Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

534. fundur 20. ágúst 2020 kl. 08:15 - 10:25 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Tilkynning um stjórnsýslukæru nr. 75-2020

2008050

Framlögð tilkynning Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála um kæru IKAN ehf vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir Egilsgötu 6.
Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

2.Egilsgata 11 - lóðamál

2004149

Framlagt erindi og svar Borgarbyggðar v. lóðamála að Egilsgötu 11.
Lagt fram til kynningar

3.Ljósleiðari í Borgarbyggð - Framkvæmdir 2020

2001118

Guðmundur Daníelsson greinir frá stöðu ljósleiðaraverkefnis.
Guðmundur Daníelsson fer yfir stöðu ljósleiðaraverkefnisins gegn um fjarfundarbúnað. Fram kom að verkefnið er á áætlun, bæði verk - og kostnaðarlega og verklok áætluð í árslok 2021.

4.Arðgreiðslur Faxaflóahafna 2020

2008018

Framlagt bréf Faxaflóahafna hf. þar sem kynnt er arðgreiðsla til Borgarbyggðar að upphæð kr. 17.849.250.-
Lagt fram til kynningar.

5.Krafa um endurgreiðslu jarðvinnu v. fráveitu B59

2008026

Framlagt bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur dags. 4.8.2020 þar sem þess er krafist f.h. Húss & Lóða ehf. að Borgarbyggð greiði kostnað vegna jarðvinnu við frárennslislagnir við Borgarbraut 57 og 59.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að láta taka saman minnisblað um málið og vinna málið áfram.

6.Rallý Reykjavíkur - umsókn um leyfi

2008032

Framlögð umsókn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um leyfi til að fara Kaldadal í Rallý Reykjavík 3 - 5. sept.2020
Lögð fram beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur dags 5. ágúst 2020 varðandi lokun á veginum um Kaldadal þegar þar fer fram hluti keppninnar Rallý Reykjavík 3. - 5. september n.k. Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila akstur á leiðinni.

7.Niðurstöður fyrirtækjakönnunnar á Vesturlandi.

2008049

Framlögð skýrsla SSV um niðurstöður fyrirtækjakönnunar á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar og vísað til kynningar í Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd.

8.Eignarhald fjallhúsa á Arnarvatnsheiði - bréf

2008025

Framlagt bréf Snorra Jóhannessonar f.h. Sjálfseignarstofnunarinnar Ok varðandi skráningu eignarhalds skála á Arnarvatnsheiði og greiðslu fasteigna - og sorphirðugjalda.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna að því að afsala eignarhaldi sínu af skálunum til handa Sjálfseignarstofnunarinnar Ok og eignarhaldi á lóðunum undir skálunum í samræmi við ákvörðun hreppsnefnda Reykholtsdalshrepps og Hálsahrepps frá 1984.
Ennfremur að svara bréfritara varðandi sorp - og fráveitugjöld.

9.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands 7.9.2020

2008046

Framlögð tilkynning um eigendafund Sorpurðunar Vesturlands ehf. þann 7. sept. 2020.

10.Minnkandi starfshlutfall-atvinnuleysi -uppfærð gögn frá Vinnumálastofnun

2006142

Framlögð uppfærð gögn Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi.

Fundi slitið - kl. 10:25.