Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Viðbrögð við biðlistum í leikskólunum í Borgarnesi 2020-2021
2101072
Málið var tekið fyrir þann 28. janúar sl. hjá byggðarráði og þess óskað að fá nánari upplýsingar um tölulegar forsendur vegna kaupa og uppsetningu kennslustofa. Hlöðver I. Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs mætir til fundar og fer yfir framvindu málsins frá síðasta fundi.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu sviðsstjóra fjölskyldusviðs um kaup á færanlegri kennslustofu og aukningu um 3 stöðugildi við leikskólann Ugluklett. Með því verði hægt að bæta við deild á Uglukletti og taka við 15 nýjum nemendum, sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Borgarnesi. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður kr. 7.741.200,- og kostnaður við aukin stöðugildi frá 1. mars til 31. desember 2021 er áætlaður kr. 19.383.260,-. Aukning tekna í formi leikskólagjalda á sama tímabili er um kr. 4.000.000,-. Kostnaðurinn við framkvæmdina fer af áætluðu fjármagni í fjárfestingaráætlun vegna leikskóla. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa viðauka fyrir viðbótarlaunakostnaði að frádregnum viðbótartekjum og leggja fyrir sveitarstjórn.
2.Húsnæðismál Ráðhússins
1909156
Framlagður leigusamningur um hluta húsnæðis að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, lagður fram til kynningar og samþykktar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan leigusamning á 191,9 m2 að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi fyrir hluta af starfsfólki ráðhúss Borgarbyggðar til bráðabirgða. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir sveitarstjórn.
3.Rýnihópur v. verðmats OR
2004072
Á síðasta sveitarstjórnarfundi lagði formaður byggðarráðs til að haldinn yrði vinnufundur vegna niðurstöðu rýnihóps eigenda Orkuveitu Reykjavíkur í tengslum við gjaldskrár í Borgarbyggð vegna fráveitu og vatnsveitu og eignarhlut Borgarbyggðar í OR. Formaður leggur til að vinnufundur verði haldinn fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi að loknum sveitarstjórnarfundi. Í framhaldinu verði eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstöður verða ræddar.
Byggðarráð samþykkir að haldinn verði vinnufundur sveitarstjórnarfulltrúa vegna niðurstöðu rýnihóps eigenda Orkuveitu Reykjavíkur fimmtudaginn 11. febrúar n.k. að loknum sveitarstjórnarfundi.
4.Samstarf eða samrekstur slökkviliða Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar
2101071
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, sveitarstjóra, dags. 1. febrúar 2021 um samtal um samstarf eða samrekstur slökkviliða sveitarfélaganna Borgarbyggðar, Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
5.Beiðni um upplýsingar
2102017
Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður, óskaði eftir gögnum vegna tiltekinna mála, með beiðni dags. 31. janúar 2020. Svör bárust frá sveitarstjóra 1. febrúar 2021. Í kjölfar þess óskaði Guðveig eftir frekari gögnum og fékk þau afhent 2. febrúar 2021. Óskaði hún eftir því að málið færi til umfjöllunar hjá byggðarráði.
Svar við fyrirspurn Guðveigar Eyglóardóttur lagt fram ásamt umræðum um aðgang sveitarstjórnarfulltrúa að gögnum sveitarfélagsins.
6.Tæming rotþróa Útboð 2020
2005025
Framlagt minnisblað Hrafnhildar Tryggvadóttur, dags. 2. febrúar 2021 vegna útboðs og tillögu að vali aðila vegna tæmingar rotþróa.
Byggðaráð samþykkir tillögu starfsmanns um að velja tilboð lægstbjóðanda, Hreinsitækni um tæmingu rotþróa í Borgarbyggð.
7.Úthlutun lóða - staða jan2021
2101101
Upplýsingar lagðar fram um þær lóðir sem hefur verið úthlutað til einka- og lögaðila, en ekki hefur verið lokið við að byggja fasteign á viðkomandi lóð. Til hliðsjónar er sambærilegt skjal sem unnið var 2018.
Flosi H. Sigurðsson greindi frá því að ýmis málefni er varðar úthlutun lóða verði tekin fyrir á næsta skipulags- og byggingarnefndarfundi. Byggðarráð þakkar upplýsingarnar og leggur áherslu á að unnið verði að skipulagningu framtíðarbyggingarlands í Borgarbyggð. Sveitarstjóra er falið að skipuleggja vinnufund um framtíðarskipulag Borgarbyggðar í tengslum við heildarendurskoðun aðalskipulags.
8.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun, gjaldskrá o.fl
2010155
Á eigendafundi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn var 19. janúar sl., var endurskoðuð fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar. Fundurinn tók jákvætt í fjárhagsáætlunin með fyrirvara um afgreiðslu sveitarfélaganna og samþykkti heilbrigðisnefnd að senda fjárhagsáætlunin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórnum aðildar sveitarfélaga.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að kanna hvaða áhrif breytingarnar á gjaldskrá hafa á úttektir heilbrigðiseftirlitsins á stofnunum sveitarfélagsins.
9.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands 1.2.2021
2101129
Lagt er fram til kynningar fundarboð á framhaldsfund eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður 22. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.
10.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 2021
2101142
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 11. febrúar á B57.
Byggðaráð felur Þorsteini Viggóssyni formanni fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar að mæta til fundarins f.h. Borgarbyggðar og fara með atkvæði sveitarfélagsins.
11.Vinnuhópur um landspildur
2003047
Framlögð fundargerð 3. fundar vinnuhóps um beitarsamning og landspildur. Framlagður endurnýjaður beitarsamningur ásamt uppdrætti, til staðfestingar í byggðaráði.
Byggðaráð staðfestir endurnýjaðan beitarsamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar.
12.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2020
2005309
Framlögð 298. fundargerð stjórnar OR frá 14. desember 2020.
Lögð fram til kynningar.
13.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir
2010145
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 893 frá 16. desember 2020.
Lögð fram til kynningar.
14.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2021
2102005
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 894 frá 29. janúar 2021.
Lögð fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 10:01.