins á Vesturlandi þegar það er borið saman við gæði annarra samgönguæða milli höfuðborgarsvæðisins og nágrannabyggða. Nauðsynlegt er því að fá upplýst á hvaða forsendum fjármagn er flutt frá fyrirhuguðum framkvæmdum á Kjalarnesi til annarra verkefna.“ Byggðarráð lýsti ánægju sinni með þær upplýsingar sem hafa borist frá yfirvöldum samgöngumála um að verklokum á endurbótum vegar um Kjalarnes verði ekki seinkað.

4.Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar - endurskoðun

1808212

Lagðar fram yfirfarnar og endurbættar samþykktir Borgarbyggðar. Byggðarráð fór yfir og ræddi framlagðan texta og vísaði þeim síðan til sveitarstjórnarfundar til endanlegrar afgreiðslu.

5.Ályktun um slökkviliðsmál

1901168

Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar íbúasamtaka Hvanneyrar, sem haldinn var þann 1. nóvember sl. um slökkvimál. Byggðarráð vísaði ályktuninni til umfjöllunar hjá fagráði slökkviliðs Borgarbyggðar.

6.Erindi til sveitarfélaga á starfssvæði Brákarhlíðar

1901145

Framlögð til bókunar ályktun byggðaráðs um málefni Brákarhlíðar: “Sveitarstjórnir Skorradalshrepps, Eyja- og Miklaholtshrepps og Borgarbyggðar taka sameiginlega heilshugar undir þau sjónarmið sem stjórn Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis, kom á framfæri í svarbréfi sínu til heilbrigðisráðuneytis 29. janúar s.l. þar sem lýst er vonbrigðum með þá afgreiðslu ráðuneytisins að hafna því að fjölga hjúkrunarrýmum á heimilinu.
Afstaða ráðuneytisins veldur miklum vonbrigðum, biðlistar inn á Brákarhlíð eru verulegir, bæði í hjúkrunarrými sem og á dvalarrými. Því er sú ákvörðun ráðuneytisins, að hafna þeim möguleika að fjölga hjúkrunarrýmum um fjögur, án verulegs tilkostnaðar, bæði óvænt og illskiljanleg. Þau rök að staðan í heilbrigðisumdæmi Vesturlands varðandi fjölda fjölda hjúkrunarrýma í samanburði við önnur heilbrigðisumdæmi sé góð segir ekkert um stöðuna á biðlista inn á Brákarhlíð, til þess eru aðstæður innan heilbrigðisumdæmisins of ólíkar. Sveitarstjórnir Borgarbyggðar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Skorradalshrepps skora á heilbrigðisráðherra að endurmeta afstöðu ráðuneytisins og ganga til viðræðna við Brákarhlíð um fjölgun hjúkrunarrýma á þann hagkvæmasta hátt sem mögulegt er.“ Formaður byggðarráðs skýrði frá umræðum um málið á fulltrúa hagsmunagæsluaðila Brákarhlíðar og Höfða á Akranesi fundi með ráðuneyti heilbrigðismála sem fór fram sl. miðvikudag. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með öflug viðbrögð við fyrrgreindu bréfi ráðuneytis heilbrigðismála.

7.Samstarf við Veraldarvini

1902013

Lagt fram erindi Veraldarvina, dags. 3. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir samstarfi við Borgarbyggð um sjálfboðaliðastarf við ýmis verkefni tengd umhverfismálum sem veraldarvinir myndu vinna. Byggðarráð hafnar erindinu og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.

8.Erindi frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði

1902007

Lagt fram erindi frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, dags. 1.febrúar 2019, þar sem boðið er upp á ráðgjöf félagsins um skemmri vinnuviku og dýpkun lýðræðisins. Byggðarráð þakkar erindið og leggur til að málið verði tekið upp í nýrri fastanefnd, atvinnu - markaðs- og menningarnefnd og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.

9.Ályktun um umhverfis - og sorphirðumál

1901169

Lögð fram ályktun frá aðalfundi íbúasamtaka Hvanneyrar, þann 1. nóvember sl., dags. 29. janúar sl., þar sem komið er á framfæri þakklæti fyrir góða umhirðu opinna svæða á Hvanneyri sl. sumar. Einnig er í ályktuninni fjallað um aðstöðu fyrir móttöku úrgangs á Hvanneyri sem fellur ekki undir heimilissorp o.fl. Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til umhverfis- og skipulagssviðs.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 356. mál til umsagnar

1902001

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélaga um þingmannafrumvarp til lækkunar kosningaaldurs í 16 ár. Sambandið leggur á það áherslu að sveitarstjórnir taki afstöðu til þessa frumvarps í þeim tilgangi að gefa stjórn sambandsins leiðsögn í málinu. Byggðarráð ræddi efni frumvarpsins og samþykkti að vísa því til umræðu í sveitarstjórn.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 306. mál til umsagnar

1902003

Lagt fram til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra). Samþykkt að visa málinu til öldungaráðs.

12.Frá nefndasviði Alþingis - 274. mál til umsagnar

1902002

Lagt fram til kynningar frá Velferðarnefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi. Samþykkt að visa málinu til umsagnar hjá fjölskyldusviði.

13.216. fundur í Safnahúsi

1901170

Framlögð fundargerð 216. fundar starfsfólks í Safnahúsi Borgarfjarðar.

14.211. - 214. fundir í Safnahúsi

1901171

Framlagðar fundargerðir 211 - 214 frá fundum starfsfólks Safnahúss Borgarfjarðar

15.Fundargerð 867. fundar stjórnar sambandsins

1901180

Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.1.2019 lögð fram.

16.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlögð fundargerð 29. verkfundar byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi

17.Fundargerðir vinnuhóps um 3ja fasa rafmagn á Mýrum

1901111

Lögð fram til kynningar 2. Fundargerð stýrihóps um um lagningu 3ja fasa rafmagns á Mýrum frá 31. janúar sl.
Lilja Björg Ágústdóttir formaður hópsins kynnti stöðu verkefnisins. Málið hefur unnist vel og eru bundnar vonir við að hægt verði að hraða langningu 3ja fasa rafmagns á Mýrum þar sem þörfin er brýnust og nýtt verði samlegðaráhrif með lagningu ljósleiðara.

18.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 5.2.2019 ásamt minnisblaði vegna breytinga. Byggðarráð samþykkir viðbótarverk í samræmi við minnisblað frá byggingarstjóra um verkið en leggur áherslu á að byggingarnefndin leiti leiða til að vinna verkið innan fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar.

Fundi slitið - kl. 10:55.