Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020
1906109
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2020. Farið yfir niðurstöður úr vinnufundi sveitarstjórnar frá 16. október. Rætt um skipulag starfsins næstu vikur eða fram að næsta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 14. nóvember þar sem fjárhagsáætlun verður lögð fram til fyrri umræðu. Rætt um skipulag funda með forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins.
2.Greining Arion banka 2019
1910049
Framlögð til kynningar greining Arionbanka á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2018. Borgarbyggð er annað tveggja af hástökkvurum ársins að mati bankans. Ársreikningar þeirra sveitarfélaga sem hafa yfir 1500 íbúa voru teknir til skoðunar. Greiningardeild bankans hefur skilgreint veikleikaviðmið gagnvart 22 kennitölum í þessari samantekt. Einungis eitt veikleikamerki var til staðar hjá Borgarbyggð í einkunnagjöf bankans í þessari yfirferð. Það var að fjárfesting var of lág að mati hans. Borgarbyggð var í hópi þeirra sveitarfélaga sem höfðu næst fæst veikleikamerki en fimm sveitarfélög höfðu ekkert veikleikamerki og fjögur voru einungis með eitt.
3.Samningur um brunavarnir við Eyja - og Miklaholtshrepp - endurskoðun
1908226
Framlagt bréf Eyja- og Miklaholtshrepps frá 20. september þar sem óskað er eftir viðræðum við Borgarbyggð um viðræður um þjónustu Borgarbyggðar um brunavarnir í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóra falið að boða til fundar um málið og leiða viðræðurnar af hálfu Borgarbyggðar.
Sveitarstjóra falið að boða til fundar um málið og leiða viðræðurnar af hálfu Borgarbyggðar.
4.Jafnlaunavottun
1907061
Framlögð tvo tilboð í vottun jafnlaunakerfis Borgarbyggðar. Þau komu frá fyrirtækjunum iCert ehf og bsi.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði iCert á grunvelli hagstæðara verðs og meira fræðsluefnis. Byggðarráð leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði iCert á grunvelli hagstæðara verðs og meira fræðsluefnis. Byggðarráð leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
5.Brunavarnir í Skorradalshrepp
1905104
Framlögð til kynningar drög að samningi Borgarbyggðar við Skorradalshrepp um brunavarnir í Skorradalshrepp. Drögin eru ítarleg og mjög frábreytt núverandi samning.
Byggðarráð lýsti yfir stuðningi sínum við að ljúka samningi á þessum forsendum að því tilskyldu að ásættanleg niðurstaða fengist hvað varðar greiðslur Skorradalshrepps fyrir þá þjónustu sem sveitarfélagið kaupir af Borgarbyggð á þessu sviði.
Byggðarráð lýsti yfir stuðningi sínum við að ljúka samningi á þessum forsendum að því tilskyldu að ásættanleg niðurstaða fengist hvað varðar greiðslur Skorradalshrepps fyrir þá þjónustu sem sveitarfélagið kaupir af Borgarbyggð á þessu sviði.
6.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna
1910002
Framlagt til kynningar leiðbeinandi álit Sambands ísl. sveitarfélaga frá 1. október sl um tvöfalda skólagöngu barna. Byggðarráð ræddi álitið og þau álitaefni sem geta komið til umræðu í þessu sambandi. Ljóst er að sveitarfélgið þarf að móta sér skýrar verklagsreglur varðandi tvöfalda skólavist barna og felur fræðslunefnd að vinna að mótun þeirra.
7.Beiðni um endurskoðun ákvörðunar um tvöfalda skólavist
1909145
Framlögð beiðni, dags. 23. september 2019 um endurskoðun á niðurstöðu máls nr. 1909106 sem fjallar um beiðni um tvöfalda skólavist barns við Grunnskólann í Borgarnesi.
Byggðarráð ræddi málið ítarlega og bókaði eftirfarandi:
Byggðarráð telur að þar sem ekki liggja fyrir skýrar reglur um meðferð mála af þessu tagi sé ekki rétt að hafna beiðni um tvöfalda skólavist að svo komnu. Skólaganga barnsins er þegar hafin með þessum hætti og lögheimilissveitarfélög og skólar barnsins hafa gefið sitt samþykki. Fyrir liggja fordæmi þar sem grunnskólabörnum hefur verið heimiluð tvöföld grunnskólavist af skólastjórnendum grunnskóla í Borgarbyggð. Byggðarráð áréttar þó að leyfi þetta er veitt með fyrirvara um að það eigi eftir að fjalla um tvöfalda skólavist í viðeigandi fastanefndum sveitarfélagsins og móta verklagsreglur um málið í Borgarbyggð. Einnig er það áréttað að sú staða getur komið upp í kjölfarið af framangreindri vinnu að slíku fyrirkomulagi verði alfarið hafnað á grundvelli nýrra reglna.
Byggðarráð ræddi málið ítarlega og bókaði eftirfarandi:
Byggðarráð telur að þar sem ekki liggja fyrir skýrar reglur um meðferð mála af þessu tagi sé ekki rétt að hafna beiðni um tvöfalda skólavist að svo komnu. Skólaganga barnsins er þegar hafin með þessum hætti og lögheimilissveitarfélög og skólar barnsins hafa gefið sitt samþykki. Fyrir liggja fordæmi þar sem grunnskólabörnum hefur verið heimiluð tvöföld grunnskólavist af skólastjórnendum grunnskóla í Borgarbyggð. Byggðarráð áréttar þó að leyfi þetta er veitt með fyrirvara um að það eigi eftir að fjalla um tvöfalda skólavist í viðeigandi fastanefndum sveitarfélagsins og móta verklagsreglur um málið í Borgarbyggð. Einnig er það áréttað að sú staða getur komið upp í kjölfarið af framangreindri vinnu að slíku fyrirkomulagi verði alfarið hafnað á grundvelli nýrra reglna.
8.Beiðni um endurskoðun ákvörðunar um tvöfalda skólavist
1910001
Framlögð beiðni, dags. 23. september 2019 um endurskoðun á niðurstöðu máls nr. 1909106 sem fjallar um beiðni um tvöfalda skólavist barna við Grunnskólann í Borgarnesi.
Byggðarráð ræddi málið ítarlega og bókaði eftirfarandi:
Byggðarráð telur að þar sem ekki liggja fyrir skýrar reglur um meðferð mála af þessu tagi sé ekki rétt að hafna beiðni um tvöfalda skólavist að svo komnu. Skólaganga barnanna er þegar hafin með þessum hætti og lögheimilissveitarfélög og skólar barnanna hafa gefið sitt samþykki. Fyrir liggja fordæmi þar sem grunnskólabörnum hefur verið heimiluð tvöföld grunnskólavist af skólastjórnendum grunnskóla í Borgarbyggð. Byggðarráð áréttar þó að leyfi þetta er veitt með fyrirvara um að það eigi eftir að fjalla um tvöfalda skólavist í viðeigandi fastanefndum sveitarfélagsins og móta verklagsreglur um málið í Borgarbyggð. Einnig er það áréttað að sú staða getur komið upp í kjölfarið af framangreindri vinnu að slíku fyrirkomulagi verði alfarið hafnað á grundvelli nýrra reglna.
Byggðarráð ræddi málið ítarlega og bókaði eftirfarandi:
Byggðarráð telur að þar sem ekki liggja fyrir skýrar reglur um meðferð mála af þessu tagi sé ekki rétt að hafna beiðni um tvöfalda skólavist að svo komnu. Skólaganga barnanna er þegar hafin með þessum hætti og lögheimilissveitarfélög og skólar barnanna hafa gefið sitt samþykki. Fyrir liggja fordæmi þar sem grunnskólabörnum hefur verið heimiluð tvöföld grunnskólavist af skólastjórnendum grunnskóla í Borgarbyggð. Byggðarráð áréttar þó að leyfi þetta er veitt með fyrirvara um að það eigi eftir að fjalla um tvöfalda skólavist í viðeigandi fastanefndum sveitarfélagsins og móta verklagsreglur um málið í Borgarbyggð. Einnig er það áréttað að sú staða getur komið upp í kjölfarið af framangreindri vinnu að slíku fyrirkomulagi verði alfarið hafnað á grundvelli nýrra reglna.
9.Uppskipting ON - bréf til eigenda
1910007
Framlagt bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 1. október 2019 um fyrirhugaða uppskiptingar Orku Náttúrunnar. Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þann 23. september sl. var eftirfarandi bókað: „Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkir að fela forstjóra að stofna nýtt opinbert hlutafélag, sem taki við hluta af starfsemi Orku náttúrunnar (ON), enda liggi fyrir samþykki eigendafundar í samræmi við ákvæði 7.1 í sameignarsamningi eigenda.“ Stofnun dótturfélags er háð samþykki eigendafundar.
Byggðarráð samþykkir fyrrgreinda bókun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjórn að sitja umræddan eigendafund og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð samþykkir fyrrgreinda bókun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjórn að sitja umræddan eigendafund og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
10.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2019
1910045
Framlögð til kynningar tilkynning EBÍ, dags. 8. október 2019, um ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2019 að upphæð kr. 795.500.
11.Leiðrétt fasteignamat 2020 fyrir fjölbýli
1910014
Framlagt til kynningar bréf Þjóðskrár, dags. 30. september 2019, um leiðréttingu fasteignamats fjölbýlis fyrir árið 2020. Við útreikning fasteignamats hafði ekki verið tekið tillit til þess á hvaða hæð viðkomandi íbúðir í fjölbýli voru. Áhrif leiðréttingarinnar eru þau að íbúðir sem hækka í mati hækka að jafnaði um 1,1% en íbúðir sem lækka í mati lækka að jafnaði um 0,5%.
12.Landsáætlun Samningur Glanni-Paradísarlaut
1910048
Framlagður samningur, dags. 30. september 2019, milli Umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Borgarbyggðar v. framkvæmda við Glanna og Paradísarlaut. Samningurinn er hluti af landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Byggðarráð samþykkir samninginn og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð samþykkir samninginn og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
13.Niðurfelling Hofstaðavegar nr. 5362-01 af vegaskrá
1910012
Framlagt bréf Vegagerðarinnar, dags. 26. september 2019, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu Hofsstaðavegar nr. 5362-01 af vegaskrá. Vegurinn telst ekki uppfylla lengur skilyrði til að vera þjóðvegur þar sem föst búseta er ekki lengur við veginn.
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis og skipulagssviðs að kanna hvort ástæða sé til að koma athugasemdum á framfæri við tilkynninguna.
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis og skipulagssviðs að kanna hvort ástæða sé til að koma athugasemdum á framfæri við tilkynninguna.
14.Áfangastaðaáætlanir
1902106
Framlögð áfangastaðaáætlun Vesturlands 2018-2020.
Byggðarráð skipar Maríu Neves áfangastaðafulltrúa Borgarbyggðar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð skipar Maríu Neves áfangastaðafulltrúa Borgarbyggðar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
15.Íþróttasalur styrktaraðili - umsókn
1909066
Framlagt erindi körfuknattleiksdeildar Skallagríms, dags. 10. september 2019 um að fá leyfi til að nefna sal íþróttahúss nafni styrktaraðila.
Byggðarráð veitir umrætt leyfi og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Óskað er eftir því að samningur verði kynntur byggðarráði áður en hann er staðfestur.
Byggðarráð veitir umrætt leyfi og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Óskað er eftir því að samningur verði kynntur byggðarráði áður en hann er staðfestur.
16.Umsókn um lóð - Lóuflöt 1 Hvanneyri
1910041
Framlögð umsókn Hafsteins Inga Gunnarssonar, kt. 1512922839, til heimilis að Sóltún 18, 311 Borgarnes, um lóðina Lóuflöt 1 á Hvanneyri. Byggðarráð úthlutar Hafsteini Inga Gunnarssyni lóðinni að Lóuflöt 1 að Hvanneyri.
17.Útboð á tryggingum
1910059
Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna trygginga Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir drögin og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að auglýsa útboð á tryggingum sveitarfélagins.
Byggðarráð samþykkir drögin og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að auglýsa útboð á tryggingum sveitarfélagins.
18.Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
1910047
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 253/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 31. október 2019. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa umsögn Borgarbyggðar um málið.
19.Frá nefndasviði Alþingis - 53. mál til umsagnar
1910035
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.
20.Frá nefndasviði Alþingis - 116. mál til umsagnar
1910046
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál
21.Öldungaráð - fundargerð 8.10.2019
1910038
Framlögð til kynningar fundargerð öldungaráðs Borgarbyggðar dags. 8. október 2019.
22.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag
1902133
Framlögð til kynningar 14. fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélags ásamt áfangaskýrslu 2018
23.Fundargerð 874. fundar stjórnar sambandsins
1910022
Framlögð til kynningar fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
24.Fundargerð 415. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
1910020
Framlögð til kynningar fundargerð 415. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands ásamt fundargerð 17. fundar Siglingaráðs.
25.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 11.10 2019 Fundur nr. 184
1910052
Fundargerð Faxaflóahafna sf. 11.10 2019 Fundur nr. 184 framlögð til kynningar
Fundi slitið - kl. 11:30.