Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

513. fundur 23. janúar 2020 kl. 08:15 - 11:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
  • Lilja Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Landgræðsluverkefni í Hítardal

1911027

Framlögð umbeðin kostnaðaráætlun Landgræðslunnar vegna girðingar í Hítardal.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en rýna þarf betur í kostnað við verkefnið og er verkefnisstjóra á umhverfis - og skipulagssviði falið að vinna málið áfram.

2.Umsókn um skráningu landeignar í fasteignaskrá Akurslóð Reykholti

2001101

Framlagt erindi Kirkjumálasjóðs um stofnun lóðar úr landi Reykholts lnr. 134439 er fái nafnið Akurslóð.
Byggðarráð samþykkir að lóðin Akurslóð verði stofnuð úr landi Reykholts.

3.Kvörtun v. stjórnsýslu Borgarbyggðar

1912034

Framlagt álit Samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytis vegna kvörtunar í kjölfar ráðningar sveitarstjóra.

4.Upplýsingamiðstöð Borgarbyggðar

2001089

Umræður um framtíðarsýn í ljósi lokunar Markaðsstofu Vesturlands.
Farið yfir nýjar upplýsingar sem fram eru komnar í málinu. Lagt er til að skoðað verði að koma á tilraunverkefni um rekstur upplýsingamiðstöðvar til ársloka 2020 í samstarfi við aðila sem sýnt hafa verkefninu áhuga. Því verður leitast eftir samningum um reksturinn. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Loftræstikerfi - Reglubundið eftirlit og viðhald

2001076

Framlagt tilboð í viðhald og eftirlit með loftræstikerfum í húsum Borgarbyggðar.
Byggðarráð ákveður að taka tilboðinu frá Blikksmiðnum hf. Umsjónamanni fasteigna falið að vinna málið áfram.

6.Erindi v. Grímshús

2001105

Framlagt erindi Sigvalda Arasonar um yfirtöku leigusamnings v. Grímshúss.
Í gildi er samningur um leigu hússins sem hefur ekki verið sagt upp og sveitarfélagið hefur ekki í hyggju að gera það að óbreyttum forsendum. Erindinu er því hafnað.

7.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka og samf. ábyrgð

2001106

Framlagðar viðmiðunarreglur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um stuðning við stjórnmálaflokka ásamt stefnu um samfélagsábyrgð.
Byggðarráð samþykkir að greiðslur til stjórnmálaflokka fari eftir því sem fram kemur í viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga og felur sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að útfæra fyrirkomulag og vísar þeirri ákvörðun til staðfestingar sveitarstjórnar.

Ennfremur vísar byggðarráð stefnu um samfélagsábyrgð til allra fastanefnda.

8.Yfirfærsla Borgarbrautar (531-01) frá Vegagerðinni til Borgarbyggðar

1911012

Framlögð fundargerð frá fundi með starfsmönnum Vegagerðarinnar.
Samþykkt að stofnaður verði vinnuhópur til að vinna í samstafi við Vegagerðina um vegamál í sveitarfélaginu. Hópinn skipi fjórir fulltrúar þ.e. tveir kjörnir fulltrúar, starfsmaður umhverfis og skipulagssviðs og fulltrúi vegagerðarinnar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

9.Ljósleiðari í Borgarbyggð - Framkvæmdir 2020

2001118

Guðmundur Daníelsson kemur á fundinn og kynnir stöðu verkefnisins. Verkefnið gengur vel og er á áætlun. Upplýsingar um verkefnið er að finna á vef verkefninins, ljosborg.net.

10.Skilti í Faxaborg

2001114

Lagt fram erindi frá Selás ehf þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið kaupi auglýsingaskilti í reiðhöllinni við Vindás.
Sveitarstjóri sagði frá fundi sem haldinn var með forsvarsmönnum félagsins.
Byggðarráð ákveður að hafa samband við stjórnir Seláss og hestamannafélagsins Borgfirðings og óska eftir frekari upplýsingum um erindið.

Kristján Gíslason vék af fundi meðan þetta erindi var tekið fyrir vegna tengsla við aðila málsins.

11.Flugeldasýningar í Borgarbyggð - bréf

2001112

Framlagt bréf Bjsv. Brákar vegna flugeldasýninga í framtíðinni.
Markmiðið með framangreindi ákvörðun sveitarstjórnar var að taka skref í þá átt að gera starfssemi sveitarfélagsins umhverfisvænni. Sveitarfélagið gerir engar athugasemdir við að aðrir aðilar taki að sér að halda flugeldasýningar að fengnum tilskyldum leyfum. Byggðarráð leggur áherslu á það að sveitarfélagið mun hér eftir sem hingað til styrkja björgunarsveitirnar.

12.Barngildi - ósk um breytingu í samningi

2001116

Framlagt erindi Hjallastefnunnar ehf um breytingu á samningi.
Byggðarráð felur sviðstjórum fjölskyldusviðs og fjármála - og stjórnsýslusviðs að fara yfir samninginn og vinna málið áfram og leggja fyrir fræðslunefnd.

13.XXXV. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga

2001119

Framlögð tilkynning um boðun XXXV. landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga.

14.Aldan - umsókn um styrk til námsferðar

2001120

Framlögð umsókn starfsmanna Öldunnar um styrk til náms - og kynnisferðar til Helsingi.
Framlögð umsókn starfsmanna Öldunnar um styrk til náms - og kynnisferðar til Helsinki.
Byggðarráð samþykkir að veita umbeðinn styrk í samræmi við gildandi reglur Borgarbyggðar.

15.Uppsögn sveitarstjóra

1911092

Framlagt til kynningar bréf lögfræðings fráfarandi sveitarstjóra þar sem kynnt er ákvörðun um málshöfðun.

Byggðaráð Borgarbyggðar áréttar, í ljósi fréttatilkynningar sem Gunnlaugur Júlíusson fyrrverandi sveitarstjóri sendi frá sér í gær, 22. janúar 2020, að sveitarfélagið mun efna réttilega allar starfslokagreiðslur til Gunnlaugs. Það felur í sér að farið verður að ákvæðum ráðningarsamnings um biðlaunarétt auk þess sem önnur áunnin réttindi verða gerð upp með síðustu launagreiðslu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar er sveitarfélaginu ekki stætt á að verja fjármunum úr sveitarsjóði til að greiða fyrrverandi sveitarstjóra umfram skyldu, eins og sveitarfélagið telur hann hafa farið fram á. Ef fyrrverandi sveitarstjóri gerir ágreining um þá afstöðu sveitarfélagsins og telur eitthvað óuppgert er honum að sjálfsögðu frjálst að láta á það reyna fyrir dómstólum samkvæmt almennum reglum.

16.Starfshópur um Ölduna - fundargerðir.

2001115

Framlögð fundargerð 1. fundar starfshóps um starfsemi Öldunnar.

Fundi slitið - kl. 11:45.