Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

533. fundur 06. ágúst 2020 kl. 08:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Guðveig Eyglóardóttir boðaði forföll og Davíð Sigurðsson gat ekki fyllt skarð hennar.

1.Samningur um nýtingu vatnsbóls

2007135

Lagt fram erindi Sigurðar Jakobssonar varðandi samning um nýtingu vatnsbóls í landi Varmalækjar.
Byggðaráð felur sveitarstjóri að ræða við bréfritara um framlengingu samnings um nýtingu vatnsbóls í landi Varmalækjar.

2.Fyrirspurn um húsnæði við gatnamót hjá Bröttubrekku

2007138

Lögð fram fyrirspurn frá Erni Stefánssyni um húsnæði sem stendur við gatnamót þjóðvegar 1 og vegarins um Bröttubrekku.
Borgarbyggð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram, en hluti hússins er í útleigu.

3.Umsókn um lóð

2007133

Lögð fram umsókn Karenar Mundu Jónsdóttur og Heiðars Árna Baldurssonar um lóðina Rjúpuflöt 9 á Hvanneyri.
Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
Byggðaráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Rjúpuflöt 9, Hvanneyri, til umsækjenda enda sé hún tilbúin til úthlutunar samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar.

4.Umsókn um lóð

2007146

Lögð fram umsókn Jónínu Guðrúnar Heiðarsdóttur og Baldurs Árna Björnssonar um lóðina Rjúpuflöt 10 á Hvanneyri.
Byggðaráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Rjúpuflöt 10, Hvanneyri, til umsækjenda enda sé hún tilbúin til úthlutunar samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar.

5.Ljósleiðari verkfundir

1908395

Lögð fram fundargerð verkfundar um ljósleiðara sem haldinn var 8. júlí s.l.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs

2006180

Byggðaráði kynnt mat á hæfni umsækjenda um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og næstu skref.
Umræður fóru fram.

Hlé var gert á fundinum kl. 9:00.

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Hlöðver Inga Gunnarsson sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Fundi slitið.