Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

499. fundur 05. september 2019 kl. 08:15 - 12:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason - Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Sex mánaða milliuppgjör 2019

1908434

Framlagt sex mánaða milliuppgjör fyrir Borgarbyggð. Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi hjá KPMG kom til fundarins. Hann skýrði út uppgjörið. Niðurstaða milliuppgjörsins er heldur betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir eða sem nemur rúmum 44 milljónum hjá samstæðu (A og B hluta). Gert var ráð fyrir 27 m. kr halla á rekstrarniðurstöðu í fjárhagsáætlun fyrri hluta ársins en niðurstaðan er jákvæð um 17 m.kr.

2.Atvinnulóðir - gatnagerðargjöld

1908427

Umræður um gatnagerðargjöld atvinnulóða. Auglýsing deiliskipulags fyrir Sólbakka á að vera tilbúið til afgreiðslu innan tveggja vikna. Ekkert stendur þó í vegi fyrir að lækka gatnagerðargjöld fyrir lóðir á athafnasvæðinu enda þótt deiliskipulag sé ekki full klárað.
Byggðarráð samþykkti að lækka gatnagerðargjöld af atvinnulóðum um 50% og fella jafnframt niður lóðargjöld af þeim frá 1. okt. 2019 til loka árs 2020 og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn.
Ákvörðuninni er vísað til kynningar og eftirfylgni í atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd.

3.Fráveitumál - álitsgerð

1909007

Lögð fram til kynningar drög að álitsgerð Kristins Bjarnasonar hrl um fráveitumál í Borgarbyggð, dags 2. september 2019. Í álitsgerðinni er fjallað um nokkur álitamál sem varða samning Borgarbyggðar við Orkuveitu Reykjavíkur um fráveitumál. Kristinn Bjarnason hrl. kom til fundarins og kynnti drögin.
Endanleg álitsgerð er væntanleg og verður kynnt síðar.
Eiríkur Ólafsson tekur við ritun fundargerðar kl. 10:20.

4.Verkáætlun um ljósleiðara

1907047

Umræður um stöðu ljósleiðaraverkefnis. Guðmundur Daníelsson ráðgjafi kom til fundarins og fór yfir stöðu verkefnisins og umræður á verkfundum. Hann fór yfir hlutverk og verksvið eftirlitsmanns og framlagða verklýsingu. Fram kom að unnið er að plægingu á svæði 5 (Stafholtstungur og neðsti hluti Hvítársíðu) samkvæmt áfangastaðaskiptingu. Þar næst verður lokið frágangi á svæðum 2, 3 og 4 (Reykholtsdalur og Hálsasveit.
Byggðarráð samþykkti verklýsingu eftirlitsmanns við verkið og fól Guðmundi Daníelssyni og sveitarstjóra að ganga frá ráðningu hans og leggja samning fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

5.Áskorun vegna hamfarahlýnunar

1908417

Framlögð til kynningar áskorun frá samtökum grænkera á Íslandi til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar Íslands og sveitarfélaga, dags. 20. ágúst 2019. Í áskoruninni kemur fram að einn mikilvægasti þátturinn til að bregðast við meintri hamfarahlýnun á jörðinni sé draga úr neyslu dýraafurða. Fyrsta skrefið gæti verið að að hætta alveg eða að minnka framboð dýraafurða í skrefum í mötuneytum í skólum.
Byggðarráð þakkar bréfið og framkomnar ábendingar. Byggðarráð vill taka fram að í mötuneytum í leik- og grunnskólum Í Borgarbyggð er unnið eftir markmiðum um heilsueflandi samfélag og m.a. er lögð áhersla á holla næringu í skólanum. Byggðarráð ber fullt traust til þeirra starfsmanna sem annast mötuneyti skólanna um að fylgja þeirri stefnu.

6.Samningur við Vesturlandsstofu 2019

1908393

Framlagður árlegur samningur við Vesturlandsstofu dags. 28. ágúst 2019. Umsamið árlegt framlag Borgarbyggðar til Markaðsskrifstofu Vesturlands er 2.7 m.kr. sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir samninginn og leggur þá niðurstöðu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

7.Vesturlandsstofa minnisblað frá fundi

1908398

Framlagt minnisblað frá fundi framkvæmdastjóra SSV og Markaðsstofu Vesturlands með sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálsviðs þann 28. ágúst sl. Á fundinum kom fram að fyrirhugaðar eru breytingar á starfsemi markaðsstofunnar. Þær munu hafa áhrif á starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar sem rekin er í Hyrnutorgi.
Byggðarráð vísaði málinu til atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar.

8.Matur úr héraði - bréf

1908426

Framlagt til kynningar bréf Sláturhúss Vesturlands dags. 28. ágúst 2019 þar sem vakin er athygli á kostum þess að versla hráefni til matargerðar í héraði.
Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til umfjöllunar og til umræðu með matráðum í mötuneytum sveitarfélagsins.

9.Reglur um dósamóttöku

1909006

Framlagðar tillögur frá Öldunni um breytt vinnulag við móttöku drykkjarumbúða. Efnisinnihald tillagnanna er í meginatriðum sem hér segir:
a.
Almenn skil á drykkjarumbúðum:
i.
Tæma skal innihald/vökva úr umbúðum.
ii.
Flokka skal gler sér.
iii.
Ál og plast má koma saman.
b.
Safnanir
i.
Safnanir teljast 25 svartir ruslapokar eða meira.
ii.
Allt efni verður að vera flokkað í ál, plast og gler.
iii.
Allt efni skal vera hreinlegt og laust við heimilisrusl og matarleifar.
iv.
Talning starfsmanna Öldunnar gildir.

Markmiðið með breyttum reglum er að auðvelda starfsmönnum Öldunnar að veita viðskiptavinum betri og skjótari þjónustu.
Byggðarráð samþykkir framkomnar tillögur og leggur þær fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

10.Fréttabréf Íbúðalánasjóðs

1909005

Framlagt til kynningar Glugginn, fréttabréf Íbúðarlánasjóðs. Fréttabréfið er sérstaklega ætlað sveitarfélögum landsins í þeim tilgangi að upplýsa sveitarfélögin um þau mál sem unnin eru hjá sjóðnum og varða málefni þeirra.

11.Samkomulag um nytjar Fornahvamms og Hlíðarlands

1909004

Lagt fram samkomulag Vegagerðarinnar, Borgarbyggðar og Upprekstrarfélags Þverárréttar um nytjar Fornahvamms og Hlíðalands.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið og fól sveitarstjóra að undirrita og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

12.Hjálmaklettur - starf umsjónarmanns

1909009

Framlagt minnisblað mannauðsstjóra, dags. 4. september 2019, um ráðningu í starf umsjónarmanns Hjálmakletts.
Byggðarráð samþykkir það fyrirkomulag að ráðningu sem fram kemur í minnisblaðinu.


13.Ársreikningur Sjálfseignarst Arnarvatnsheiði og Geitland 2018

1908433

Framlagður til, kynningar ársreikningur Sjálfseignarstofnunar Arnarvatnsheiðar og Geitlands fyrir árið 2018.

14.Fjallskil - Fjallskilanefnd Grímsstaðaréttar.

1908392

Framlagt bréf Ásgerðar Pálsdóttur á Arnarstapa þar sem hún tilkynnir að vegna tiltekinna ástæðna sjái hún sér ekki fært að senda leitarmenn vegna fjallskila á Álfthreppingaafrétti haustið 2019 en óskar þess í stað að greiða öll skil.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir ekki erindi Ásgerðar Pálsdóttur á Arnarstapa, dags. 24. ágúst 2019, þar sem hún tilgreinir ákveðnar ástæður fyrir því að verða leyst undan því að senda leitarmenn til fjallskila í fjallskiladeild Grímsstaðaréttar (fyrrum fjallskiladeild Áltanesshrepps) og greiða þess í stað fyrir fjallskil. Í þessu sambandi vísar byggðarráð til 18. gr. fjallskilasamþykktar Borgarbyggðar en þar segir:
„Nú þykir einhverjum niðurjöfnun fjallskila eigi rétt og vill fá leiðréttingu á henni. Þá ber honum eigi að síður að inna álögð fjallskil af hendi, en getur sent skriflega kæru til sveitarstjórnar fyrir októberlok næstu á eftir og beðið hana leiðréttingar. Sætti kærandi sig ekki við afgreiðslu sveitarstjórnar getur hann vísað málinu til stjórnar fjallskilaumdæmisins“.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

15.Skýrsla um förgun hitaveitulagna

1909011

Framlögð til kynningar umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 2. september 2019, vegna endurnýjunar hitaveitulagna í Borgarbyggð og förgun asbestslagna. HeV leggur áherslu á að þeir sem sjái um framkvæmdir á vatnsverndarsvæðum skuli skoða tækjabúnað sem fer inn á svæðin. Óheimilt er að geyma hættuleg efni eða spilliefni inni á vatnsverndarsvæðum. Asbestlögnum skuli fargað jafnóðum og þær eru grafnar upp af aðilum sem hafi til þess tilskilin leyfi.

16.Gatnagerð í Reykholti

1909010

Lagt fram til kynningar erindi Reykholtsstaðar ehf, dags. 2. september 2019, vegna álagningar gatnagerðargjalda í Reykholti og áhrifa af lækkun gatnagerðargjalda hjá Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd.

17.Umsóknir um lóðir við Fífuklett og Sóleyjarklett

1909043

Nokkrar umsóknir hafa borist um lóðir við Fífuklett og Sóleyjarklett í Borgarnesi en engin þeirra er gild þar sem tilskilin fylgigögn fylgja ekki með umsóknunum.

18.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 276

1908416

Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 276 dags. 24. júní 2019.

19.Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

1810067

Framlögð fundargerð 2. fundar stýrihóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja dags. 28. ágúst 2019.

Fundi slitið - kl. 12:45.