Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

525. fundur 07. maí 2020 kl. 08:15 - 12:16 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

2004051

Framhald umræðu um viðauka við fjárhagsáætlun 2020
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2020.

2.Viðbrögð sveitarfélagsins vegna covid-19 veirunnar

2003158

Viðbrögð og aðgerðir v. Covid 19 rædd.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auka viðhald um 20 milljónir í viðhald sem skiptist jafnt í viðhald á gagnstéttum, götum og grænum svæðum annars vegar og viðhald húsnæðis hins vegar. Enn fremur er lagt til að fjárfestingar verði auknar um 10 milljónir, sem annars vegar fer í fegrun nýja miðbæjarins og leikvelli sveitarfélagsins. Byggðaráð felur sveitarstjóra að færa breytingarnar inn í viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

3.Ljósleiðari í Borgarbyggð - Framkvæmdir 2020

2001118

Guðmundur Daníelsson mætir á fundinn og fer yfir stöðu ljósleiðaraverkefnisins og framkvæmdaáætlun en framkvæmdir eru að hefjast að nýju. Upplýsingar um stöðu framkvæmda eru komnar inn á ljosborg.is

4.Staða vinnumarkaðar á Vesturlandi - minnisblað

2005034

Framlagt minnisblað um stöðu vinnumarkaðar á Vesturlandi í apríl ásamt upplýsingum um atvinnuleysi.
Lagt fram til kynningar

5.Lán frá Lánasjóði sveitarfélaga

2001103

Lögð fram tillaga um að taka 300 millj kr lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið er hluti af þeirri lántöku sem er á fjárhagsáætlun ársins 2020.
Byggðaráð samþykkir að sótt sé um 300 millj. kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem er í samræmi við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020 til að bregðast við útgjöldum vegna framkvæmda.

6.Samstarfsbeiðni - Plan B

2004174

Framlögð beiðni Plan-B um stuðning og samstarf
Í beiðninni er sett fram ósk um stuðning sem samsvarar kostnaði við eitt stöðugildi á ársgrundvelli auk annars stuðnings. Ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar árið 2020. Byggðarráð vill, hér eftir sem hingað til, styðja við hátíðina í samstarfi við skipuleggjendur. Atvinnu-, markaðs- og menningarmál er að vinna uppfærslu að menningarstefnu sveitarfélagsins og úthlutun styrkja til menningarmála. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd.

7.Samstarfshópur um flutningskerfi raforku - tilnefning

2004167

Framlagt erindi Landsnets hf. um að Borgarbyggð skipi fulltrúa í starfshóp um flutningskerfi raforku.
Byggðaráð leggur til að Davíð Sigurðsson, Guðmundur Kristbergsson og starfsmaður af umhverfis - og skipulagssviði verði fulltrúar Borgarbyggðar í starfshóp um flutningskerfi raforku.

8.Tæming rotþróa Útboð 2020

2005025

Minnisblað um útboð vegna rotþróartæmingar eftir 2020 framlagt.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að semja við Ríkiskaup um framkvæmd útboðs vegna rotþróartæmingar frá og með 1. janúar 2021.

9.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla

2001144

Framlögð drög að uppfærðri húsnæðisáætlun Borgarbyggðar
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram í uppfærslu húsnæðisáætlunar og boða til vinnufundar sveitarstjórnar vegna uppbyggingar í sveitarfélaginu 28. maí n.k.

10.Bréf HeV - starfslok framkvæmdastjóra

2005027

Framlagt bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands þar sem hann tilkynnir um starfslok sín eftir 36 ára starf og þakkar samstarfið.
Byggðaráð þakkar Helga Helgasyni, fráfarandi framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, kærlega fyrir samstarfið síðustu áratugi og óskar honum velfarnaðar.

11.Hátíðir í sumar og 17. júní

2005024

Framlagður póstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga f.h. almannavarna varðandi hátíðir í sumar og 17. júní.
Lagt fram til kynningar.

12.Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingafulltrúa

2002081

Gjaldskrá byggingarfulltrúa tekin til umræðu
Samþykkt að málið verði rætt á vinnufundi sveitarstjórnar.

13.Framkvæmdastyrkur til íþrótta- og tómstundafélaga 2020

2004135

Úthlutun framkvæmdastyrkja
Kostnaðaráætlun þeirra 10 styrkhæfra verkefna sem sótt er um styrk til er kr. 17.416.130.- Til úthlutunar eru 4 millj. kr.
Byggðarráð samþykkir að úthluta til eftirfarandi félaga.
Hestamannafélagið Borgfirðingur, til fjögurra verkefna, kr. 1.021.100.-
Umf. Íslendingur til eins verkefnis kr. 1.098.250.-
Umf. Reykdæla til eins verkefnis kr. 370.783.-
Golfklúbbur Borgarness til þriggja verkefna kr. 848.477.-
Golfklúbburinn Glanni til eins verkefnis kr. 667.000.-

Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun
"Undirrituð telur nauðsynlegt að til að framkvæmdastyrkir nýtist félögum sem best verði byggðarráð að taka ákvörðun um að forgangsraða verkefnum í umsóknum hverju sinni. Með því að dreifa þeim 4 milljónum sem eru til ráðstöfunar á árinu til úthlutunar á allar umsóknir sem berast inn telur undirrituð að fjármagnið muni ekki nýtast vel. Undirrituð telur að sama skapi 4 milljónir til framkvæmdastyrkja á ári vera of lága upphæð."

14.Frá nefndasviði Alþingis - 715. mál til umsagnar (uppfært)

2004166

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.), 715. mál.

15.Fagráð slökkviliðs Borgarbyggðar - fundargerðir 2020

2001074

Framlögð fundargerð 9. fundar fagráðs Slökkviliðs Borgarbyggðar frá 4. maí 2020.

Fundi slitið - kl. 12:16.