Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Húsnæðisframlag 2021 - erindi
2006067
Lagt fram erindi frá stjórn Brákarhlíðar um húsnæðisframlag á árinu 2021.
Byggðaráð tekur jákvætt í beiðnina um húsnæðisframlag á árinu 2021 og vísar til fjárhagsáætlunar 2021
2.Kárastaðaland lnr. 210317 - Tilboð
1901023
Borgarverk lagði fram kauptilboð í hús og landspildu á Kárastöðum í desember 2018. Nú er búið að breyta skipulagi á svæðinu.
Byggðaráð samþykkir framkomið kauptilboð og felur sveitarstjóra að undirrita kauptilboðið, f.h. Borgarbyggðar og önnur þau skjöl sem til þarf.
3.Samningur um brunavarnir við Eyja - og Miklaholtshrepp - endurskoðun
1908226
Lagður fram samningur við Eyja- og Miklaholtshrepp um brunavarnir
Byggðaráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h. Borgarbyggðar.
4.Könnun á byggingu nemendagarða
2006121
Lögð fram drög að samningi milli Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um gerð viðskiptaáætlunar fyrir heimavist MB
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
5.Afréttargirðingar
1908188
Sveitarstjórn vísaði svohljóðandi afgreiðslu fjallskilanefndar Borgarbyggðar til byggðarráðs.
"Fjallskilanefnd Borgarbyggðar beinir því til sveitarstjórnar að leggja fjármagn á þessu ári í viðhald og nýgirðingar á afréttamörkum í sveitarfélaginu. Ljóst er skv. bókun hér að ofan, að mikil þörf er á vinna í þessum málum."
Bókun fjallskilanefndar Borgarbyggðar í þeirri bókun sem vísað er til er eftirfarandi:
"Á 56. fundi sínum þann 26.11.2019, óskaði Fjallskilanefnd Þverárréttar eftir því við sveitarstjórn að fjármagni væri veitt til endurbóta á þeim hluta afréttargirðingar sem lélegur er og hrindi svo í framkvæmd 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 hvað varðar flutning í afrétt að vori. Sveitarstjórn vísaði málinu til byggðaráðs til umfjöllunar á 192. fundi sínum þann 12.12.2019. Byggðaráð fjallaði um málið á 510. fundi sínum þann 19.12.2019 og vísaði þá erindinu til fjallskilanefndar Borgarbyggðar. Nefndinni er falið að kanna hvort hægt er að virkja ákvæði 6. gr. fjallskilasamþykktar 638/2015 á tilteknum svæðum.
Fjallskilanefnd telur óframkvæmanlegt að skylda fjáreigendur til að fara með fé í afrétt, sbr. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 vegna þess að afréttir eru ekki að fullu afgirtir.
Nefndin telur ekki hægt að beita þeirri reglu á tilteknum svæðum sérstaklega, enda girðingar víða ekki í viðunandi ástandi.
Ef skyldað yrði til upprekstrar, bæri sveitarfélagið ábyrgð á eftirfylgni og yrði að sjá um smölun á öllu fé í heimalöndum með tilheyrandi kostnaði.
Nefndin beinir þeim tilmælum til sauðfjáreigenda sem afréttarnot hafa, að þeir flytji fé sitt í afrétt. Sé þess ekki kostur, þá sé reynt eftir bestu getu að sjá til þess að því fé sé haldið í heimahögum."
"Fjallskilanefnd Borgarbyggðar beinir því til sveitarstjórnar að leggja fjármagn á þessu ári í viðhald og nýgirðingar á afréttamörkum í sveitarfélaginu. Ljóst er skv. bókun hér að ofan, að mikil þörf er á vinna í þessum málum."
Bókun fjallskilanefndar Borgarbyggðar í þeirri bókun sem vísað er til er eftirfarandi:
"Á 56. fundi sínum þann 26.11.2019, óskaði Fjallskilanefnd Þverárréttar eftir því við sveitarstjórn að fjármagni væri veitt til endurbóta á þeim hluta afréttargirðingar sem lélegur er og hrindi svo í framkvæmd 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 hvað varðar flutning í afrétt að vori. Sveitarstjórn vísaði málinu til byggðaráðs til umfjöllunar á 192. fundi sínum þann 12.12.2019. Byggðaráð fjallaði um málið á 510. fundi sínum þann 19.12.2019 og vísaði þá erindinu til fjallskilanefndar Borgarbyggðar. Nefndinni er falið að kanna hvort hægt er að virkja ákvæði 6. gr. fjallskilasamþykktar 638/2015 á tilteknum svæðum.
Fjallskilanefnd telur óframkvæmanlegt að skylda fjáreigendur til að fara með fé í afrétt, sbr. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 vegna þess að afréttir eru ekki að fullu afgirtir.
Nefndin telur ekki hægt að beita þeirri reglu á tilteknum svæðum sérstaklega, enda girðingar víða ekki í viðunandi ástandi.
Ef skyldað yrði til upprekstrar, bæri sveitarfélagið ábyrgð á eftirfylgni og yrði að sjá um smölun á öllu fé í heimalöndum með tilheyrandi kostnaði.
Nefndin beinir þeim tilmælum til sauðfjáreigenda sem afréttarnot hafa, að þeir flytji fé sitt í afrétt. Sé þess ekki kostur, þá sé reynt eftir bestu getu að sjá til þess að því fé sé haldið í heimahögum."
Byggðaráð hafnar að auka fjárframlag í uppbyggingu og viðhald girðinga á afréttarmörkum sveitarfélagsins.
6.Skylda til upprekstrar á afrétt Þverárréttar
1911056
Sveitarstjórn vísaði svohljóðandi afgreiðslu fjallskilanefndar Borgarbyggðar til bygðarráðs.
"Á 56. fundi sínum þann 26.11.2019, óskaði Fjallskilanefnd Þverárréttar eftir því við sveitarstjórn að fjármagni væri veitt til endurbóta á þeim hluta afréttargirðingar sem lélegur er og hrindi svo í framkvæmd 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 hvað varðar flutning í afrétt að vori. Sveitarstjórn vísaði málinu til byggðaráðs til umfjöllunar á 192. fundi sínum þann 12.12.2019. Byggðaráð fjallaði um málið á 510. fundi sínum þann 19.12.2019 og vísaði þá erindinu til fjallskilanefndar Borgarbyggðar. Nefndinni er falið að kanna hvort hægt er að virkja ákvæði 6. gr. fjallskilasamþykktar 638/2015 á tilteknum svæðum."
Fjallskilanefnd telur óframkvæmanlegt að skylda fjáreigendur til að fara með fé í afrétt, sbr. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 vegna þess að afréttir eru ekki að fullu afgirtir.
Nefndin telur ekki hægt að beita þeirri reglu á tilteknum svæðum sérstaklega, enda girðingar víða ekki í viðunandi ástandi.
Ef skyldað yrði til upprekstrar, bæri sveitarfélagið ábyrgð á eftirfylgni og yrði að sjá um smölun á öllu fé í heimalöndum með tilheyrandi kostnaði.
Nefndin beinir þeim tilmælum til sauðfjáreigenda sem afréttarnot hafa, að þeir flytji fé sitt í afrétt. Sé þess ekki kostur, þá sé reynt eftir bestu getu að sjá til þess að því fé sé haldið í heimahögum."
"Á 56. fundi sínum þann 26.11.2019, óskaði Fjallskilanefnd Þverárréttar eftir því við sveitarstjórn að fjármagni væri veitt til endurbóta á þeim hluta afréttargirðingar sem lélegur er og hrindi svo í framkvæmd 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 hvað varðar flutning í afrétt að vori. Sveitarstjórn vísaði málinu til byggðaráðs til umfjöllunar á 192. fundi sínum þann 12.12.2019. Byggðaráð fjallaði um málið á 510. fundi sínum þann 19.12.2019 og vísaði þá erindinu til fjallskilanefndar Borgarbyggðar. Nefndinni er falið að kanna hvort hægt er að virkja ákvæði 6. gr. fjallskilasamþykktar 638/2015 á tilteknum svæðum."
Fjallskilanefnd telur óframkvæmanlegt að skylda fjáreigendur til að fara með fé í afrétt, sbr. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 vegna þess að afréttir eru ekki að fullu afgirtir.
Nefndin telur ekki hægt að beita þeirri reglu á tilteknum svæðum sérstaklega, enda girðingar víða ekki í viðunandi ástandi.
Ef skyldað yrði til upprekstrar, bæri sveitarfélagið ábyrgð á eftirfylgni og yrði að sjá um smölun á öllu fé í heimalöndum með tilheyrandi kostnaði.
Nefndin beinir þeim tilmælum til sauðfjáreigenda sem afréttarnot hafa, að þeir flytji fé sitt í afrétt. Sé þess ekki kostur, þá sé reynt eftir bestu getu að sjá til þess að því fé sé haldið í heimahögum."
Byggðaráð staðfestir niðurstöðu fjallskilanefndar að óframkvæmanlegt sé að skylda fjáreigendur til að fara með fé í afrétt.
7.Snældubeinsstaðir - íbúabyggð
2003153
Lagt fram erindi um leigu á landi fyrir íbúðabyggð í landi Snældubeinsstaða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu
8.Átak í fráveitumálum - upplýsingar til sveitarstjórna
2006036
Framlagt til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samorku, dags. 2. júní 2020, um átak í fráveitumálum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
9.Útboð á snjómokstri 2020
2006117
Lagðar fram tillögur að útboðsgögnum vegna snjómoksturs í Borgarnesi.
Byggðaráð samþykkir að skipulags- og umhverfissvið bjóði út snjómokstur í Borgarnesi í samræmi við framkomin útboðsgögn.
10.Ósk um stækkun lóðar_Mávaklettur 15
2006108
Lögð fram beiðni um stækkun lóðar að Mávakletti 15 í Borgarnesi
Umhverfis- og skipulagssvið gerir ekki athugasemd við að neðangreind landareign verði stækkuð. Stangast hún ekki á við gildandi aðalskipulag og fordæmi er fyrir slíkri lóðastækkun í götunni - Mávaklettur 1. Umhverfis- og skipulagssvið leggur til að byggðarráð samþykki málið.
Umhverfis- og skipulagssvið gerir ekki athugasemd við að neðangreind landareign verði stækkuð. Stangast hún ekki á við gildandi aðalskipulag og fordæmi er fyrir slíkri lóðastækkun í götunni - Mávaklettur 1. Umhverfis- og skipulagssvið leggur til að byggðarráð samþykki málið.
Byggðaráð samþykkir beiðni um stækkun lóðar að Mávakletti 15 í Borgarnesi og felur sveitarstjóra að ganga frá lóðaleigusamningi.
11.Lögreglusamþykkt fyrir Vesturland - tillaga
1805135
Tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Vesturland var vísað til byggðarrráðs af 199. fundi sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að endurskoðun samþykkta Borgarbyggðar um dýrahald. Málið er einnig á dagskrá fundar umhverfis- og landbúnaðarnefndar sem haldinn verður síðar í dag.
12.Aðalfundur Vindás ehf 01.07.2020
2006103
Lagt fram fundarboð á aðalfund Reiðhallarinnar Vindás ehf. sem haldinn verður 1. júlí 2020 kl. 15:00.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Borgarbyggðar og fara með atkvæði þess.
13.Forsetakosningar 2020 - undirbúningur
2004064
Lagt er fram bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 9. júní 2020, með leiðbeiningum um meðferð kjörskrárstofna vegna forsetakosninga sem fram fara 27. júní 2020.
Lögð fram kjörskrá Borgarbyggðar. Á kjörskrá eru 2.579 kjósendur.
Byggðarráð samþykkir kjörskrána.
Byggðarráð samþykkir kjörskrána.
14.Skólalausn Advania fyrir Frístund
2006125
Lögð fram beiðni sviðsstjóra fjölskyldusviðs um innleiðingu á Skólalausn Advania fyrir Frístund
Byggðarráð samþykkti beiðnina enda rúmast kostnaður innan fjárhagsáætlunar.
15.Niðurrif bragga við Egilsholt
2006116
Rætt um niðurrif á bröggum við Egilsholt í Borgarnesi sem Borgarbyggð keypti af Kaupfélagi Borgfirðinga.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir aðila til að fjarlægja braggana í Bjargslandi gegn því að eignast það efni sem rifið er niður.
16.Ferlagreining
1811144
Rætt um stöðu mála við ferlagreiningu
Sveitarstjóri greindi frá þeirri vinnu sem fram hefur farið í tengslum við úttekt Capacent á stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Framundan er fundur með ráðgjafa og áframhaldandi vinna við úrbætur í stjórnsýslu.
Framundan er fundur með ráðgjafa og áframhaldandi vinna við úrbætur í stjórnsýslu.
17.Skógarbrekkur 4 lnr.188642 - Umsókn um byggingarleyfi, frístundahús
2003045
Á 199. fundi sveitarstjórnar var grenndarkynning vegna Skógarbrekku 4 samþykkt. Óskað hefur verið eftir að gefið verði út byggingarleyfi fyrir byggingu á lóðinni.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir byggingu á lóðinni.
18.Egilsgata 6 lnr.135598 - byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn
2003043
Á 199. fundi sveitarstjórnar var grenndarkynning vegna Egilsgötu 6 samþykkt. Óskað hefur verið eftir að gefið verði út byggingarleyfi fyrir breytingar á húsinu.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir breytingum á húsinu.
19.Beitarsamningur_Hamarsland 2020
2006034
Framlögð drög vinnuhóps um landspildur að nýjum beitarsamningi við Hestamannafélagið Borgfirðing.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við formann vinnuhópsins um tillögur að breytingum á 2. og 3. gr. samningsins sem og 10. gr. sem er um gildistíma samningsins og leggja aftur fyrir byggðaráð.
20.Skógar í Flókadal, skógrækt. Framkvæmdarleyfi
2006122
Framlögð umsókn Midran ehf, um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Skógar í Flókadal. Umhverfis- og skipulagssvið gerir ekki athugasemd við að framkvæmdaleyfi verði veitt. Fyrirhuguð framkvæmd stangast ekki á við gildandi aðalskipulag. Umhverfis- og skipulagssvið leggur til að byggðarráð samþykki framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að jákvæð umögn Minjastofnunar Íslands liggi fyrir.
Fyrirhugað skógræktarland á Skógum í Flókadal (alls um 30 ha) er allt innan jarðarmarka og eru að lágmarki 20 m frá merkjagirðingu milli Skóga og Brúsholts. Tillagan gerir ráð fyrir ræktun fjölnytjaskóg á 4 ha svæðis og hins vegar ræktun landgræðsluskóga á rýrari hlutum landsins 26 ha. Ræktunaráætlanir munu taka mið af þessum mismunandi markmiðum og einnig hugsanlegum úrtökum vegna votlendis eða annarra atriða sem taka þarf tillit til samkv. lögum. Landið er þegar friðað fyrir beit.
Byggðarráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi.
Byggðarráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi.
21.Uppsögn á starfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs
2006135
Lögð fram uppsögn Önnu Magneu Hreinsdóttur á starfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Byggðarráð þakkar Önnu Magneu fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að gera verðkönnun hjá ráðningarstofum til að halda utan um fyrirhugað ráðningarferli.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að gera verðkönnun hjá ráðningarstofum til að halda utan um fyrirhugað ráðningarferli.
22.Vinnuhópur um landspildur
2003047
Lögð fram fundargerð 2. fundar vinnuhóps um landspildur í landi Hamars.
23.Fundargerd_422_423_hafnasamband
2006092
Lagðar fram fundargerðir Hafnasambands Íslæands nr. 422 og 423.
Fundi slitið - kl. 10:40.