Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur
2006176
Framhald fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.
Umræður fóru fram um fjárhagsáætlun 2021 og það ferli sem er að hefjast. Fyrirsjáanlegt er að draga þarf úr útgjöldum stofnana. Ákveðið að boða til vinnufundar sveitarstjórnar.
2.Frystihúsið í Brákarey - framtíðarsýn
1907200
Sigursteinn Sigurðsson, Sigþóra Óðinsdóttir og Jóhannes Stefánsson mættu til fundar og kynntu hugmyndir að uppbyggingu menningarseturs í Brákarey.Byggðarráð þakkar þeim komuna og áhugaverða kynningu.
3.Minnkandi starfshlutfall-atvinnuleysi -uppfærð gögn frá Vinnumálastofnun
2006142
Framlögð gögn dags. 16.9.2020 frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi í sept.
Lagt fram til kynningar.
4.Húsnæðismál
1909156
Framlagt tilboð Arion banka vegna húss bankans við Digranesgötu. Byggðarráð ræddi þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi húsnæðismál stjórnsýslunnar. Mikil viðhaldsþörf er komin á húsnæði stjórnsýslunnar að Borgarbraut 14 og rúmar illa þá starfsemi sem þar er. Sveitarstjóra falið að vinna að kostnaðarmati við nauðsynlegar endurbætur á Borgarbraut 14.
5.Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2020
2009096
Framlögð tilkynning SSV um haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þann 16. október 2020.
Lilja B. Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Davíð Sigurðsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir mæta til fundarins sem fulltrúar Borgarbyggðar.
6.Lögreglusamþykkt fyrir Vesturland - tillaga
1805135
Framlögð að nýju tillaga að lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
7.Endurskoðun samgönguáætlunar Vesturlands
2009105
Tilnefning í vinnuhóp um samgönguáætlun Vesturlands
Borgarbyggð leitaði til Skorradalshrepps og komust sveitafélagin að samkomulagi um að Borgarbyggð tilnefndi í vinnuhóp um samgönguáætlunar Vesturlands. Borgarbyggð samþykkir að skipa Sigurð Guðmundsson á Hvanneyri sem fulltrúa Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
8.Hugsanleg breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum - erindi
2009140
Framlagt erindi frá Umhverfis - og auðlindaráðuneyti varðandi hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
Byggðarráð leggst ekki gegn fyrirhuguðum breytingum.
9.Ferlagreining
1811144
Framlögð skýrsla Capacent um ferlagreiningu stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Í kjölfar skýrslunnar hefur verið unnið að nauðsynlegum breytingum á skipuriti og greiningu og umbótum á stjórnsýslu sveitarfélagsins.
10.Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs
2009143
Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslu - og þjónustusviðs.
Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 23. sept. 19 umsóknir bárust. Sveitarstjóri kynnti umsóknirnar fyrir byggðarráði.
Lilja Björg Ágústdóttir lýsir yfir vanhæfi sínu við vinnslu þessa máls vegna tengsla við umsækjanda og tekur Silja Eyrún Steingrímsdóttir hennar sæti við úrvinnslu málsins.
Lilja Björg Ágústdóttir lýsir yfir vanhæfi sínu við vinnslu þessa máls vegna tengsla við umsækjanda og tekur Silja Eyrún Steingrímsdóttir hennar sæti við úrvinnslu málsins.
11.Háskólinn á Bifröst - erindi
2009150
Framlagt erindi frá Háskólanum á Bifröst varðandi þátttöku í verkefni í samstarfi við skólann og félagsmálaráðuneytið.
Byggðarráð óskar eftir kynningu á verkefninu.
12.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag
1902133
Framlögð fundargerð 16. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag dags. 15.9.2020
13.Barnvænt samfélag - vinnuhópur
1911117
Framlögð 3. fundargerð stýrihóps um barnvænt samfélag dags. 18.9.2020.
Fundi slitið - kl. 11:22.