Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
Guðveig Eyglóardóttir boðaði forföll og Davíð Sigurðsson gat ekki fyllt skarð hennar.
1.Samningur um nýtingu vatnsbóls
2007135
Lagt fram erindi Sigurðar Jakobssonar varðandi samning um nýtingu vatnsbóls í landi Varmalækjar.
Byggðaráð felur sveitarstjóri að ræða við bréfritara um framlengingu samnings um nýtingu vatnsbóls í landi Varmalækjar.
2.Fyrirspurn um húsnæði við gatnamót hjá Bröttubrekku
2007138
Lögð fram fyrirspurn frá Erni Stefánssyni um húsnæði sem stendur við gatnamót þjóðvegar 1 og vegarins um Bröttubrekku.
Borgarbyggð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram, en hluti hússins er í útleigu.
3.Umsókn um lóð
2007133
Lögð fram umsókn Karenar Mundu Jónsdóttur og Heiðars Árna Baldurssonar um lóðina Rjúpuflöt 9 á Hvanneyri.
Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
Byggðaráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Rjúpuflöt 9, Hvanneyri, til umsækjenda enda sé hún tilbúin til úthlutunar samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar.
4.Umsókn um lóð
2007146
Lögð fram umsókn Jónínu Guðrúnar Heiðarsdóttur og Baldurs Árna Björnssonar um lóðina Rjúpuflöt 10 á Hvanneyri.
Byggðaráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Rjúpuflöt 10, Hvanneyri, til umsækjenda enda sé hún tilbúin til úthlutunar samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar.
5.Ljósleiðari verkfundir
1908395
Lögð fram fundargerð verkfundar um ljósleiðara sem haldinn var 8. júlí s.l.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs
2006180
Byggðaráði kynnt mat á hæfni umsækjenda um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og næstu skref.
Umræður fóru fram.
Hlé var gert á fundinum kl. 9:00.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Hlöðver Inga Gunnarsson sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Hlé var gert á fundinum kl. 9:00.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Hlöðver Inga Gunnarsson sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Fundi slitið.