Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

531. fundur 09. júlí 2020 kl. 08:15 - 11:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá
Guðveig var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Lögð fram gögn vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Enn er mikil óvissa um tekjustofna sveitarfélagsins á næsta ári. Fyrir liggur að greiðslur úr Jöfnunarsjóði muni lækka sem hefur mikil áhrif á vinnu við fjárhagsáætlun.

2.Ályktun um slökkviliðsmál

2006199

Lögð fram ályktun frá Neista, félagi slökkviliðsmanna í Borgarbyggð.
Byggðaráð þiggur boð um fund með stjórn Neista og forsvarsmönnum slökkviliðsins, að öðru leiti er erindinu vísað til Fagráðs Slökkviliðs Borgarbyggðar.
Fylgiskjöl:

3.Slökkvilið Borgarbyggðar - minnisblað

2007047

Lögð fram minnisblöð slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra varðandi forgangsröðun verkefna hjá slökkviliðinu.
Byggðaráð vísar erindinu til Fagráðs Slökkviliðs Borgarbyggðar og fjárhagsáætlunargerðar 2021.

4.Kleppjárnsbraut 1 - ósk um breytingu á lóðamörkum

2005213

Rætt um beiðni um stækkun lóðar við Kleppjárnsbraut 1.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefnd og óskar eftir tillögum frá nefndinni um breytingu á lóðinni.

5.Byggðalína - kynningargögn

2006209

Lögð fram gögn frá fundi Landsnets þann 23. júní um byggðalínu.
Lagt fram til kynningar.

6.Ísland ljóstengt - samningur 2019

1903143

Lagður fram viðaukasamningur við samning við Fjarskiptasjóð 2019.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hvítársíðuvegur (523-03)

2007040

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu Hvítársíðuvegar (523-03).
Byggðaráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.

8.Aukning urðunar í Fíflholtum - beiðni um umsögn

1905008

Rætt um beiðni um umsögn sveitarfélagsins um frummatsskýrslu Sorpurðunar Vesturlands vegna aukningar á urðun sorps í landi Fíflholta.
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra á umhverfis- og skipulagssviði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fresti til að skila umsögn um skýrsluna. Samþykkt að vísa skýrslunni til umfjöllunar í umhverfis- og landbúnaðarnefnd sveitarfélagsins.

9.Hlíðartúnshúsin

2007046

Lagt fram minnisblað forstöðukonu Safnahúss Borgarfjarðar um framkvæmdir við Hlíðartúnshúsin á árinu 2020.
Byggðaráð samþykkir verkefnið og felur sveitarstjóra að gera ráðstafanir til að fjármagna framkvæmdirnar við Hlíðartúnshúsin á árinu 2020.

10.Tilnefning í matsnefnd skv. 7.gr. laga nr. 135-2001

2006200

Lagt fram erindi Stefáns J. K. Jeppesen á Grjóteyri um að sveitarfélagið tilnefni einn aðila í matsnefnd um girðingarmál sbr. 7. gr. girðingarlaga nr. 135/2001.
Byggðarráð samþykkir að fela Davíð Sigurðssyni að sitja í matsnefndinni fyrir hönd sveitarfélagsins.

11.Barnvænt samfélag - vinnuhópur

1911117

Lögð fram fundargerð 1. fundar stýrihóps um barnvænt samfélag dags. 23.6.2020 ásamt kynningarefni.
Lagt fram til kynningar.

12.Starfshlutfall leiðsagnarkennara

2006198

Lagt fram erindi frá Uglukletti og Andabæ um hækkun stöðuhlutfalla vegna leiðsagnarkennara.
Byggðarráð samþykkir beiðnina enda rúmast hún innan fjárhagsáætlunar ársins.

13.Umsókn um námsleyfi

2007013

Lögð fram umsókn leikstjórastjóra Uglukletts um 4 mánaða launað námsleyfi í haust.
Á fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar sem haldinn var 16. apríl 2020 voru samþykktar reglur um styrki til starfsmanna í skólum Borgarbyggðar. Í reglunum kemur fram að skólastjórnendur sem sækja framhaldsnám hafi sveigjanlegan vinnutíma en óskerta vinnuskyldu. Byggðaráð tekur fagnandi þegar starfsmenn á skólasviði sækja nám en telur m.t.t. jafnræðisreglunnar og framangreindra reglna sig ekki geta samþykkt umbeðið námsleyfi.

14.Markaðsstefnumótun

1910028

Sveitarstjóri leggur til við byggðaráð að tilnefna í stýrihóp um markaðsstefnumótun.
Byggðaráð skipar Lilju Björg Ágústsdóttur, Guðveigu Lind Eyglóardóttur, Þórdísi Sif Sigurðardóttur, Maríu Neves og Harald Daða Ragnarsson í stýrihópinn.

15.Mannauðskerfi

2007035

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra varðandi kaup á mannauðskerfi fyrir Borgarbyggð
Á fundinn mætti Arndís Guðmundsdóttir launafulltrúi til viðræðna um málið.
Byggðarráð samþykkir að kerfið verði keypt enda rúmast kaupin innan fjárhagsáætlunar ársins.

16.Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja - fundargerðir

1906201

Lagður fram tölvupóstur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs ásamt áætlun Vegagerðarinnar um kostnað við jarðvegsborun við íþróttahúsið í Borgarnesi til að kanna jarðvegsdýpt
Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðarráðs og óskað eftir frekari útskýringum á málinu.

17.Málefni Hugheima

2007049

Rætt um málefni Hugheima og eflingu starfseminnar
Byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við SSV og stjórn Hugheima um eflingu Hugheima og nýsköpunar í atvinnumálum Borgarbyggðar.

18.Lögreglusamþykkt fyrir Vesturland - tillaga

1805135

Lögð fram tillaga að lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
Byggðaráð frestar afgreiðslu á lögreglusamþykkt fyrir Vesturland þar sem skýra þarf samþykktir um dýrahald í Borgarbyggð.

19.Rýni stjórnskipulags sveitarfélagsins

2007048

Rætt um rýni á stjórnskipulag sveitarfélagsins og lagt fram minnisblað um aðkomu ráðgjafa að verkefninu.
Byggðarráð samþykkir að fara í verkefni við rýni á stjórnskipulag sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við verkefnið ef þess gerist þörf. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir lok ágúst.

20.Könnun á kjörum sveitarstjórnarfólks

2007050

Lögð fram könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarfólks og framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Viðmiðunarárið er 2019.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að skoða starfsskilyrði sveitarstjórnarfólks í sveitarfélaginu.

21.Boðun á Hafnasambandsþing 2020

2007037

Lagt fram boð á hafnasambandsþing 2020 sem haldið verður í Ólafsvík 24. og 25. september n.k.
Lagt fram til kynningar.

22.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Lögð fram fundargerð 20. fundar byggingarnefndar Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum frá 2. júní.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerð Faxaflóahafna sf. - fundur nr. 195

2007006

Lögð fram fundargerð 195. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. sem haldinn var 29.06 2020.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

24.Aðalfundur Vindás ehf 01.07.2020

2006103

Lögð fram fundargerð aðalfundar Reiðhallarinnar Vindás ehf sem haldinn var 01.07.2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.