Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

500. fundur 19. september 2019 kl. 08:15 - 11:55 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Afréttargirðingar

1908188

Framlagt erindi fjallskilanefndar Borgarbyggðar sem vísað var til byggðarráðs á fundi sveitarstjórnar þann 12. september sl. Í bókun fjallskilanefndar er lögð áhersla á að byggðaráð fylgi því eftir að afréttargirðingum sé viðhaldið. Þá sé einnig brýnt að skoða svæði þar sem afréttargirðingar eru ekki til staðar og leggja mat á þörf á nýgirðingum.
Byggðarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka saman umbeðnar upplýsingar sem verði lagðar fyrir byggðarráð það tímanlega að hægt verði að taka niðurstöðuna til umræðu í sambandi við undirbúningsvinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða á Arnarvatnsheiði

1907209

Afgreiðsla umhverfis - og landbúnaðarnefndar: Umhverfis-og landbúnaðarnefnd vekur athygli á að áætlaður vegslóði liggur að hluta til um gróið svæði sem er á Náttúruminjaskrá og er undir hverfisvernd Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022. Minnt er á að skv. 37. gr. Náttúruverndarlaga nr. 60/2013, skal leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og náttúruverndarnefndar áður en framkvæmdaleyfi er veitt, nema fyrir liggi staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag þar sem umsagnir skv. 1.og 2. mgr. 68.gr. laganna liggja fyrir. Nefndin telur eðlilegt að skoðaðir verði aðrir valkostir sem ekki raska gróðri á sama hátt og getur ekki mælt með að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni að svo stöddu. Hugsanlega væri æskilegt að unnin yrði skipulagstillaga fyrir svæðið í heild sinni.
Lögð fram bókun umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umsóknar um gerð vegslóða á Arnarvatnsheiði. Nefndin mælir ekki með því að gefið verði út framkvæmdaleyfi að svo stöddu, m.a. með hliðsjón af því að áætlaður vegslóði liggur að hluta til um gróið svæði sem er á Náttúruminjaskrá og er undir hverfisvernd Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022.
Með hliðsjón af bókunum umhverfis- og landbúnaðarnefndar frá 29. ágúst 2019 og bókun skipulags - og byggingarnefndar frá 6. september 2019, þá felur byggðarráð skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands áður en framkvæmdaleyfi er veitt. Einnig felur byggðarráð skipulagsfulltrúa að leggja mat á hvort vinna eigi skipulagstillögu fyrir svæðið í heild sinni. Byggðarráð leggur þessar ákvarðanir fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

3.Þjónusta sveitarfélaga 2019 - Gallupkönnun

1909079

Framlagt tilboð Gallup dags. 11. september 2019 um að gera árlega úrtakskönnun um viðhorf íbúa sveitarfélagsins gagnvart umhverfi sínu og þjónustu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að kaupa þjónustukönnun Gallup og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn.

4.Haustþing SSV 2019

1909032

Framlagt til kynningar fundarboð og dagskrá fyrir haustþing SSV sem haldið verður þann 25. september 2019 í Ólafsvík. Fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum verða Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Gunnlaugur A. Júlíusson og Orri Jónsson.

5.Beiðni um aðstöðu í gamla frystihúsinu

1908001

Framlagður samningur milli Borgarbyggðar og Sláturfélags Vesturlands um aðstöðu sláturfélagsins í gamla frystihúsinu.
Byggðarráð samþykkir samninginn og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

6.Ársskýrsla Persónuverndar 2018

1909096

Ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2018 lögð fram til kynningar.

7.Leik - og grunnskóli á Kleppjárnsreykjum - samráðsferli

1909060

Framlögð fundargerð og starfsáætlun samráðshóps um leik - og grunnskóla á Kleppjárnsreykjum

8.Fráveita í Böðvarsgötu - undirskriftalisti

1909059

Framlagður til kynningar undirskriftalisti nokkurra íbúa við Böðvarsgötu vegna fráveitumála.
Framlagður til kynningar undirskriftalisti, dags. 5. september 2019 nokkurra íbúa við Böðvarsgötu þar sem gerðar eru kröfur um úrbætur á að fráveita húsanna sé ekki tengd við fráveitukerfið.
Byggðarráð lýsir vonbrigðum með að ekki skuli að fullu lokið tengingu allra húsa í Borgarnesi við fráveitukerfið og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir við Veitur ohf.

9.Umsókn um lóðir - Fífuklettur 1-8 og Sóleyjarklettur 2 og 4

1909083

Framlögð umsókn Steypustöðvarinnar ehf, kt. 660707-0420, dags. 10.09. 2019 um lóðir við Fífuklett 1-7 og 2-8 og Sóleyjarklett 2-4. Með umsókninni fylgja öll tilskilin fylgiskjöl.
Samþykkt að úthluta Steypustöðinni ehf. lóðunum við Sóleyjarklett nr. 2 og 4.
Frestað er úthlutun raðhúsalóða við Fífuklett nr. 1-8 til næsta fundar. Lóðirnar eru teknar úr auglýsingu.

10.Umsókn um lóð - Fífuklettur 1-7

1909017

Framlögð umsókn Hoffells ehf um raðhúsalóðina Fífuklett 1-7.
Frestað er úthlutun raðhúsalóða við Fífuklett nr. 1-8 til næsta fundar. Lóðirnar eru teknar úr auglýsingu.

11.Umsókn um lóð - Brákarsund 1 -3

1909051

Framlögð umsókn Hoffells ehf, kt. 500118-0670, dags. 9.sept. 2019 um lóðir við Brákarsund 1-3. Með umsókninni fylgja öll tilskilin fylgiskjöl.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðunum við Brákarsund 1 og 3 til umsækjanda.

12.Umsókn um lóð - Fífuklettur 2-8

1909016

Frestað er úthlutun raðhúsalóða við Fífuklett nr. 1-8 til næsta fundar. Lóðirnar eru teknar úr auglýsingu.

13.Frystihúsið í Brákarey - framtíðarsýn

1907200

Sigursteinn Sigurðsson og Jóhannes Stefánsson komu til fundarins og kynntu hugmyndir varðandi framtíðarsýn fyrir frystihúsið í Brákarey. Í því sambandi var lagt fram minnisblað um málið dags. 23. júlí 2019.
Byggðarráð tekur vel í þær hugmyndir sem fram komu varðandi framtíðarsýn þeirra og samþykkir að taka málið á dagskrá að nýju fljótlega.

14.Gatnagerð í Reykholti

1909010

Sr. Geir Waage kom til fundarins til viðræðna um gatnagerð o. fl. í Reykholti.

15.Gerð hluthafasamkomulags v. Menntaskóla Borgarfjarðar

1908388

Lagt fram minnisblað Kristins Bjarnasonar hrl, dags. 6. september 2019 og 17. september 2019 þar sem gerðar eru tillögur um breytingu á samþykktum Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. Málið rætt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

16.Fyrirkomulag snjómoksturs

1908004

Framlagt minnisblað um sundurliðun á snjómoksturskostnaði veturinn 2018 - 2019. Skoða þarf þennan lið fyrir næstu fjárhagsáætlun.

17.Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 2019

1810131

Framlögð til kynningar dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður dagana 3. og 4. október á Hotel Hilton Nordica.

18.Reglur um fjárhagslegan stuðning til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

1909031

Framlagðar til kynningar reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga sem eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

19.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlögð til kynningar fundargerð 54. verkfundar v. Grunnskólans í Borgarnesi dags. 3. september 2019.

20.Byggingarnefnd GBF á Kleppjárnsreykjum - verkfundargerðir

1907032

Framlögð til kynningar fundargerð 3. verkfundar v. framkvæmda á Kleppjárnsreykjum dags. 28. ágúst 2019.

21.Fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

1909034

Framlögð til kynningar fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. ágúst 2019.

22.Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja - fundargerðir

1906201

Framlögð til kynningar fundargerðir 2. og 3. funda starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja dags. 28. ágúst og 16. september 2019.

23.Ljósleiðari verkfundir

1908395

Framlagðar til kynningar fundargerðir verkfunda Ljósleiðara í Borgarbyggð nr. 2 og 3 dags. 28. ágúst og 4. september 2019.

Fundi slitið - kl. 11:55.