Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020
1906109
2.Fíflholt - jarðgerð
1909141
Afgreiðsla umhverfis - og landbúnaðarnefndar:
Rætt um innihald skýrslunnar. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína, þess efnis að jarðgerð í Borgarbyggð verði skoðuð til hlítar.
Rætt um innihald skýrslunnar. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína, þess efnis að jarðgerð í Borgarbyggð verði skoðuð til hlítar.
Byggðarráð ræddi möguleika á jarðgerð lífræns úrgangs í Fíflholtum. Framlög skýrsla verkfræðistofunnar EFLU um málið sem unnin var fyrir SSV og lögð var fram á málþingi á vegum samtakanna um efnið fyrr í haust. Í skýrslunni er lagt mat á raunhæft magn lífræns úrgangs sem gæti komið frá öllum heimilum á Vesturlandi, allt frá Dalabyggð og suður á Akranes. Kannaðar voru mögulegar leiðir við jarðgerð og farið í frumgreiningu á kostnaði. Skoðaður var kostnaður við flutning lífræns úrgangs frá sveitarfélögum annars vegar til Fíflholts og afsetningu í jarðgerð þar og hins vegar flutning hans til nýrrar gasgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi. Í henni kemur fram að ódýrasti valkosturinn er að jarðgera lífrænan úrgang á Vesturlandi er í jarðgerðarstöð Sorpu. Fyrir liggur að hefja verður söfnun lífræns úrgangs í síðasta lagi árið 2021.
3.Launastefna Borgarbyggðar
1910099
Framlögð til kynningar drög að launastefnu annars vegar og hins vegar fyrir jafnlaunastefnu fyrir Borgarbyggð. mannauðsstjóri hefur unnið drögin. Launastefna tekur til allra starfsmanna Borgarbyggðar og samræmist starfsmannastefnu og jafnréttisstefnu sveitarfélagsins. Henni er ætlað að taka mið af heildarmarkmiðum sveitarfélagsins og styðja við og efla þjónustu og rekstur þess. Lögð er áhersla á mikilvægi allra starfa til að sveitarfélagið nái markmiðum sínum. Jafnlaunastefna tekur til allra starfsmanna Borgarbyggðar og er hluti launastefnu Borgarbyggðar. Jafnlaunastefnan samræmist starfsmannastefnu og jafnréttisstefnu sveitarfélagins. Henni er ætlað að styðja við og efla þjónustu og rekstur Borgarbyggðar.
Tillaga að bókun: Byggðarráð ræddi drögin og fól mannauðsstjóra að vinna þau áfram í þeim anda sem fyrir liggur. Þegar fyrrgreindar stefnur verða fullunnar verða þær lagðar fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
Tillaga að bókun: Byggðarráð ræddi drögin og fól mannauðsstjóra að vinna þau áfram í þeim anda sem fyrir liggur. Þegar fyrrgreindar stefnur verða fullunnar verða þær lagðar fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
4.Þarfagreining v. íþróttahús í Borgarnesi
1910079
Framlögð tilboð í þarfagreiningu til undirbúnings að byggingu íþróttahúss í Borgarnesi. Þrjú tilboð bárust frá eftirfarandi aðilum:
a. Verkís verkfræðistofa; 687,500.- án VSK.
b. Efla verkfræðistofa; 718,050.- án VSK
c. Einar Ingimarsson arkitekt 1.050.000 m. VSK
Byggðarráð samþykkti að taka tilboði Verkís í þarfagreiningu til undirbúnings að byggingu íþróttahúss í Borgarbyggð og leggur á ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
a. Verkís verkfræðistofa; 687,500.- án VSK.
b. Efla verkfræðistofa; 718,050.- án VSK
c. Einar Ingimarsson arkitekt 1.050.000 m. VSK
Byggðarráð samþykkti að taka tilboði Verkís í þarfagreiningu til undirbúnings að byggingu íþróttahúss í Borgarbyggð og leggur á ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
5.Verklagsreglur um starfsemi frístundaheimila í Borgarbyggð
1906096
Framlagðar verklagsreglur um starfsemi frístundaheimila ásamt kostnaðarmati. Samkvæmt kostnaðarmati sviðsstjóra fjölskyldusviðs frá 21. október mun kostnaður við innleiðingu á Verklagsreglum um starfsemi frístundaheimila í Borgarbyggð nema 3.500.000 krónur á ári.
Byggðarráð samþykkti framlagðar verklagsreglur um starfsemi frístundaheimila og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Auknum kostnaði vegna innleiðingu reglnanna verður vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð samþykkti framlagðar verklagsreglur um starfsemi frístundaheimila og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Auknum kostnaði vegna innleiðingu reglnanna verður vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar.
6.Heimild landeig. v. lagningu ljósleiðara á Holtavörðuheiði
1909112
Framlagður endurskoðaður samningur milli Borgarbyggðar og Orkufjarskipta hf. um lagningu ljósleiðara um austanverð Snjófjöll.
Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur hann fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur hann fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
7.Kynningarfundir um nýtt bókasafnskerfi (Gegnir)
1910086
Framlagt til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. október sl. þar sem kemur fram að Landskerfi bókasafna hf. boðar til opinna kynningarfunda um innleiðingu nýs bókasafnskerfis.
8.Lýsing í Skallagrímsgarði
1910097
Framlagt erindi umhverfis- og skipulagssviðs þar sem vakin er athygli á að á næsta ári verða liðin 90 ár frá stofnun Skallagrímsgarðs. Það er vel við hæfi að fagna þeim tímamótum með veglegum hætti en markvisst hefur verið unnið að viðhaldi og endurbótum á ýmsum innviðum garðsins. Komið hefur fram hugmynd um að setja upp lýsingu meðfram trjágöngunum sem liggja þvert í gegnum garðinn, frá inngangi við Borgarbraut og út hjá skátaheimilinu.
Byggðarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að hefja vinnu við tíma- og kostnaðaráætlun með það fyrir augum verkefnið rúmist innan fjárhagsáætlana áranna 2019 og 2020.
Byggðarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að hefja vinnu við tíma- og kostnaðaráætlun með það fyrir augum verkefnið rúmist innan fjárhagsáætlana áranna 2019 og 2020.
9.Atlas lögmenn - stefna v. Húsafell
1902014
Framlagður úrskurður Héraðsdóms Vesturlands, dags. 16. október 2019, þar sem úrskurðað er að Borgarbyggð skuli greiða hluta málskostnaðar Sæmundar Ásgeirssonar vegna kostnaðar við undirbúnings stefnu Sæmundar á hendur sveitarfélaginu varðandi þá ákvörðun Borgarbyggðar að hafna kröfu stefnanda um að láta fjarlæga af lóðinni Bæjargil L221570 legsteinasafn F2108138 merkt 05-0101 annars vegar og menningar- og þjónustuhús hins vegar. Borgarbyggð afturkallaði ákvörðun þess efnis frá 20. desember þar sem sveitarstjórn var ekki rétt stjórnvald í málinu heldur byggingarfulltrúi Borgarbyggðar. Byggingarfulltrúi Borgarbyggðar tók ákvörðun sama eðlis, og sveitarstjórn hafði tekið 20. desember, þann 27. mars 2019 þar sem fyrrgreindri kröfu var hafnað.
Byggðarráð telur ekki rétt að kæra fyrrgreindan úrskurð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð telur ekki rétt að kæra fyrrgreindan úrskurð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
10.Barnaþing 21. og 22. nóvember - boðsbréf
1910091
Framlagt til kynningar boð á barnaþing sem haldið verður í Hörpu 21. og 22. nóvember n.k.
11.Stuðningur við Snorraverkefnið 2020
1910081
Framlögð styrkbeiðni frá The Snorri Program
Framlögð styrkbeiðni frá The Snorri Program, dags. 10. október 2019, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið.
Byggðarráð felur markaðsfulltrúa að kanna, í samráði við sveitarstjóra, með hvaða hætti Borgarbyggð geti stutt við verkefnið.
Byggðarráð felur markaðsfulltrúa að kanna, í samráði við sveitarstjóra, með hvaða hætti Borgarbyggð geti stutt við verkefnið.
12.Til umsagnar 29. mál frá nefndasviði Alþingis
1910096
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar þingmannafrumvarp til laga um jarðalög, þar sem markmiðið er að forkaupsréttur sveitarfélaga að bújörðum verði færður í lög á nýjan leik.
13.Frá nefndasviði Alþingis - 41. mál til umsagnar
1910072
Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.
14.Til umsagnar 35. mál frá nefndasviði Alþingis
1910071
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.
15.Hluthafafundur í Menntaskóla Borgarfjarðar ehf - 11. október
1910016
Fundargerð hluthafafundar MB frá 11.10.2019 framlögð
16.Ljósleiðari verkfundir
1908229
Framlögð fundargerð 6. verkfundar Ljósleiðara Borgarbyggðar.
17.Aukaaðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 18.10.2019
1910095
Framlögð fundargerð aukaaðalfundar MB sem haldinn var 18.10.2019
Byggðarráð fagnar því að búið sé að ráða nýja skólameistara Við Menntaskóla Borgarfjarðar og býður hann velkominn til starfa. Ný stjórn hefur tekið við störfum og fara störf hennar vel af stað. Byggðarráð hefur fulla trú á því að sóknarfærin séu fjölmörg til framtíðar og að bjartir tímar séu fram undan fyrir þetta fjöregg samfélagsins. Mikilvægt er að styðja vel við skólann svo hægt sé að byggja áfram ofan á það góða starf sem hefur verið unnið við skólann á undanförnum árum.
Fundi slitið - kl. 11:39.
Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri mætti og ræddi gjaldskrá og kostnaðargreiningu sorphirðu.
Samþykkt var að fara fram á við forstöðumenn að lækka tillögur um rekstrarútgjöld stofnana sinna um 1% frá áður úthlutuðum fjárhagsrömmum til að mæta breyttum tekjugrunni.