Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

493. fundur 27. júní 2019 kl. 08:15 - 11:56 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Logi Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

1903105

Framlagður viðauki við fjárhagsáætlun 2019. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og skýrði framlögð gögn. Hækkun einstakra rekstrarliða frá fjárhagsáætlun eru 6,4 m.kr. og greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga v. Hjallastefnunnar eru 7,4 m.kr. Hækkað framlag v. Grunnskólann í Borgarnesi vegna búnaðarkaupa og niðurrifs Gunnlaugsgötu 21b er 17 m.kr. Síðan eru nokkrar breytingar á fjármagnsliðum og afskriftum (sem eru reiknaðir liðir) bæði til hækkunar og lækkunar.
Rekstrarafgangur m. viðaukanum verður 119 millj. kr. og gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 513 millj.
Byggðarráð samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 sem fullnaðarafgreiðslu og verður hann sendur til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

2.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020

1906109

Framlögð tillaga að áætlun um skiptingu á málaflokka í rekstri Borgarbyggðar fyrir árið 2020. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs skýrði áætlunina.
Áætluninni vísað til vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2020.

3.Fasteignamat 2020

1906169

Framlagt til kynningar bréf Þjóðskrár, dags. 24. júní 2019, um fasteignamat sem gildir fyrir árið 2020. Íbúðarhús og frístundahúsaeignir eru metnar eftir svokölluðu markaðsmati en verslanir, eignir fyrir léttan iðnað og skrifstofueignir eru metnar eftir svokölluðu tekjumati. Hækkun fasteignamats í Borgarbyggð í lok maí 2019 er 5,6 %.
Byggðarráð vísar framkomnum upplýsingum um fasteignamat í Borgarbyggð til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

4.Umgengni á gámavöllum í dreifbýli

1906182

Framlagt minnisblað verkefnastjóra umhverfis - og framkvæmdasviðs um slæma umgengni á gámasvæðum ásamt nokkrum myndum. Í minnisblaðinu var sérstaklega fjallað um slæma umgengni við gámasvæðið við Gufuá. Lagðar voru fram nokkrar tillögur um viðbrögð við því ástandi sem þar hefur ríkt.
Byggðarráð samþykkti að láta fjarlægja gámana við Gufuá. Byggðarráð felur verkefnastjóra að hafa samband við félög frístundahúsaeigenda á svæðinu og bjóða þeim að gámar verði staðsettir inn á svæðunum. Það fyrirkomulag hefur reynst vel þar sem það hefur verið tekið upp og umgengni um sorpgáma batnað verulega.

5.Umsókn um lóð - Arnarflöt 3

1906121

Framlögð umsókn Guðna Páls Sæmundssonar um lóðina Arnarflöt 3 á Hvanneyri og lóðina Lóuflöt 1 til vara. Framlögð umsókn Ellerts Þórs Haukssonar um lóðina Arnarflöt 3 á Hvanneyri og lóðina Lóuflöt 1 til vara. Til fundarins kom Ragnhildur Eva Jónsdóttir, fyrir hönd Sýslumannsins á Vesturlandi. Hún hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Arnarflöt 3 Hvanneyri. Lóðarhafi: Ellert Þór Hauksson
Lóuflöt 1 Hvanneyri. Lóðarhafi: Guðni Páll Sæmundsson

6.Umsókn um lóð - Arnarflöt 3

1906105

Framlögð umsókn Ellerts Þórs Haukssonar um lóðina Arnarflöt 3 á Hvanneyri og lóðina Lóuflöt 1 til vara. Framlögð umsókn Guðna Páls Sæmundssonar um lóðina Arnarflöt 3 á Hvanneyri og lóðina Lóuflöt 1 til vara. Til fundarins kom Ragnhildur Eva Jónsdóttir, fyrir hönd Sýslumannsins á Vesturlandi. Hún hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Arnarflöt 3 Hvanneyri. Lóðarhafi: Ellert Þór Hauksson
Lóuflöt 1 Hvanneyri. Lóðarhafi: Guðni Páll Sæmundsson

7.Hreðavatnsland lnr. 134808 - Nafnabreyting, Tröð

1906181

Framlögð beiðni ábúenda á Hreðavatnslandi-Tröð, dags. 17. apríl 2019, um að nafni landsins verði breytt í Tröð en því hafði verið breytt í Þjóðskrá. Byggðarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að bregðast við erindi ábúenda á Hreðavatnslandi-Tröð um að nafni landsins verði breytt í Tröð.

8.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar

1807091

Uppfært eintak Húsnæðisáætlunar Borgarbyggðar lögð fram. Húsnæðisáætlunin hefur verið lesin yfir af starfsmanni Íbúðarlánasjóðs sem lýsti yfir ánægju með vinnulag við uppsetningu áætlunarinnar.
Byggðarráð samþykkti framlagða húsnæðisáætlun.

9.Nýtt starfsheiti leiðsagnarkennara

1906166

Framlagt til kynningar bréf frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga, dags. 19. júní 2019, þar sem kynnt er nýtt starfsheiti í grunnskóla, leiðsagnarkennari. Nýtt starf leiðsagnarkennara miðar að því að móttaka nema og nýliða í starfi verði skipulögð með þeim hætti að viðkomandi festi sig í sessi sem kennari til framtíðar með árangursríkri innleiðingu í starfið og lærdómssamfélag skóla. Samkomulag aðila gerir ráð fyrir að leiðsagnarkennari verði ráðinn í 20% starfshlutfall sem slíkur, að lágmarki. Leiðsagnarkennara er þannig jafnframt ætlað að vera leiðandi í eigin skóla við að efla starfsþróun í hópi samkennara og móttöku og leiðsögn nýliða í starfi og kennaranema. Þessar tillögur eru unnar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Byggðarráð lýsir sig jákvætt gagnvart þessu fyrirkomulagi og óskar eftir umsögn fræðslunefndar um málið áður en það verður afgreitt endanlega.

10.Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

1906136

Framlagt bréf Skógræktarinnar frá júní 2019 varðandi landshlutaáætlanir í skógrækt. Í bréfinu er kynnt að Skógræktin muni á næstu misserum óska eftir fundum með sveitarfélögunum þar sem kynnt verði framtíðar áform skógræktarinnar og hvernig megi gera betur grein fyrir framtíðaráformun um skógrækt í aðalskipulagi hvers sveitarfélags.
Byggðarráð þakkar erindið og lýsir sig tilbúið til fundar við fulltrúa Skógræktarinnar.

11.Breytingartillaga við fjármálaáætlun ríkisins v. jöfnunarsjóðs

1906137

Framlagður tölvupóstur frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga, dags. 20. júní 2019, þar sem kynnt er breyting á tillögu meirihluta fjárveitingarnefndar að fjármálaáætlun um að falla frá áformum um frystingu á tekjustofnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með þessa niðurstöðu.

12.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

1905176

Framlögð yfirlýsing frá stofnfundi samstarfsvettvangs sveitarfélaga 19. júní 2019 fyrir heimsmarkmið og loftlagsmál.
Byggðarráð Borgarbyggðar tekur undir þau markmið um sjálfbæra þróun sem sem koma fram í fyrrgreindri yfirlýsingu frá stofnfundi samstarfsvettvangs sveitarfélaga á Íslandi. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna leggja góðan grunn að slíku starfi á vettvangi sveitarfélaganna sem þarf að aðlaga að aðstæðum á hverjum stað. Samráðsvettvangur sveitarfélaganna er kjörinn vettvangur fyrir sveitarfélög á Íslandi að miðla þekkingu og reynslu sín á milli varðandi loftslagsmál og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og leita tækifæra til samstarfs þar sem það er mögulegt. Byggðarráð Borgarbyggðar tekur undir mikilvægi þess að tryggð verði aðkoma sveitarfélaga að setningu, framfylgd og framþróun laga og reglna er tengjast loftslagsbreytingum og sjálfbærri þróun samfélagsins.

13.Framkvæmdastyrkir

1904008

Umsóknir um framkvæmdastyrki teknar til afgreiðslu. Framlagðar umsagnir sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, fjölskyldusviðs og umhverfis - og skipulagssviðs um verkefnin. Til úthlutunar eru 4,0 m.kr. Innkomnar umsóknir eru samtals að fjárhæð 13.512.070.- kr.
Byggðarráð samþykkir styrki til framkominna umsókna og er það fullnaðarákvörðun:
Golfklúbbur Borgarness vegna lagfæringa á fjórum brautum á Hamarsvelli. Styrkur er veittur að fjárhæð: 1.750.000.- kr.
Ungmennafélag Reykdæla vegna lagningu 3ja fasa rafmagns í félagsheimilið Logaland. Styrkur er veittur að fjárhæð: 250.000.- kr.
Ungmennafélagið Íslendingur vegna lagningar hitaveitu og viðhalds laugarhúss í Hreppslaug. Styrkur er veittur að fjárhæð: 550.000.-
Skátafélag Borgarness vegna lagfæringa skátaskálans Flugu: Styrkur er veittur að fjárhæð: 1.450.000.- kr.

14.Fuglabað í Skallagrímsgarði - þakkarbréf

1906176

Framlagður tölvupóstur þar sem afkomendur Friðriks Þorvaldssonar þakkar fyrir afhendingu og uppsetningu fuglabaðs í Friðrikslundi í Skallagrímsgarði. Byggðarráð þakkar gjöfina og lýsir ánægju sinni með áframhaldandi vinnu við fegrun Skallagrímsgarðs.

15.Reglur um lóðaúthlutun - endurskoðun

1906110

Framlagðar endurskoðaðar reglur um úthlutun lóða í Borgarbyggð til afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkti framlagðar reglur og er það fullnaðarákvörðun.

16.Tilkynning um arðgreiðslu 2019

1906180

Framlögð tilkynning frá Speli ehf, dags. 11. Júní 2019, um arðgreiðslu að upphæð 108 þús. að frádregnum skatti.

17.Fundargerð dags. 3.4. og 19.6.2019

1906175

Framlagðar fundargerðir stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 3. apríl og 19. júní 2019

18.Fundargerð 6. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis

1906138

Framlögð fundargerð 6. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar frá 21. júní 2019.
Byggðarráð staðfestir ákvörðun stjórnar um tímasetningar leita.

19.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 11. júní 2019

20.Fagráð Slökkviliðs Borgarbyggðar - fundargerðir 2019

1901163

Framlögð fundargerð 5. fundar fagráðs Slökkviliðs Borgarbyggðar frá 24.6.2019

21.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð fundargerð 10. fundar byggingarnefndar leikskólans Hnoðrabóli á Kleppjárnsreykjum frá 18.6.2019.

22.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 275

1906186

Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 275 frá 27.5.2019

23.Undirbúningur samnings við Skorradalshrepp um brunavarnir - 2. fundur

1906188

Fundargerð 2. fundar viðræðuhóps Borgarbyggðar og Skorradalshrepps dags. 24.6.2019 um gerð samnings um brunavarnir lögð fram.

Fundi slitið - kl. 11:56.