Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

526. fundur 20. maí 2020 kl. 08:15 - 10:25 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Aðstaða í Borgarneshöfn_bréf

2005124

Framlagt bréf Evu Eðvarsdóttur um aðstöðu í Borgarneshöfn
“Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um svæði Faxaflóahafna í Brákarey. Nefndin óskar eftir að farið verði í vinnu með fulltrúum Faxaflóahafna er varðar framtíðarsýn á svæðinu, m.t.t. afþreyingu sem tengist aðstöðu fyrir frístundir.
Einnig að tryggt verið aðgengi smábáta og að þeir geti lagst upp að bryggju með öruggum hætti.?

Byggðarráð þakkar bréfritara erindið og vísar til bókunar 11. fundar skipulags- og bygginganefndar þar sem óskað er eftir að farið verði í vinnu með fulltrúum Faxaflóahafna er varðar framtíðarsýn í Brákarey m.t.t. afþreyingar sem tengist aðstöðu fyrir frístundir og smábáta. Byggðaráð vísar bréfinu til þessa samtals.

2.Ljósleiðari Borgarbyggðar ehf - stofnskjöl

1912001

Framkvæmdastjóri og prókúruhafi fyrir Ljósleiðara Borgarbyggðar ehf. tilnefndir.
Byggðarráð samþykkir að Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri, gegni starfi framkvæmdastjóra Ljósleiðara Borgarbyggðar ehf. og verði einnig prókúruhafi félagsins.

3.Rýnihópur v. verðmats OR

2004072

Umræður um rýnihóp v. verðmats
Rætt um vinnu sem hafin er varðandi gjaldskrár Orkuveitu Reykjavíkur á þeirri starfsemi sem rekin er í Borgarbyggð. Vinnan er að frumkvæði Borgarbyggðar og hefur verið óskað eftir nánari útfærslu á hvað það sé sem ræða þarf.

Byggðarráð Borgarbyggðar óskar eftir því að lagt verði mat á hvaða áhrif það muni hafa á eignarhluta hvers eigenda fyrir sig í Orkuveitu Reykjavíkur ef gjaldskrár fráveitu og vatnsveitu í Borgarbyggð, Akranesi og Reykjavík verði samræmdar og sama gjald gildi á öllu svæðinu.

4.Stefna í málefnum fatlaðra

2005194

Umræður um stefnu í málefnum fatlaðra
Byggðarráð vísar erindinu til velferðarnefndar og felur nefndinni að gera tillögu að stefnu í málefnum fatlaðra.

5.Verkefnið Fjárfest í flygli _ bréf

2005057

Framlagt erindi vegna verkefnisins "Fjárfest í flygli" fyrir menningarsalinn í Hjálmakletti.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2021.

6.Húsnæði Slökkviliðs Borgarbyggðar - minnisblað

2005111

Minnisblað slökkviliðs - og varaslökkviliðsstjóra um húsnæðismál Slökkviliðs Borgarbyggðar lagt fram.
Byggðarráð þakkar erindið og felur fagráði Slökkviliðs Borgarbyggðar að forgangsraða þeim verkþáttum sem þarf að bregðast við og vísar til vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar.

7.Aðalfundur SSV og tengdra félaga

2005168

FRamlagt fundarboð á aðalfund SSV og tengdra félaga sem haldinn verður á Hótel Hamri þann 15. júní 2020
Á 173. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 5. júlí 2018, voru eftirfarandi aðilar kosnir fulltrúar á aðalfundi SSV:

Aðalmenn: Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Gunnlaugur Júlíusson
Varamenn: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, María Júlía Jónsdóttir, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson, Eiríkur Ólafsson

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að Þórdís Sif Sigurðardóttir verði kosin aðalmaður í stað Gunnlaugs Júlíussonar og Logi Sigurðsson verði kosinn varamaður í stað Maríu Júlíu Jónsdótttur.

Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfund SSV og tengdra félaga eru kosnir aðalmenn eða varamenn þeirra.

8.Tjaldsvæði á Kárastaðalandi _Áskorun

2005150

Framlögð áskorun frá UMSB varðandi framkvæmdir á tjaldsvæði í Kárastaðalandi
Byggðaráð felur sveitarstjóra að kanna möguleika á því að verða við beiðni um undierbúning tjaldsvæðis.

9.Aðalfundur Veiðifélagsins Hvítár 20.5.2020

2005077

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítár sem haldinn verður 20.5.2020
Byggðarráð felur Davíð Sigurðssyni að mæta til aðalfundar veiðifélagsins fyrir hönd sveitarfélagsins og fara með atkvæði þess.

10.Umsókn um svæði fyrir tjaldsvæði

2005173

Framlögð umsókn Ámunda Sigurðssonar um svæði undir tjaldsvæði
Byggðarráð hafnar erindinu á grundvelli þess að starfsemin samræmist ekki gildandi skipulagi.
Magnús Smári Snorrason fór af fundi kl. 9:45.

11.Kveldúlfsgata 28 - íbúð 0203 - kauptilboð

2005167

Framlagt kauptilboð í íbúð 0203 á Kveldúlfsgötu 28
Byggðarráð samþykkir að gera gagntilboð sem hljóðar upp á 12,3 millj. kr. í fasteignina að Kveldúlfsgötu 28, íbúð 0203.

12.Ársreikningur Hafnasambands Íslands

2005169

Framlagður ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2019 til kynningar

13.Bréf eftirlitsnefndar til sveitarstjórna

2005196

Framlagt bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórna.
Lagt fram til kynningar.

14.Gagnstefna v. afréttarland Króks

1710085

Framlagt leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar Landsréttardóms í s.k. Króksmáli.
Lagt fram til kynningar.

15.Stuðningur við fráveituframkvæmdir - drög að umsögn

2005166

Framlögð umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um stuðning við fráveituframkvæmdir.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá nefndasviði Alþingis - 662. mál til umsagnar (leiðrétt)

2005075

Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
Lagt fram til kynningar

17.Frá nefndasviði Alþingis - 775. mál - fjarskipti

2005165

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.
Lagt fram til kynningar

18.Fundargerð 883. fundar stjórnar sambandsins

2005099

Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga framlögð.
Lagt fram til kynningar

19.Fundargerd_422_hafnasamband

2005100

Fundargerd 422. fundar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar

20.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð fundargerð 19. fundar byggingarnefndar Leikskólans Hnoðrabóls
Lagt fram til kynningar.

21.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð 17. fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt að fá byggingarstjóra og formann byggingarnefndar á fund byggðarráðs í næstu viku.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 10:25.