Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

571. fundur 02. september 2021 kl. 08:15 - 11:20 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2106002

Kynning á stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
Byggðarráð felur fjármálastjóra að halda áfram með vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun ársins 2022, skipuleggja vinnufundi með forstöðumönnum og sveitarstjóra falið að skipuleggja vinnufund sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun.

2.Starfsmannamál 2021

2103094

Umfjöllun um starfsmannamál í stjórnsýslu Borgarbyggðar
Lagt fram til kynningar.

3.Húsnæðismál Ráðhússins

1909156

Kynning á framlögðu tilboði í fasteignina að Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Byggðarráð felur sveitarstjóri að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum, m.a. með skilyrði um framkvæmdum verði lokið fyrir innan 18 mánaða frá afhendingu og afsal fari fram við lokaúttekt.

4.Samþætting aksturs í Borgarbyggð 2021

2105123

Lagt er fram upppfært minnisblað um framgang samþættingar aksturs í Borgarbyggð.
Lagt fram til kynningar.

5.Eignasjóður - Framkvæmdaáætlun

2108068

Kynning á stöðu viðhaldsáætlunar eftir framkvæmdir sumarsins.
Byggðarráð þakkar Kristjáni Finn Kristjánssyni, fráfarandi umsjónarmanni eigna fyrir yfirferðina. Fjármagn til viðhalds á árinu var skorið niður, en viðhaldsféð var nýtt eins og best verður á kosið til verndar á eignum sveitarfélagsins.

6.Umsókn um styrk til endurnýjunar rotþróar

2105066

Lögð fram umsókn Þórunnar Bergþórsdóttur, dags. 11. maí 2021, um styrk vegna endurnýjar rotþróar við lögbýli.
Byggðarráð samþykkir að veita umsækjanda styrk að fjárhæð 25 þúsund krónur í samræmi við reglur um styrk til endurnýjunar rotþróa. Byggðarráð felur umhverfis- og landbúnaðarnefnd að endurskoða framangreindar reglur.

7.Borgarbraut 55 - samningur

1904098

Framlagður er kaupsamningur um kaup Borgarbyggðar á Borgarbraut 55 af Bifreiðaþjónustu Harðar, dags. 30. ágúst 2021. Enn fremur er lagt til að fasteignin verði seld til niðurrifs og uppbyggingar í samræmi við deiliskipulag með nýjum lóðarleigusamning til 50 ára.
Byggðarráð vísar kaupsamningnum til samþykktar í sveitarstjórn.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að semja við fasteignasölu um sölu fasteignarinnar að Borgarbraut 55, ásamt lóðarleigusamnings, til niðurrifs og uppbyggingar í samræmi við gildandi deiliskipulag.

8.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2021

2103074

Á aukaaðalfundi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn var 20. maí 2021 samþykkti aukaaðalfundurinn nýja samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sem felur í sér að Kjósarhreppur verði hluti af starfssvæði HEV og vísaði samþykktinni til afgreiðslu til sveitarstjórna á Vesturlandi.
Byggðarráð samþykkir þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði á samþykktum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem fela í sér að Kjósahreppur verði hluti af starfssvæði HEV.

9.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2021

2102086

Lögð er fram til kynningar fundargerð 168. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 25. ágúst sl., ásamt fylgiskjölum.
Lögð fram til kynningar.

10.Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2021

2108142

Lagt er fram fundarboð á Haustþing SSV 2021 sem haldið verður í Árbliki í Dalabyggð, miðvikudaginn 29. september n.k.
Fulltrúar Borgarbyggðar sem eiga sæti á haustþingi SSV eru sem aðalmenn Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir, en til vara eru Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Logi Sigurðsson, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson og Eiríkur Ólafsson.

11.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2021

2102086

Framlögð fundargerð stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands nr. 186 dags. 25. ágúst 2021. Ennfremur úrskurður ÚUA í máli gegn Heilbrigðiseftirliti
Lögð fram til kynningar.

12.Faxaflóahafnir sf._fundargerðir

2010144

Framlagðar fundargerðir stjórnar Faxaflóahafna sf. fundar nr. 207 haldinn 25. júní 2021 og fundar nr. 208 haldinn 20. ágúst 2021 auk fundargerðar aðalfundar sem haldinn var 25. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:20.