Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
Gert var hlé á fundinum milli 10:00 og 11:15.
1.Fjárhagsáætlun 2022
2106002
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætir til fundarins og fer yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta vinna greiningu á þeim þáttum sem fasteignagjöld sveitarfélagsins standa saman af og bera saman við samanburðarsveitarfélög.
2.Skýrsla eftirlitsmanns - Grunnskólinn í Borgarnesi
2107025
Framlögð skýrsla Benedikts Magnússonar, eftirlitsmanns, dags. 20. júní 2021, vegna framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi.
Þegar fyrir lá, samkvæmt niðurstöðu í ársreikningi, að framkvæmdin við Grunnskólann í Borgarnesi hafði farið að einhverju fram úr fjárhagsáætlun kom fram að misræmi hafi verið til staðar á milli verkbókhalds eftirlitsaðila og bókhalds Borgarbyggðar. Í kjölfarið var ákveðið að farið yrði ofan í saumana á misræminu og lagt til að bornar yrðu saman áætlun fyrir verkið, yfirlit eftirlitsaðila og bókhald Borgarbyggðar í því skyni að finna frávik og greina þau.
Nú liggur niðurstaða þessarar vinnu fyrir og er henni lýst í minniblaði frá eftirlitsaðila dags. 20. júní sl. Samkvæmt framlögðu minnisblaði frá eftirlitsaðila kemur fram að eftirlitsaðilinn telur ljóst að ekki hafi verið fylgt þeirri ákvörðun að bóka ekki kostnað á verkefnið nema að samþykki eftirlits lægi fyrir. Af þeim sökum hafi þær upplýsingar sem hafa reglulega voru kynntar fyrir byggingarnefnd og byggðarráði rangar og gáfu ekki rétta mynd af stöðunni. Í mjög grófum dráttum virðist skv. minnisblaðinu að 105.040.410 kr. hafa verið skráðar á verkefnið án samþykkis eða vitneskju eftirlitsaðila. Eins kemur fram í minnisblaðinu að mögulega hafi einhverjir reikningar verið samþykktir sem hafi ekki átt rétt á sér og því mögulega um ofgreiðslu að ræða á einhverjum þáttum.
Byggðarráð telur þessa stöðu alvarlega og í ljósi framkominna upplýsinga og þeirrar stöðu sem lýst er í minnisblaðinu leggur byggðarráð til að fram fari hlutlaus úttekt á verkefninu í heild sinni. Ljóst er að búið er að vinna heilmargt til að bæta úr þeim verkferlum sem hafa verið við lýði og mikilvægt er að læra enn frekar af reynslunni og sjá til þess að þéttar verði haldið utan um næstu stóru verklegu framkvæmdir sveitarfélagsins.
Byggðarráð leggur til að KPMG, sem er endurskoðandi sveitarfélagsins verði fengið til þess að vinna úttekt á ferli og eftirliti á framkvæmd á viðbyggingu og endurbótum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að verkefnatillaga varðandi framangreint verði lögð fyrir á næsta fundi byggðarráðs þann 22. júlí nk. Þá er nauðsynlegt að fara yfir alla reikninga sem hafa verið bókaðir inn á verkið og greina þá sem sannarlega tilheyra ekki verkinu og sjá til þess að þeir verði endurflokkaðir í eignaskrám sveitarfélagsins.
Nú liggur niðurstaða þessarar vinnu fyrir og er henni lýst í minniblaði frá eftirlitsaðila dags. 20. júní sl. Samkvæmt framlögðu minnisblaði frá eftirlitsaðila kemur fram að eftirlitsaðilinn telur ljóst að ekki hafi verið fylgt þeirri ákvörðun að bóka ekki kostnað á verkefnið nema að samþykki eftirlits lægi fyrir. Af þeim sökum hafi þær upplýsingar sem hafa reglulega voru kynntar fyrir byggingarnefnd og byggðarráði rangar og gáfu ekki rétta mynd af stöðunni. Í mjög grófum dráttum virðist skv. minnisblaðinu að 105.040.410 kr. hafa verið skráðar á verkefnið án samþykkis eða vitneskju eftirlitsaðila. Eins kemur fram í minnisblaðinu að mögulega hafi einhverjir reikningar verið samþykktir sem hafi ekki átt rétt á sér og því mögulega um ofgreiðslu að ræða á einhverjum þáttum.
Byggðarráð telur þessa stöðu alvarlega og í ljósi framkominna upplýsinga og þeirrar stöðu sem lýst er í minnisblaðinu leggur byggðarráð til að fram fari hlutlaus úttekt á verkefninu í heild sinni. Ljóst er að búið er að vinna heilmargt til að bæta úr þeim verkferlum sem hafa verið við lýði og mikilvægt er að læra enn frekar af reynslunni og sjá til þess að þéttar verði haldið utan um næstu stóru verklegu framkvæmdir sveitarfélagsins.
Byggðarráð leggur til að KPMG, sem er endurskoðandi sveitarfélagsins verði fengið til þess að vinna úttekt á ferli og eftirliti á framkvæmd á viðbyggingu og endurbótum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að verkefnatillaga varðandi framangreint verði lögð fyrir á næsta fundi byggðarráðs þann 22. júlí nk. Þá er nauðsynlegt að fara yfir alla reikninga sem hafa verið bókaðir inn á verkið og greina þá sem sannarlega tilheyra ekki verkinu og sjá til þess að þeir verði endurflokkaðir í eignaskrám sveitarfélagsins.
Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri, yfirgefur fundinn.
3.Starfsmannamál 2021
2103094
Umfjöllun um starfsmannamál í stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Umræður fóru fram.
4.Þarfagreining fyrir Ölduna
2107023
Kynnt eru minnisblöð vegna þarfagreiningar og húsnæðismála Öldunnar, unnið af sviðsstjóra fjölskyldusviðs, félagsmálastjóra og forstöðumanni Öldunnar, dags. 2. júlí sl.
Inga Vildís Bjarnadóttir, deildarstjóri félagsþjónustu, mætti til fundarins og fór yfir þarfagreiningu vegna húsnæðismála Öldunnar. Sveitarstjóri fór yfir mögulegar leiðir við úrlausn málsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
5.Þarfagreining fyrir húsnæði leikskólanna í Borgarnesi
2106027
Upplýsingar kynntar um vinnu við þarfagreiningu fyrir leikskóla í Borgarnesi.
Þarfagreining fyrir leikskóla í Borgarnesi og æskileg næstu skref í uppbyggingu leikskóla í Borgarnesi mun liggja fyrir í ágúst. Umsóknum um leikskólapláss í Borgarnesi heldur áfram að fjölga og því eru uppbyggingaráform með fjölgun leikskólaplássa í huga mikilvæg til að bregðast við þeirri fjölgun.
6.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27
2102065
Ákvörðun um næstu skref vegna Brákareyjar 25-27 eftir fundi með leigjendum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að segja upp leigusamningum og/eða gera viðeigandi breytingar á þeim vegna húsnæðis í eigu Borgarbyggðar að Brákarbraut 25-27.
7.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði
2104092
Lagt er til að farið verði í frumhönnun á skólahúsnæði fyrir Kleppjárnsreykjadeild GBF.
Byggðarráð samþykkir að hafin verði frumhönnun á skólahúsnæði fyrir Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar, kostnaðurinn er í samræmi við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2021. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera samning við aðila til verksins og leggja fram til samþykktar á næsta fundi.
8.Upplýsingamiðstöðin í Ljómalind
2105196
Lagður fram samningur Borgarbyggðar við Ljómalind um rekstur upplýsinga- og kynningarmiðstöð, dags. 30. júní sl., til staðfestinga.
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, staðfestir framlagðan samning við Ljómalind vegna reksturs upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar út árið 2021.
9.Eigendaskipti að hlutum í Límtré Vírnet - forkaupsréttartilkynning
2107020
Lagt fram bréf Guðlagar Kristinsdóttur, stjórnarformanns f.h. stjórnar Límtré Vírnets ehf., dags. 1. júlí 2021, þar sem Borgarbyggð er boðinn forkaupsrétt að hlutum sem eru til sölu í Límtré Vírnet ehf.
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn að hlutabréfunum í Límtré Vírneti ehf..
10.Framlag til Brákarhlíðar árið 2022
2107024
Lagt fram bréf Björns Bjarka Þorsteinssonr, framkvæmdastjóra, f.h. stjórnar Brákarhlíðar, dags. 28. júní sl., vegna framlaga sveitarfélagsins til Brákarhlíðar á árinu 2022.
Byggðarráð tekur jákvætt í beiðni Brákarhlíðar um húsnæðisframlag á árinu 2022 og vísar til fjárhagsáætlunar 2022.
11.Fráveitumál á Hvanneyri
2107004
Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum Veitna til þess að ljúka tengingum húsa á svæðinu við fráveitu Veitna.
Lagt fram til kynningar.
12.Endurnýjun rammasamninga
2104165
Rammasamningur um Microsoft hugbúnaðarleyfi rennur út 31. ágúst nk., RK. 03.07. Óskað er afstöðu byggðarráðs hvort eigi að segja sig frá umræddum rammasamningi.
Rammasamningur um kaup á ljósritunarpappír rennur út 30. september 2021. Óskað er afstöðu byggðarráðs hvort eigi að segja sig frá umræddum rammasamningi.
Nýr rammasamningur um rafrænar undirskriftir er í bígerð hjá Ríkiskaupum. Óskað er eftir afstöðu til þess hvort sveitarfélagið eigi að gerast aðili að umræddum rammasamningi um rafrænar undirskriftir.
Rammasamningur um kaup á ljósritunarpappír rennur út 30. september 2021. Óskað er afstöðu byggðarráðs hvort eigi að segja sig frá umræddum rammasamningi.
Nýr rammasamningur um rafrænar undirskriftir er í bígerð hjá Ríkiskaupum. Óskað er eftir afstöðu til þess hvort sveitarfélagið eigi að gerast aðili að umræddum rammasamningi um rafrænar undirskriftir.
Byggðarráð frestar ákvörðun til næsta fundar byggðarráðs og felur sveitarstjóra að leita frekari upplýsinga.
13.Selborgir - höfundarréttur deiliskipulags
2106107
Lagt er fram bréf Hlyns Jónssonar, lögmanns, f.h. umbjóðanda síns Páls Björgvinssonar, dags. 15. júní sl., vegna kröfu á höfundarrétti á deiliskipulagi í landi Urriðaár í Borgarbyggð.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
14.Umsókn um lóð - Lóuflöt 4
2107001
Umsókn Gísla Þórs Ásbjörnssonar um Lóuflöt 4, Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Lóuflöt 4, Hvanneyri til umsækjanda, Gísla Þórs Ásbjörnssonar.
15.Eignasjóður - Íþróttamiðstöðin Borgarnesi
2106033
Framlagður samningur Borgarbyggðar við Á. Óskarsson ehf., dags. 9. júní sl., um viðgerð á rennibrautarlaug.
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, staðfestir framlagðan samning við Á. Óskarsson ehf., dags. 9. júní 2021, vegna dúklagnar á lendingarlaug/rennibrautarlaug við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
16.Bjarnastaðir L134637 - DSK
2105002
Lögð er fram að nýju deiliskipulagstillaga fyrir Bjarnastaði L134637 að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst 19. maí til og með 2. júlí 2021 og send lögbundnum umsagnaraðilum. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Í umsögn Minjastofnunar var gerð athugasemd vegna skráðra fornleifa innan nýrrar lóðar sem skilgreind er á deiliskipulagssvæðinu.
Brugðist var við umsögn Minjastofnunar og gerð breyting á deiliskipulagstillögunni. Ný lóð var færð til austurs að afleggjara að frístundabyggð Bjarnastaða og um leið stækkaði deiliskipulagssvæðið, er nú um 14,5 ha að flatarmáli.
Brugðist var við umsögn Minjastofnunar og gerð breyting á deiliskipulagstillögunni. Ný lóð var færð til austurs að afleggjara að frístundabyggð Bjarnastaða og um leið stækkaði deiliskipulagssvæðið, er nú um 14,5 ha að flatarmáli.
Það er mat byggðarráðs að um grundvallarbreytingu á deiliskipulagstillögunni sé að ræða og skv. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skuli auglýsa tillöguna að nýju. Breytt deiliskipulagstillaga á bæjarstæði Bjarnastaða er samþykkt til auglýsingar og skal málsmeðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.Sturlureykir 1 lóð 11 lnr.186143 - Umsókn um byggingarleyfi, frístundahús
2007033
Eigendur lóðarinnar Sturlureykir 1 lóð 11 sækja um byggingarleyfi fyrir 83,4 fm frístundahúsi á sumarhúsalóð sem ekki er deiliskipulögð.
Byggðarráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðum Sturlureykir 1, lóð 10 og Sturlureykir 1 lóð 12. samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 12:00.