Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

550. fundur 21. janúar 2021 kl. 08:15 - 10:42 í fjarfundi á Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum fundarlið.

1.Húsnæðismál

1909156

Framkvæmdir á ráðhúsi eru hafnar, en af þeim sökum eru nákvæmari upplýsingar til staðar um hversu mikið umfang viðhaldsins þarf að vera. Kristján Finnur Kristjánsson mætir til fundarins og lýsir næstu skrefum við viðhaldið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna tímabundið húsnæði fyrir hluta eða alla starfsemi ráðhússins þar sem ástand hússins vegna rakavandamála er verra en búist var við, við forskoðun Eflu á hluta fasteignarinnar. Byggðarráð leggur jafnframt til að ljúka við úttekt á ráðhúsi Borgarbyggðar og að farið verði í viðeigandi aðgerðir í kjölfarið. Málið verður lagt aftur fyrir næsta fund byggðarráðs.

Guðveig Eyglóardóttir leggur fram eftirfarandi bókun: Ljóst er af lýsingum að dæma að húsnæði Ráðhúss Borgarbyggðar er illa farið af raka, myglu og skemmdum af þeim sökum. Undirrituð telur óforsvaranlegt að sveitarfélagið leggi í kostnað við viðgerðir á húsinu og leggur til að unnið verði að því að húsið verði rifið eða selt í því ástandi sem húsið er. Brýnt er að koma starfsemi Ráðhússins í nýtt og hentugra húsnæði til framtíðar.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum fundarlið.

2.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir

2001118

Umræður um stöðu framkvæmda við ljósleiðara í Borgarbyggð.
Lagt er fram minnisblað Eiríks Ólafssonar, sviðsstjóra fjármálasviðs, dags. 19. janúar 2021, um stöðu fjárfestingar og framkvæmda ljósleiðara. Byggðarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um að fylgst verði með hvernig verkinu vindur fram á árinu 2021 og ef kostnaður sveitarfélagsins stefnir í að verða meiri en áætlun þessa árs gerir ráð fyrir verði gerður viðauki við fjárhagsáætlun. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgjast vel með framkvæmdum við lagningu ljósleiðara.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum fundarlið.

3.Ársreikningur 2020 - skýrsla vegna innra eftirlits og fjárhagskerfis

2012131

Framhald umræðu á byggðarráðsfundi 7. janúar sl. um skýrslu KPMG til sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. í janúar 2021 um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi ársins 2020.
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um ástæður þess að skýrsla KPMG til stjórnenda sveitarfélagsins um innra eftirlit og fjárhagskerfi ársins 2020 beri að fara með sem vinnuskjal og því trúnaðarmál.

Guðveig Eyglóardóttir leggur fram eftirfarandi bókun: Undirrituð telur það óásættanlegt að ekki sé hægt að greina frá helstu veikleikum og ábendingum sem sveitarfélaginu hafi borist og tillögur að úrbótum. Eðlilegast væri að Byggðarráð myndi greina íbúum í meginatriðum hverjar athugasemdirnar eru.

Meirihluti byggðarráðs ítrekar að hér er um vinnuskjal að ræða. Aflað var upplýsinga hjá KPMG hversvegna umrætt gagn inniheldur trúnaðarupplýsingar og fengust þau svör að skjal af þessum toga geti innihaldið upplýsingar um einstaka starfsmenn og annað sem fellur undir persónuvernd. Alvarlegustu athugasemdunum verða gerð skil í skýrslu enduskoðenda sem lögð verður fram opinberlega með endurskoðuðum ársreikningi.

4.Ósk um undanþágu frá upplýsingalögum fyrir dótturfélög

2101022

Erindi barst frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. janúar 2021 þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð, sem einn eigenda Orkuveitu Reykjavíkur samþykki að það verði lagt til við forstætisráðherra að nánar tilgreindum dótturfélögum Orkuveitunnar verði veitt undanþága frá upplýsingalögum nr. 140/2012.
Byggðarráð samþykkir tillögu Orkuveitu Reykjavíkur um að lagt verði til við forsætisráðherra að dótturfélögum Orku náttúrunnar ohf., ON Power ohf., Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og Carbfix ohf. verði veitt undanþága frá upplýsingalögum nr. 140/2012.

5.Umsagnarbeiðni rek. G.II-Kría Guesthouse, Kveldúlfsgötu 27, Borgarnes

2011036

Á fundi byggðarráðs 7. janúar sl. var tekin fyrir beiðni um umsögn vegna Kríu guesthouse, kveldúlfsgötu 27. Á grundvelli bókunar byggðarráðs var send umsögn um rekstrarleyfi. Athugasemdir bárust frá sýslumanni um efni umsagnarinnar og var óskað eftir nýrri umsögn á grundvelli þeirra upplýsinga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna nálægum íbúum um að sveitarfélagið skuli gefa umsögn um rekstur gistiheimilis að Kveldúlfsgötu 27, Borgarnesi og veita þeim frest til þess að skila inn athugasemdum vegna þessa. Jafnframt skal sveitarstjóri óska eftir því við byggingarfulltrúa að hann taki út húsnæðið að Kveldúlfsgötu 27 í samræmi við kröfur reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016.

6.Ráðgjafavinna á sviði upplýsingatækni - upplýsingatæknistefna

2006197

Kynning á næstu skrefum varðandi upplýsingatæknimál sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs að ráða sérfræðing til þriggja mánaða til að innleiða breytingar á upplýsingatæknistefnu Borgarbyggðar og endurskipuleggja þjónustu vegna upplýsingatækni sveitarfélagsins.

7.Eignarhald fjallhúsa á Arnarvatnsheiði - bréf

2008025

Sveitarstjóri skýrir frá stöðu máls er varðar afsal fjallhúsa á Arnarvatnsheiði vegna fyrirspurnar Davíðs Sigurðssonar á sveitarstjórnarfundi 14. janúar 2021.
Með ákvörðun byggðarráðs 27. ágúst 2020, sem staðfest var af sveitarstjórn 10. september 2020, var sveitarstjóra falið að vinna að afsali fjallhúsa á Arnarvatnsheiði til sjálfseignarstofnunar Arnarvatnsheiðar og Geitlands. Stefnt er að því að ljúka afsali í febrúarmánuði 2020, en sveitarstjóri mun kanna hvort þörf er á að fá fasteignasala að verkinu eða ljúka málinu með aðkomu starfsmanna ráðhússins. Haft verður samband strax í kjölfar fundarins við forsvarsmenn sjálfseignarstofnunarinnar til þess að ganga frá skjalavinnu í samvinnu við sjálfseignarstofnunina.

8.Samstarf um óhagnaðardrifið íbúðarhúsnæði

2003174

Framlagt tilboð vegna kaupa á félagslegu húsnæði fyrir Borgarbyggð, skv. viljayfirlýsingu Borgarbyggðar og Hoffells, dags. 7. apríl 2020, um uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis í Borgarnesi á lóðunum við Brákarsund 5 og Brákarsund 1-3.
Byggðarráð tekur jákvætt í framlagt kauptilboð og felur sveitarstjóra að undirrita kauptilboð og kaupsamning, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að gera viðauka við fjárfestingaráætlun vegna fjárfestingarinnar að fjárhæð kr. 1.400.000,- og leggja fyrir sveitarstjórn. Hækkun kaupverðs skýrist af verðlagsþróun frá því viljayfirlýsing var undirrituð.

9.Áfangastaðastofur til landshlutasamtaka á grunni markaðsstofa

2101008

Lagður er fram tölvupóstur Páls Snævars Brynjarssonar, framkvæmdastjóra SSV, dags. 4. janúar sl., þar sem veittar eru upplýsingar um fyrirhugaðan samning SSV við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið um rekstur áfangastaðastofu, á grunni markaðsstofu. SSV óskar eftir heimild sveitarfélagsins til að undirrita samninginn við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og veitir SSV heimild til að undirrita samning SSV við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið um rekstur áfangastaðastofu, á grunni markaðsstofu.
Fylgiskjöl:

10.Ársskýrsla Slökkviliðs Borgarbyggðar 2020

2101044

Framlögð ársskýrsla Slökkviliðs Borgarbyggðar fyrir árið 2020.
Ársskýrsla Slökkviliðs Borgarbyggðar fyrir árið 2020 er lögð fram til kynningar.

11.Eldvarnareftirlitsáætlun 2021

2101056

Eldvarnaráætlun Slökkviliðs Borgarbyggðar fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.

12.Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægiaðgerðum vegna COVID-19

13.Dómur Héraðsdóms v Þóreyjartungna

1904093

Niðurstöðu héraðsdóms vegna þjóðlendumáls að Þóreyjartungum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Kynning á stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:42.