Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

490. fundur 29. maí 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fundir byggðarráðs og sveitarstjórnar sumarið 2019

1905174

Framlögð áætlun sveitarstjóra um fundi byggðarráðs og sveitarstjórnar sumarið 2019.
Sveitarstjórn fundar ekki í júlí. Fundur sveitarstjórnar í ágúst verði haldinn þann 15. ágúst. Byggðarráð fundar á eftirfarandi dögum í júlí: 11. júlí og 25. júlí. Byggðarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí.
Byggðarráð samþykkti áætlunina og leggur hana fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar til staðfestingar.

2.Sóltún 13 - gatnagerðargjöld_bréf

1905150

Framlagt bréf lóðarhafa vegna gatnagerðargjalda þar sem óskað ef eftir að nýleg ákvæði um lækkun gatnagerðargjalda nái einnig yfir lóð sem úthlutað var haustið 2018.
Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Umhverfis- og skipulagssviði.

3.Gatnagerð í Bjargslandi - umsókn um framkvæmdaleyfi

1905229

Framlögð umsókn sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs Borgarbyggðar, dags. 24. maí 2019, um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Bjargslandi.
Byggðarráð samþykkti framkvæmdaleyfið og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar til staðfestingar.

4.Tilkynning um stjórnsýslukæru 36-2019

1905232

Framlagt til kynningar bréf ÚUA, dags. 24. Maí 2019, þar sem tilkynnt er um kæru Ásgeirs Sæmundssonar, f.h. Sæmundar Ásgeirssonar, vegna samþykktar sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 9. maí 2019 á útgáfu byggingafulltrúa Borgarbyggðar á byggingarleyfi fyrir Legsteinaskála, Bæjargili í landi Húsafells.
Byggðarráð samþykkir að fela Ómari Jóhannessyni lögmanni hjá Pacta lögmönnum að vinna áfram að málinu.

5.Lagning jarðstrengja á Varmalandi - umsókn um framkvæmdaleyfi

1905228

Framlögð drög að samkomulagi milli Borgarbyggðar og RARIK ohf. kt. 520269-2669 um framkvæmdaleyfi til að setja niður jarðstrengi í landi Varmalands, landnúmer 134934,.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið, gefur út framkvæmdaleyfi vegna verksins og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar til staðfestingar.

6.Útboð ljósleiðara í Andakíl

1904019

Framlagður samningur, dags. 28. maí 2019, milli Borgarbyggðar og Gagnaveitu Reykjavíkur um lagningu ljósleiðara í Andakíl (1. áfanga í útboðsgögnum) samanber skilmála útboðsgagna Eflu um verkið frá mars 2019. Umsamin fjárhæð er 4.267.016.- kr.
Byggðarráð samþykkir samninginn og leggur þá afgreiðslu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

7.Áætlun um ljósleiðara, Reykholt - Húsafell

1804067

Framlagt minnisblað, dags. 27. maí 2019, frá Guðmundi Daníelssyni vegna samstarfs við Ferðaþjónustuna í Húsafelli (FH) um ljósleiðara. Með minnisblaðinu fylgir kort af afmörkun svæðisins og helstu lagnaleiðum. Í minnisblaðinu er rakið upphaf samstarfs ferðaþjónustunnar Húsafelli og Borgarbyggðar um lagningu á ljósleiðarastreng frá Reykholti að Húsafelli. Jafnframt miðaði samstarfið að því að leggja ljósleiðara út frá þeim streng til íbúa og stofnana í nágrenninu þ.m.t. að grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Framlögð tillaga miðar að því að semja við FH um að tengja saman þær röralagnir sem fyrir eru í jörðu og leggja rör að þeim heimilum sem eru á umræddum leiðum. Blástur á ljósleiðarastrengjum og frágangur ljósleiðara inni á heimilum og öðrum tengistöðum verður unnið innan verksamnings Borgarbyggðar og SH leiðarans. FH sér um undirbúning framkvæmda, öflun leyfa vegna framkvæmda og tekur að sér að kynna verkefnið á umræddu svæði, velja lagnaleiðir í samráði við landeigendur og taka á móti umsóknum frá notendum í samráði við fulltrúa Borgarbyggðar. Markmið aðila með samningi þessum er að fyrrgreindum framkvæmdum verði lokið í ágúst 2019 þó þannig að mannvirki á Húsafelli og að grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum verði tengd við ljósleiðara áður en skólasetning fer fram fyrir skólaárið 2019/2020. Tengistaðir á svæðinu eru áætlaðir 136 og kostnaður Borgarbyggðar vegna samkomulags þessa er áætlaður 27 m.kr. auk virðisaukaskatts.
Byggðarráð samþykkir fyrrgreinda tillögu að samkomulagi milli Borgarbyggðar og Ferðaþjónustunnar Húsafelli um lagningu ljósleiðara í Reykholtsdal og Hálsasveit og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar til staðfestingar.

8.Unicef fyrir öll börn

1905221

Framlagt til kynningar erindi UNICEF á Íslandi varðandi aðgerðir gegn vanrækslu og ofbeldi gegn börnum þar sem grunur er um að það sé fyrir hendi.
Byggðarráð fagnar erindi UNICEF og leggur til við hlutaðeigandi starfsmenn og nefndir Borgarbyggðar að tekið verði mið af þeim áherslum sem koma fram í yfirliti UNICEF í starfsemi sveitarfélagsins þar sem það á við. Erindinu vísað til velferðarnefndar.

9.Undirbúningur íbúafunda

1904182

Lagt fram yfirlit um íbúafundi sem haldnir verða í byrjun júní. Þeir verða haldnir í Hjálmakletti þann 3. júní, Logalandi þann 4. júní og Lindartungu þann 5. júní. Allir fundirnir hefjast kl. 20:00.

10.Gerð stjórnunar - og verndaráætlunar fyrir friðlandið Andakíl.

1610039

Framlögð skýrsla Umhverfisstofnunar um stjórnunar - og verndaráætlun fyrir Verndarsvæði Andakíl. Skýrslan er unnin af samstarfshóp sem skipaður var fulltrúum Borgarbyggðar, LBHÍ, landeigenda innan verndarsvæðisins og Umhverfisstofnunar. Leiðarljós fyrir áætlun Andakíls er að standa vörð um einstakt verndarsvæði fugla sem er mikilvægur hlekkur í keðju lífssvæða fugla á heimsvísu. Náttúrulegir ferlar skulu vera ríkjandi í sátt við nýtingu mannsins á svæðinu.
Byggðarráð þakkaði skýrsluna og lýsti ánægju sinni með þá stefnumörkun varðandi Friðlandið í Andakíl sem kemur fram í henni.

11.Umferðaröryggi í gegn um Borgarnes - skýrsla

1905222

Framlögð skýrsla sem Verkís ehf gerði fyrir Vegagerðina varðandi umferðaröryggi í gegn um Borgarnes.
Byggðarráð þakkaði skýrsluna og vísar henni til umfjöllunar í umferðaröryggishóp Borgarbyggðar.

12.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 21. júní

1905234

Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf. þann 21. júní n.k.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja aðalfund Faxaflóahafna fyrir hönd Borgarbyggðar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar til staðfestingar.

13.Fundargerd_413 fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

1905235

Framlögð fundargerd 413 fundar Hafnasambands Íslands ásamt 14. fundargerð Siglingaráðs og skýrslu um orkuskipti í höfnum.

Fundi slitið - kl. 10:15.