Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

507. fundur 21. nóvember 2019 kl. 08:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Borgarbyggð-viðbótarframlag, beiðni

1910174

Framlögð að nýju beiðni Heilbrigðiseftirlits Vesturlanda um viðbótarfjárveitingu vegna ársins 2019
Á fundinn mættu Ólafur Adolfsson formaður heilbrigðisnefndar Vesturlands og Helgi Helgason framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til viðræðna um beiðni um aukið framlag frá sveitarfélögum til Heilbrigðiseftirlitsins á árinu 2019. Einnig rætt um starfsemi og mögulega stofnun starfshóps um framtíðarsýn eftirlitsins. Byggðarráð samþykkir framkomna beiðni að upphæð kr. 2.306 þús. og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2019.

2.Fjárhagsáætlun HeV 2020

1911037

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um fjárframlag á árinu 2020.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

3.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020

1906109

Lagt fram yfirlit um gjaldskrár á árinu 2020. Almennt hækka gjaldskrár ekki meira en 2,5% nema þær sem eru bundnar vísitölum. Gert er ráð fyrir að fasteignaskattur í a-flokki lækki úr 0,40% í 0,36%.
Rætt um áætlun um framkvæmdir og fjárfestingar á árunum 2020 - 2023. Sérstaklega rætt um framkvæmdir við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum þar sem nýjar upplýsingar um ástand hússins hafa komið fram. Ragnar Frank sviðsstjóri sat fundinn meðan framkvæmdaáætlun var rædd.

4.Breytingar vegna lagningar ljósleiðara

1911086

Á fundinn mætti Guðmundur Daníelsson til viðræðna um lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð og fór hann yfir stöðu verkefnisins.
Samþykkt var að semja við Heflun ehf breytingu á greiðslufyrirkomulagi vegna jarðvinnuhluta í áföngum 2 og 3 svo hægt sé að ljúka þeim sem fyrst.

5.Vegna samnings um ljósleiðara

1911085

Lagt fram bréf Heflunar ehf dags. 14.11.19 varðandi samning um ljósleiðara í Borgarbyggð. Í bréfinu er áréttuð aðkoma félagsins að verkefninu.

6.Kæra á útboð trygginga

1911062

Lagt fram bréf Kærunefndar útboðsmála dags. 13.11.2019 þar sem tilkynnt er að Vátryggingafélag Íslands hafi kært útboð Borgarbyggðar á vátryggingum sveitarfélagsins. Gerð er krafa um að útboðið verði stöðvað þar til búið er að taka afstöðu til kærunnar.
Samþykkt að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara erindinu.

7.Til allra sveitarfélaga-vatnsgjald

1911073

Lagt fram bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 13.11.’19 varðandi álagningu vatnsgjalds og arð af starfseminni en sveitarfélögum er óheimilt að greiða sér arð úr rekstri vatnsveitna.

8.Áfrýjunarstefna f. Landsrétti v. Borgarbraut 57 - 59.

1903131

Lagður fram dómur Landsréttar í máli Húss og lóða ehf gegn Borgarbyggð þar sem farið er fram á bætur vegna tjóns sem félagið telur sig hafa orðið fyrir vegna tafa við byggingu á lóðunum að Borgarbraut 57 og 59. Dómi Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað til Landsréttar.
Dómur Landsréttar er að Borgarbyggð er sýknuð af öllum kröfum Hús & lóða ehf og kröfu um greiðslu málskostnaðar.

9.Tilkynning um breytingu skilmála taxta S1 og S12

1911075

Lagt fram bréf frá Veitum dags. 08.11.’19 þar sem tilkynnt er um breytingu á skilmálum taxta vegna snjóbræðslu.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að kanna hvort þetta hafi einhver áhrif fyrir Borgarbyggð.

10.Styrktarbeiðni vegna Föstudagsins DIMMA 17. janúar 2020

1911093

Lagt fram erindi aðstanda viðburðarins Föstudagurinn dimmi sem halda á 17. Janúar n.k. þar sem óskað er aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd.

11.Ráðningarferli sveitarstjóra

1911090

Rætt um hvaða ferli verði viðhaft við ráðningu sveitarstjóra. Samþykkt að afla verðhugmynda frá þremur ráðningarstofum vegna auglýsingarferlis og úrvinnslu við ráðningu sveitarstjóra. Eiríki Ólafssyni sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs falið að hafa samband við aðila.

12.Smölun - hreinsun heimalanda eftir réttir

1911056

Rætt um smölun heilmalanda eftir réttir og lagt fram erindi MAST dags. 11.11.’19 varðandi fjallskil.
Samþykkt að senda bréf á eigendur viðkomandi jarða og minna á skyldur landeigenda til þess að smala afbæjarfé.

13.Til umsagnar 317. mál frá nefndasviði Alþingis

1911044

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

14.Frá nefndasviði Alþingis - 319. mál til umsagnar

1911072

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.

15.Til umsagnar 328. mál frá nefndasviði Alþingis

1911029

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.

16.Til umsagnar 266. mál frá nefndasviði Alþingis

1911089

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.

17.Til umsagnar 320. mál frá nefndasviði Alþingis

1911080

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.

18.Starfshópur um framtíðarsýn í leikskólamálum í Borgarnesi

1909179

Framlögð fundargerð 1. fundar stýrihóps um framtíðarsýn í leikskólamálum ásamt verkáætlun hópsins.

19.Fundur um málefni Andakílsárvirkjunar 25.10.2019

1911028

Framlögð fundargerð fundar sem haldinn var af ON með hagsmunaaðilum við Andakílsá.

20.Húsnefnd Þinghamars - Fundur 16.10.2019

1911074

Framlögð fundargerð húsnefndar Þinghamars frá 16.10.2019

21.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlagðar verkfundagerðir GB nr. 60 og 61

Fundi slitið.