Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

532. fundur 23. júlí 2020 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Beiðni um húsnæði - Hérumbilsafn Gunna Jóns

2007111

Lagður er fram tölvupóstur Gunnars Jónssonar, safnstjóra Hérumbilsafns Gunna Jóns, dags. 12. júli sl., þar sem óskað er eftir húsnæði til leigu fyrir safnið í Brákarey.
Eins og staðan er í dag er ekkert laust húsnæði í Brákarey í eigu Borgarbyggðar og því hafnar byggðarráð erindinu.

2.Aukning urðunar í Fíflholtum - beiðni um umsögn

1905008

Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn sveitarfélagsins við frummatsskýrslu Sorpurðunar Vesturlands vegna aukningar á urðun sorps í landi Fíflholta tekin fyrir að nýju.
Byggðarráð Borgarbyggðar leggst almennt gegn aukinni urðun, enda markvisst unnið að því að draga úr urðun meðal íbúa sveitarfélgsins. Það samræmist því ekki framtíðaráformum stjórnvalda í úrgangsmálum eða stefnumörkun sveitarfélagsins að auka urðun úrgangs í Fíflholtum.

Í minnisblaði gerir byggðarráð athugasemdir við framlagða frummatsskýrslu m.a. varðandi mengun vegna foks, meindýra og áhrifa á nærumhverfi.

3.Beiðni um styrk til brunavarna í sumarhúsahverfi Stóra-Fjalls og Túns í Borgarfirði

2007038

Lögð fram beiðni Sumarhúsafélagsins Húsaborgar og landeigenda um styrk til brunavarna í sumarhúsahverfi í landi Stóra-Fjalls og Túns í Borgarbyggð
Erindið hefur verið lagt fyrir fagráð slökkviliðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð fagnar framtaki sumarhúsafélagsins og landeigenda en telur það ekki hlutverk sveitarfélagsins að taka fjárhagslegan þátt í verkefninu.

4.Háskólinn á Bifröst - elstu hús friðlýsing

2007004

Lögð eru fram bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 25. júní sl., og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 21. maí sl., þar sem tilkynnt er að friðlýst hafa verið elstu hús skólabyggingar Samvinnuskólans á Bifröst.
Byggðarráð óskar Háskólanum á Bifröst til hamingju með friðlýsingu húsanna.

5.Ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs

2006180

Rætt um ráðningu sviðsstjóra fjölskyldusviðs
Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri tengdist fundinum í gegnum fjarfundakerfi og kynnti umsóknir sem borist hafa um starfið.

6.Starf skipulagsfulltrúa

2007125

Rætt um starf skipulagsfulltrúa sem auglýst var fyrir skömmu.
Ákveðið hefur verið að falla frá ráðningu skipulagsfulltrúa í Borgarbyggð að svo stöddu. Ástæðan er sú að ákveðið hefur verið að láta rýna stjórnskipulag sveitarfélagsins og skoðað skipurit með heildstæðum hætti áður en ráðist verður í ráðningar.
Byggðarráð samþykkir að Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri gegni störfum skipulagsfulltrúa á meðan.

7.Fasteignamat 2021

2007005

Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands ásamt upplýsingum um fasteignamat 2021
Fasteignamat í Borgarbyggð í heild hækkar um 2,3% á milli áranna 2020 og 2021. Mat á íbúðarhúsnæði hækkar um 4,6%.

8.Ystutungugirðing -bréf um að samningar séu uppfylltir

2007115

Lagt fram erindi Sigrúnu Ásu Sturludóttur og Þórs Gunnarssonar á Laxfossi varðandi Ystutungugirðingu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og verkefnisstjóra á umhverfis- og skipulagssviði að ræða við bréfritara og fulltrúa Skógræktarfélags Borgarfjarðar.

9.Tilkynning um skemmda brú yfir Geirsá við Runna í Borgarfirði

2007109

Lögð fram tilkynning um skemmd á brúnni yfir Geirsá
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna hvert sé hlutverk sveitarfélagsins í þessum efnum.
Byggðarráð vísar erindinu umfjöllunar í skipulags- og bygginganefnd.

10.Beiðni um niðurfellingu leigugreiðslna fyrir Brúarás

2007060

Lögð fram beiðni Brúarás ehf um lækkun á húsaleigu í Brúarási.
Í ljósi þess að leiga hússins er mjög lág og gerir ekki meira en að greiða fasteignagjöld og iðgjöld brunatrygginga telur byggðarráð í ljósi jafnræðissjónarmiða ekki rétt að fella niður eða lækka húsaleigu af húsnæðinu.

11.Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands varðandi kröfu um að fjarlægja mannvirki af lóðinni Bæjargil

2007126

Lögð fram niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands í máli Sæmundar Ásgeirssonar gegn Páli Guðmundssyni varðandi niðurrif húsa á lóðinni Bæjargil.
Byggðaráð harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi fyrirkomulag bygginga á Húsafelli. Um leið áréttar það þá stefnu sem gefin er til kynna með útgáfu skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og kynnt var nýlega og miðar að því að á Húsafelli verði hér eftir sem hingað til veitt fjölbreytt þjónusta.
Mikilvægt er að eigendur lands og fasteigna komi sér saman um fyrirkomulag bygginga og tengdrar aðstöðu, með gerð deiliskipulags og hvetur byggðaráð þá til að láta á það reyna áður en núverandi fyrirkomulagi mannvirkja er breytt. Sveitarfélagið hefur boðist til að hafa frumkvæði að gerð deiliskipulagsins og það stendur enn til boða.

12.Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja - fundargerðir

1906201

Tekið fyrir erindi sem frestað var á síðasta fundi byggðarráðs og lagðar fram frekari upplýsingar frá sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs varðandi kostnað við jarðvegsboranir
Byggðarráð samþykkir að verða við beiðni um að veita 2,1 millj kr aukafjárveitingu vegan kostnaðar við jarðvegsboranir.
Erindinu er vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

13.Samanburður við fjárhagsáætlun 2020

2005289

Lagður fram samanburður við rekstraráætlun fyrstu 6 mánuði ársins 2020
Sviðsstjóri kynnti samanburðinn. Rekstrarútgjöld er í meginatriðum innan áætlunar en útsvarstekjur og greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru talsvert lægri en áætlað var.

14.Samninganefndir Sambands ísl sveitarfélaga - kjarasamningar

2007121

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt nýgerðum kjarasamningum við Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Félag stjórnenda leikskóla og Félag íslenskra hljómlistarmanna. Þá er einnig kynnt framlenging viðræðuáætlunar við Kennarasamband Íslands og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Lagt fram.

15.Kjarasamningur við Verkfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag byggingafræðinga

2007107

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi nýjan kjarasamning við Verkfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag byggingafræðinga.
Lagt fram.

16.Kjarasamningur við Félag íslenskra náttúrufræðinga

2007105

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga með kjarasamningi við Félag íslenskra náttúrufræðinga
Lagt fram.

17.Kjarasamningur við Samband stjórnendafélaga

2007106

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning við Samband stjórnendafélaga.
Lagt fram.

18.Fagráð slökkviliðs Borgarbyggðar - fundargerðir 2020

2001074

Lögð fram fundargerð fagráðs slökkviliðs Borgarbyggðar 10. júlí 2020.

19.Fundargerðir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2007120

Lagðar fram fundargerðir samstarfsnefndar SNS með stéttarfélögum

Fundi slitið - kl. 10:45.