Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
1903105
Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 og lagt fram yfirlit. Unnið verður áfram að gerð viðauka.
2.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020
1906109
Áfram haldið umræðu um fjárhagsáætlun 2020 - 2023. Þórólfur Óskarsson byggingarfulltrúi kynnti tillögur til breytinga á gjaldskrá byggingarfulltrúa.Tillagan verður skoðuð betur fyrir næsta fund byggðarráðs.
Almennt hækka gjaldskrár um 2,5% en gjaldskrá sorphirðu hækkar þar til viðbótar um 15% til að mæta kostnaði við söfnun á lífrænum úrgangi.
Almennt hækka gjaldskrár um 2,5% en gjaldskrá sorphirðu hækkar þar til viðbótar um 15% til að mæta kostnaði við söfnun á lífrænum úrgangi.
3.Samningur um snjómokstur - framlenging
1911129
Lagður fram samningur við Borgarverk um framlengingu á samningi um snjómokstur í Borgarnesi um eitt ár.
Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Byggðarráð samþykkti samninginn og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
4.Vatn og fráveita - erindi
1911110
Lagt fram erindi frá Guðmundi Inga Waage dags 20.11.2019 varðandi fyrirspurn sem hann sendi til Veitna um gjald fyrir kalt vatn og fráveitu í Borgarbyggð og svör sem honum bárust frá Veitum.
Umræður um þessi mál hafa reglulega komið fyrir byggðarráð og sveitarstjórn og hafa fulltrúar sveitarfélagsins átt í samskiptum við Veitur og móðurfélagið OR um þessi mál. Óskað hefur verið eftir að íbúar verði upplýstir um þau mál sem bréfritari vekur athygli á. Veitur hafa nú boðað til opins fundar um málefni vatns-, hita- og fráveitu í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 4. desember, kl. 19:30, á B59 Hótel, Borgarbraut 59. Fulltrúar úr sveitarstjórn Borgarbyggðar verða á fundinum.
Formanni byggðaráðs, sem jafnframt er fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn OR, er falið að svara bréfritara.
Umræður um þessi mál hafa reglulega komið fyrir byggðarráð og sveitarstjórn og hafa fulltrúar sveitarfélagsins átt í samskiptum við Veitur og móðurfélagið OR um þessi mál. Óskað hefur verið eftir að íbúar verði upplýstir um þau mál sem bréfritari vekur athygli á. Veitur hafa nú boðað til opins fundar um málefni vatns-, hita- og fráveitu í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 4. desember, kl. 19:30, á B59 Hótel, Borgarbraut 59. Fulltrúar úr sveitarstjórn Borgarbyggðar verða á fundinum.
Formanni byggðaráðs, sem jafnframt er fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn OR, er falið að svara bréfritara.
5.Landgræðsluverkefni í Hítardal
1911027
Á fundinn mætti Iðunn Hauksdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslunnar til viðræðna um landgræðsluverkefni í Hítardal næsta vor. Rætt um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu. Óskað er eftir nánari kostnaðar - og framkvæmdaáætlunáætlun.
6.Kynningarefni - samræmd ásýnd Borgarbyggðar
1911112
Kynningarefni sveitarfélagsins
Á fundinn mætti María Neves verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og menningarmála og kynnti samræmda ásýnd á kynningarefni og öðru sem Borgarbyggð sendir frá sér.
7.Kolbeinsstaðakirkja - vegur
1911103
Lagt fram erindi sóknarnefndar Kolbeinsstaðakirkju dags 19.11.’19 þar sem óskað er eftir aðkomu Borgarbyggðar að framkvæmdum við veg og bílastæði við kirkjuna.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar umhverfis- og skipulagssviðs.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar umhverfis- og skipulagssviðs.
8.Reglur um skráningu jarðfastra minja vegna skipulags og framkvæmda
1911108
Lagt fram erindi frá Minjaverði Vesturlands dags. 21.11.’19 varðandi reglur um skráningu jarðfastra minja vegna skipulags og framkvæmda.
Byggðarráð vísaði erindinu til skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa.
Byggðarráð vísaði erindinu til skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa.
9.Þjóðólfsholt ný landareign úr Ferjukoti
1911107
Lögð fram beiðni Hebu M Fjeldsteð um skráningu nýrrar landeignar, Þjóðólfsholt, úr landi Ferjukots.
Fyrir liggur að umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við að ný landareign verði stofnuð.
Byggðarráð samþykkti að landareignin verði stofnuð.
Fyrir liggur að umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við að ný landareign verði stofnuð.
Byggðarráð samþykkti að landareignin verði stofnuð.
10.Förgun dýraleifa
1709085
Lögð fram tillaga umhverfis- og landbúnaðarnefndar um að Borgarbyggð fari í tilraunaverkefni á árinu 2020 sem felst í söfnun dýraleifa. Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis - og skipulagssviði að hefja undirbúning að verkefninu með það að markmiði að hefja söfnun dýraleifa ekki síðar en í febrúar 2020.
11.Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla
1611306
Lögð fram tillaga umhverfis- og landbúnaðarnefndar um að Borgarbyggð skipti út einum af bílum sem sveitarfélagið hefur til afnota í skiptum fyrir rafbil. Jafnframt leggur nefndin til að hleðslustöð, sem sveitarfélagið hefur fengið að gjöf, verði sett upp við ráðhúsið. Byggðarráð tekur jákvætt í tillöguna og óskar eftir því að umhverfissvið kanni með kostnað við uppsetningu.
12.Ráðningarferli sveitarstjóra
1911090
Lögð fram svör frá ráðningarstofum sem haft var samband við vegna vinnu við ráðningu sveitarstjóra.
Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga frá samningi við Intellecta um ráðningarferli sveitarstjóra.
Formaður byggðarráðs lagði fram svohljóðandi tillögu: "Fulltrúar meirihluta byggðaráðs samþykkja að veita formanni byggðaráðs heimild til að ganga til samninga við Lilju Björg Ágústsdóttur forseta sveitarstjórnar um að gegna tímabundið stöðu sveitarstjóra Borgarbyggðar eða frá 1.12.19. - 29.2.20. Gert er ráð fyrir að starfshlutfall verið 80%. Um er að ræða 80% af launum fráfarandi sveitarstjóra. Tekið skal fram að Lilja lætur af embætti forseta sveitarstjórnar á tímabilinu. Um er að ræða þann tíma sem gera má ráð fyrir ráðningarferli á nýjum sveitarstjóra taki. Taki ráðningarferlið skemri tíma mun ráðning Lilju Bjargar taka mið af því.
Það er mikilvægt að við þær aðstæður sem nú hafa skapast að verkefnum sem falla undir starfsvið sveitarstjóra verði að fullu sinnt og álag á stjórnsýslu verði ekki of mikið. Með þessu móti er tryggð samfella í störfum sveitarfélagsins á meðan á ráðningaferli á nýjum sveitarstjóra stendur yfir."
Tillagan var samþykkt með 2 atkv gegn 1 (DS).
Davíð lagði fram svohljóðandi bókun: "Undirritaður sættir sig ekki við þær tillögur sem hér eru lagðar fram varðandi tímabundna ráðningu oddvita sjálfstæðisflokksins sem sveitarstjóra. Undirritaður telur að ekki sé tímabært að gera ráðstöfun sem þessa á sama tíma og verið er að samþykkja að ráða fagaðila í ráðningarferli nýs sveitarstjóra. Undirritaður telur það eðlilegt hlutverk forseta sveitarstjórnar að axla þá ábyrgð að sinna brýnustu verkefnum sem til falla í því millibilsástandi sem nú varir án þess að þiggja laun sveitarstjóra ofan á laun sveitarstjórnarfulltrúa. Ef að forseti sveitarstjórnar treystir sér ekki til þess skal undirritaður sjálfur bjóðast til að axla þá ábyrgð á þeim launum sem mér hafa verið úthlutuð sem kjörin fulltrúi í sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga frá samningi við Intellecta um ráðningarferli sveitarstjóra.
Formaður byggðarráðs lagði fram svohljóðandi tillögu: "Fulltrúar meirihluta byggðaráðs samþykkja að veita formanni byggðaráðs heimild til að ganga til samninga við Lilju Björg Ágústsdóttur forseta sveitarstjórnar um að gegna tímabundið stöðu sveitarstjóra Borgarbyggðar eða frá 1.12.19. - 29.2.20. Gert er ráð fyrir að starfshlutfall verið 80%. Um er að ræða 80% af launum fráfarandi sveitarstjóra. Tekið skal fram að Lilja lætur af embætti forseta sveitarstjórnar á tímabilinu. Um er að ræða þann tíma sem gera má ráð fyrir ráðningarferli á nýjum sveitarstjóra taki. Taki ráðningarferlið skemri tíma mun ráðning Lilju Bjargar taka mið af því.
Það er mikilvægt að við þær aðstæður sem nú hafa skapast að verkefnum sem falla undir starfsvið sveitarstjóra verði að fullu sinnt og álag á stjórnsýslu verði ekki of mikið. Með þessu móti er tryggð samfella í störfum sveitarfélagsins á meðan á ráðningaferli á nýjum sveitarstjóra stendur yfir."
Tillagan var samþykkt með 2 atkv gegn 1 (DS).
Davíð lagði fram svohljóðandi bókun: "Undirritaður sættir sig ekki við þær tillögur sem hér eru lagðar fram varðandi tímabundna ráðningu oddvita sjálfstæðisflokksins sem sveitarstjóra. Undirritaður telur að ekki sé tímabært að gera ráðstöfun sem þessa á sama tíma og verið er að samþykkja að ráða fagaðila í ráðningarferli nýs sveitarstjóra. Undirritaður telur það eðlilegt hlutverk forseta sveitarstjórnar að axla þá ábyrgð að sinna brýnustu verkefnum sem til falla í því millibilsástandi sem nú varir án þess að þiggja laun sveitarstjóra ofan á laun sveitarstjórnarfulltrúa. Ef að forseti sveitarstjórnar treystir sér ekki til þess skal undirritaður sjálfur bjóðast til að axla þá ábyrgð á þeim launum sem mér hafa verið úthlutuð sem kjörin fulltrúi í sveitarstjórn."
13.Umsókn um styrk og ósk um samstarfssamning
1809017
Lögð fram drög að samstarfssamningi á milli Borgarbyggðar og Skógræktarfélags Borgarfjarðar um skógrækt í Borgarbyggð. Samningurinn gildir til ársloka 2022.
Byggðarráð samþykkti samninginn en óskar jafnframt eftir ársskýrslum félagsins fyrir hvert ár.
Byggðarráð samþykkti samninginn en óskar jafnframt eftir ársskýrslum félagsins fyrir hvert ár.
14.Endurskoðun reglna um ráðstöfun fjármuna í grunnskólum.
1911118
Lögð fram drög að endurskoðun reglna um ráðstöfun fjármuna í grunnskólum en það er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Akraneskaupstaðar, Árborgar, Borgarbyggðar, Reykjanesbæjar og Reykjavíkurborgar.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til fræðslunefndar.
15.Barnvænt samfélag - vinnuhópur
1911117
Rætt um umsókn Borgarbyggðar um að hefja innleiðingu á Barnvænu sveitarfélagi í samstarfi við Unicef.
Byggðarráð fagnar að Borgarbyggð verði þáttakandi í verkefninu.
Byggðarráð fagnar að Borgarbyggð verði þáttakandi í verkefninu.
16.Fundargerd_417_hafnasamband
1911135
Lögð fram fundargerð 417. fundar stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga sem haldinn var 18. nóvember s.l. í Reykjavík.
Fundi slitið - kl. 12:30.