Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Ársþing UMSB 2021 - tillögur til Borgarbyggðar
2103115
Framlagðar ályktanir til Borgarbyggðar frá 99. ársþingi UMSB sem haldið var í Hjálmakletti þann 4. mars 2021.
Byggðarráð þakkar UMSB fyrir ályktanir þeirra frá 99. ársþingi sínu og vísar ályktununum til fræðslunefndar. Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu vinnur nú að lokaskýrslu hópsins, þar sem lagðar verða fram tillögur að uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fjárfestingar í íþróttamannvirkjum eru á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar á árunum 2021-2024.
2.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27
2102065
Framlagt er bréf Ólafs Ívars Baldvinssonar, sérfræðings í öryggi mannvirkja hjá HMS, dags. 15. mars sl., ásamt skýrslu um neysluveitu dags. 8. mars sl. Enn fremur erlagt fram bréf Grétars Þórs Þorsteinssonar og Þorláks Snæs Helgasonar, f.h. Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 18. mars sl., vegna úttektar HMS á mannvirkjum Borgarbyggðar í Brákarey auk skýrslna vegna skoðana sem framkvæmdar voru 1. mars sl., vegna Brákarbrautar 25 annars vegar og Brákarbrautar 27 hins vegar.
Í úttektum HMS komu í ljós alvarlegir ágallar á brunavörnum húsnæðisins að Brákarbraut 25 og 27, auk fjölda frávika frá öryggisákvæðum sem talin eru geta valdið snerti- eða brunahættu. Staðfestir niðurstaða HMS, niðurstöðu eldvarnarfulltrúa Borgarbyggðar.
Sveitarstjóri upplýsir að skýrslu Verkís um kostnaðarmat á úrbótum á fasteignum í Brákarey sé að vænta í dymbilviku og lagt verður til að hún verði tekin til umfjöllunar á næsta byggðarráðsfundi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda framkomin bréf og skýrslur til leigjenda að Brákarbraut 25 og 27, þeim til upplýsingar auk þess að hefja skipulagningu á fundum fulltrúa sveitarfélagsins og leigjenda þegar niðurstöður liggja fyrir úr skýrslu Verkís.
Sveitarstjóri upplýsir að skýrslu Verkís um kostnaðarmat á úrbótum á fasteignum í Brákarey sé að vænta í dymbilviku og lagt verður til að hún verði tekin til umfjöllunar á næsta byggðarráðsfundi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda framkomin bréf og skýrslur til leigjenda að Brákarbraut 25 og 27, þeim til upplýsingar auk þess að hefja skipulagningu á fundum fulltrúa sveitarfélagsins og leigjenda þegar niðurstöður liggja fyrir úr skýrslu Verkís.
3.Samanburður við fjárhagsáætlun 2021
2103132
Lagður fram samanburður á rekstrarkostnaði Borgarbyggðar við áætlun fyrir fyrstu tvo mánuði ársins.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætir til fundarins til að greina frá niðurstöðum samanburðarins. Í heildina er reksturinn um 35.000.000 kr. betri heldur en gert var ráð fyrir vegna mánaðanna janúar til febrúar 2021. Byggðarráð felur sviðsstjóra að greina tilteknar niðurstöður sem snúa að framkvæmdaáætlun.
4.Jafnlaunavottun
1907061
Kynning á jafnlaunavottun Borgarbyggðar.
Byggðarráð fagnar því að sveitarfélagið hafi hlotið jafnlaunavottun og þakkar starfsfólki fyrir þá vinnu sem lagt hefur verið í jafnlaunakerfi sveitarfélagsins og áframhaldandi innleiðingaráform þess. Næstu skref felast í fræðslu til starfsmanna um jafnlaunakerfið.
5.Starfsmannamál 2021
2103094
Starfsmannamál til kynningar.
Í framlögðum gögnum er gerð grein fyrir stöðu verkefna í skipulags- og byggingardeild Borgarbyggðar og lagt til að heimilt verði að auka stöðugildi tímabundið í allt að 2 ár. Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um tímabundið starf í skipulags- og byggingardeild til allt að tveggja ára.
6.Sala húsnæðis á Bifröst
2102143
Kynning á áformum Kiðár ehf., eignarhaldsfélags utan um íbúðir á Bifröst til sölu eigna og möguleg aðkoma sveitarfélagsins að söluferli.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda erindi til Leigufélagsins Bríetar þar sem óskað er eftir að leigufélagið kaupi íbúðir á Bifröst til að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu, en mikill skortur er á leiguíbúðum í sveitarfélaginu. Í erindi sínu skal sveitarstjóri óska eftir fundi forsvarsmanna leigufélagsins, sveitarfélagsins og Kiðár ehf.
7.Tæming rotþróa Útboð 2020
2005025
Á 212. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar óskaði sveitarstjórnarmaðurinn Davíð Sigurðsson eftir samanburði á kostnaði við tæmingu rotþróa vegna áranna 2020 og 2021. Framlagt er minnisblað um kostnað og einingaverð milli ára.
Lagt fram til kynningar
8.Húsnæðismál Ráðhússins
1909156
Kynning á skýrslu Eflu vegna húsnæðismála ráðhússins.
Svavar Örn Guðmundsson og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttur, starfsmenn Eflu verkfræðistofu mæta til fundarins og fara yfir drög að skýrslu vegna könnunar í ráðhúsinu og í Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Lokaskýrsla er væntanleg í næstu viku.
9.Húsnæðismál slökkviliðs - erindi f. Neista
2102093
Framhaldserindi frá Neista vegna húsnæðismála slökkviliðsins.
Sveitarstjóri gerir grein fyrir því að umsjónarmaður eigna Borgarbyggðar hafi tekið út slökkviliðsstöðina í Borgarnesi og gert tillögur að lagfæringum sem þyrfti að ráðast í. Enn fremur greinir hún frá því að talið sé að búið sé að koma í veg fyrir ákveðinn vanda í búningsaðstöðu slökkviliðsins þar sem fúkkalykt hafði gosið upp. Sveitarstjóri hefur rætt við fulltrúa Sögufélags Borgfirðinga um uppsögn á aðstöðu þess í slökkviliðsstöðinni. Fulltrúar félagsins mæta til fundar við fulltrúa byggðarráðs í dag til að ræða mögulegar lausnir varðandi útgefin rit félagsins. Sú aðstaða sem Sögufélagið hefur nú með höndum er ætlað til handa slökkviliðsins.
10.Hafnasambandsþing 2020
2011035
Framlagður ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.
11.Hafnasamband Íslands_fundargerðir
2010147
Framlögð fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 433 dags. 19.mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð samþykkir að næsti byggðarráðsfundur verði haldinn miðvikudaginn 31. mars nr. kl. 8:15, þar sem 1. apríl lendir á skírdegi að þessu sinni.
Fundi slitið.