Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

576. fundur 21. október 2021 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs
Dagskrá

1.Húsnæðismál Borgarbyggðar

2102100

Afgreiðsla 119. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar: "Nefndin lýsir ánægju yfir því að loks sé lausn í sjónmáli fyrir starfsemi Öldunnar og telur að húsnæðið uppfylli vel flestar þarfir starfseminnar út frá þarfagreiningu sem unnin var."

Málið lagt að nýju fyrir byggðarráð til ákvörðunar um framhald verkefnisins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að semja við eiganda húsnæðisins að Sólbakka 4, Borgarnesi um langtímaleigu á húsnæðinu, um nauðsynlegar endurbætur á húsnæðinu til þess að aðlaga það að starfsemi Öldunnar og áhaldahúss ásamt leigufjárhæð með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

2.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

2109194

Framlagt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30.september 2021 er varðar hugmynd um stofnun Húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni.
Byggðarráð Borgarbyggðar fagnar hugmyndum um stofnun húsnæðissjálfseignar-stofnunar er starfi á landsbyggðinni. Markmiðið er að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þeirra er þörf á landsbyggðinni í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, meðal annars fólki með fötlun, í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Byggðarráð Borgarbyggðar tekur vel í að stofnuð verði húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni og telur stofnun félagsins geta veitt þá kjölfestu sem þarf til, til að standa að uppbyggingu almennra íbúða.

3.Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

2110065

Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. október 2021, þar sem óskað er eftir að sveitarfélög skrái sig til þátttöku í stafrænu samstarfi sveitarfélaga fyrir árið 2022 og gera ráð fyrir rétt tæpri 2,5 milljón króna í verkefnið.
Á 208. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 9. desember 2020 samþykkti sveitarfélagið að taka þátt í verkefninu um stafrænt ráð sveitarfélaga. Samstarfið er fjármagnað með skyldubundnu grunnframlagi þátttöku sveitarfélaga sem rennur fyrst og fremst til að standa undir launakostnaði sérfræðinga í stafrænu umbreytingarteymi sveitarfélaga og hins vegar með framlögum sveitarfélaganna til að að standa straum af þróun og kaupum á lausnum. Nú hefur verið ákveðið hvaða verkefni verið farið í á árinu 2022 og hvert framlag hvers sveitarfélags verður á árinu. Á árinu 2022 er áætlað fjármagn til samstarfsins tæplega 155 milljónir króna náist fullnægjandi þátttaka sveitarfélaganna og þar með er fjármögnun og þáttur Borgarbyggðar tæplega 2,5 milljónir króna. Sveitarfélög hafa tækifæri til 1. nóvember nk. til að taka ákvörðun um þátttöku.
Byggðarráð fagnar samstarfinu og telur þau verkefni sem áætlað er að ráðast í vera sveitarfélaginu og íbúum þess til hagsbóta. Byggðarráð samþykkir því þátttöku sveitarfélagsins á þeim forsendum að fyrirliggjandi útreikningar á kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna verði óbreytt. Byggðarráð vísar verkefninu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2022.

4.Nafn á fossi við Langjökul

2109011

Lagt fram erindi Marco Pizzolato dags. 2. september 20210 vegna nafngiftar á nýjum fossi við Langjökul.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir hugmyndum að örnefnum á nýja fossinum við Langjökul og leggja fyrir byggðarráð til ákvarðanatöku.

5.Ugmennaþing Vesturlands og kosning ungmennaráðs Vesturlands

2110022

Lagður er fram tölvupóstur menningar- og velferðarfulltrúa SSV, frá 5. október sl., þar sem boðað er til ungmennaþings Vesturlands dagana 22.-24. október n.k. á Lýsuhóli, þar sem stofnað verður ungmennaráð Vesturlands.
Ákveðið hefur verið að fresta ungmennaþingi Vesturlands, sem fara átti fram um næstu helgi. Byggðarráð fagnar því að haldið verði sameiginlegt ungmennaþing Vesturlands. Markmiðið með þinginu er meðal annars að fá ungt fólk af öllu Vesturlandi saman, kjósa í ungmennaráð Vesturlands og stuðla að uppbyggingu í þágu ungs fólks á öllu Vesturlandi.

Ungmennaráð Borgarbyggðar var sett aftur af stað í síðustu viku, upplýsingar um stofnunina og beiðni um breytingar á erindisbréfi ungmennaráðs mun berast byggðarráði á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að ungmenni úr ungmennaráði Borgarbyggðar mæti til fundarins.
Fylgiskjöl:

6.Öryggismál í biðskýlum

2102057

Framlögð gögn vegna kostnaðarmats á öryggismálum í biðskýlum og við grunnskóla.
Byggðarráð telur nauðsynlegt að endurnýja biðskýli í Borgarbyggð ásamt því að bæta öryggi og lýsingu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram, gera tillögur að áfangaskiptingu. Jafnframt sé framkomnum hugmyndum vísað til fræðslunefndar til umsagnar.

7.Hopp rafskútur í Borgarnesi

2110030

Framlagður tölvupóstur frá Hopp Akranesi, dags. 7. október 2021 þar sem lýst er áhuga á því að setja á stofn rafskútuleigu í Borgarnesi.
Hopp Akranesi hefur leitað til sveitarfélagsins með að stofna rafskútuleigu í Borgarnesi. Hopp er íslenskt fyrirtæki sem býður upp á leigu á rafskútum innan tiltekins þjónustusvæðis þar sem greitt er í gegnum smáforrit. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að samningi við fyrirtækið og leggja fyrir byggðarráð.

8.Gönguleiðir í Borgarbyggð

2108060

Framlagt erindi frá Markaðsstofu Vesturlands þar sem óskað er samþykkis landeiganda vegna kynningar á hnitsettum gönguleiðum í landi Borgarbyggðar.
Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir því að kortlagning gönguleiða í landi í eigu Borgarbyggðar sem í erindi Markaðsstofu Vesturlands eru nefnd Borgarnes, Einkunnir og Barnaborgir, verði nýttar til upplýsingagjafar og í kynningarstarfi á opinberum vettvangi.

9.Uppsetning skilta og mögulegur Frisbee-golfvöllur - Fyrirspurn

2109056

Framlagt erindi frá Hollvinasamtökum Borgarness, dags. 1. október 2021 varðandi möguleikann á uppsetningu Frisbee golfvallar og uppsetningu upplýingaskilta í Borgarnesi.
Hollvinasamtök Borgarness óska eftir heimild Borgarbyggðar, sem landeiganda, til að setja upp upplýsingaskilti við Digranesgötu og Bjarnarbraut í Borgarnesi, setja upp Frisbee-golfvöll í miðbæ Borgarness og að nýta Suður-Klett, þar sem olíutankarnir voru staðsettir niðri við Brákarey sem útivistarsvæði með upplýsingum um ýmis atriði er tengjast Borgarnesi, loka svæði fyrir umferð o.fl.

Byggðarráð fagnar áhuga Hollvinasamtakana á verkefnum í þágu sveitarfélagsins, íbúa þess og gesta.
Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.

10.Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum

2110083

Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. október 2021, þar sem unnin hefur verið viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum, sem er hluti af stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Í bréfi Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga er sett fram viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum, út frá þingfararkaupi og fjölda íbúa hvers sveitarfélags. Viðmiðunarlaunataflan miðast við laun fyrir setu í sveitarstjórn án alls álags vegna oddvitastöðu í sveitarstjórn eða setu í nefndum sveitarfélagsins. Í bréfinu er tekið fram að það sé á hendi hverrar sveitarstjórnar hvort hún vilji nýta sér töfluna eða ekki. Einnig kemur fram í bréfinu að nota megi viðmiðunarlaunatöfluna við ákvörðun á launum fyrir setu í nefndum á vegum sveitarfélagsins, sem yrði þá að meta út frá vinnuframlagi hverrar nefndar. Samkvæmt upplýsingum úr íbúaskrá 18. október 2021 er íbúafjöldi í Borgarbyggð alls 3.849. Ef viðmiðunarlaunataflan væri nýtt væru mánaðarlegar launagreiðslur fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum á bilinu kr. 190.443 - kr. 248.153.

Fyrir liggur að launagreiðslur til kjörinna fulltrúa í Borgarbyggð eru undir þessum viðmiðum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um greiðslur til kjörinna fulltrúa í Borgarbyggð og leggja fram tillögur um breytingar á launasamsetningu fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmenn.

11.Hringvegur 1 í Borgarnesi - lýsing á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

1804038

Lagður er fram tölvupóstur frá Vegagerðinni, dags. 15. október 2021, þar sem óskað er eftir tilnefningu Borgarbyggðar á tveimur fulltrúum í starfshóp vegna Hringvegarins um Borgarnes.
Byggðarráð leggur til að Borgarbyggð tilnefni þrjá fulltrúa í starfshóp vegna Hringvegarins um Borgarnes, tveir starfsmenn og einn kjörinn fulltrúa. Guðný Elíasdóttur, deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar, Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra og Lilju Björgu Ágústsdóttur, forseta sveitarstjórnar.

12.Reglur um styrktarlínur

2110091

Framlagðar nýjar reglur um styrktarlínur sem unnar hafa verið af samskiptastjóra sveitarfélagsins. Reglurnar hafa verið samþykktar af framkvæmdaráði Borgarbyggðar.
Byggðarráð vísar tillögum að reglum um styrktarlínur til umsagnar í atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd.

13.Vefstefna Borgarbyggðar

2110103

Framlögð drög að vefstefnu fyrir Borgarbyggð sem unnar hafa verið af samskiptastjóra sveitarfélagsins. Reglurnar hafa verið samþykktar af framkvæmdaráði Borgarbyggðar.
Byggðarráð vísar vefstefnu Borgarbyggðar til umsagnar í atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd.

14.Samskiptastefna Borgarbyggðar

2110093

Framlögð drög að samskiptastefnu fyrir Borgarbyggð sem unnar hafa verið af samskiptastjóra sveitarfélagsins. Reglurnar hafa verið samþykktar af framkvæmdaráði Borgarbyggðar.
Byggðarráð vísar samskiptastefnu Borgarbyggðar til umsagnar í atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd.

15.Vafrakökustefna Borgarbyggðar

2110104

Framlögð drög að vafrakökustefnu fyrir Borgarbyggð sem unnar hafa verið af samskiptastjóra sveitarfélagsins. Reglurnar hafa verið samþykktar af framkvæmdaráði Borgarbyggðar.
Byggðarráð vísar vafrakökustefnu Borgarbyggðar til umsagnar í atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd.

16.Nýtt hesthús í Gilsbakkaseli - beiðni um fjármagn

2110024

Framlagt erindi Fjallskilanefndar Þverárréttar, dags. 5. október 2021 þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að byggja nýtt hesthús í Gilsbakkaseli.
Byggðarráð þakkar fyrir framlagt erindi en telur ekki mögulegt að leggja fjármagn til framkvæmdarinnar að þessu sinni.

17.ADHD samtökin - umsókn um styrk

2110020

Framlögð umsókn ADHD samtakanna dags. 5. október 2021 um styrk
Nýverið stofnuðu ADHD samtökin útibú á Vesturlandi, þar sem ætlað er að standa fyrir námskeiðahaldi og reglulegum spjallfundum um ýmis málefni tengd ADHD. Markmið stofnunarinnar er að efla félagslegt net og samstarf fagfólks og einstaklinga með ADHD á Vesturlandi, vinna gegn fordómum og styðja við einstaklinga með ADHD og fjölskyldu þeirra. Samráð verður við fjölskyldusvið Borgarbyggðar vegna verkefnisins.

Byggðarráð fagnar stofnun útibúsins á Vesturlandi og samþykkir að veita útibúinu kr. 100.000,-.

18.Matvælalandið Ísland - atvinnusýning

2110002

Framlögð beiðni Rotaryklúbbs Borgarness um styrk, ásamt kostnaðaráætlun, vegna atvinnusýningar sem haldin verður þann 30.10.2021.
Málstofan mun bera heitið „Matvælalandið Ísland ? loflagsmál og kolefnisspor“ og er atvinnusýningin ætlum öllum þeim er er veita atvinnu í sveitarfélaginu til að kynna starfsemi sína og verkefni fyrir gestum sýningarinnar.

Byggðarráð samþykkir að veita Rótarýklúbb Borgarness styrk með því að greiða leigu á menningarhúsinu Hjálmakletti á meðan viðburðinum stendur.

19.Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmdarleyfis fyrir strandstig meðfram Borgarvogi

2107037

Kynning á úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 15. október sl. vegna strandstígs við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

20.Ölvaldsstaðir 2 - umsókn um ljósastaura

2110089

Framlögð umsókn Þórhildar Tómasdóttur, Ölvaldsstöðum 2 um tvo ljósastaura, dags. 15. október 2021.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn. Ölvaldsstaðir 2 er lögbýli og hefur því rétt á tveimur ljósastaurum, umsækjandi uppfyllir þau skilyrði sem fram koma í reglum sveitarfélagsins um lýsingu við lögbýli. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið í samvinnu við eiganda lögbýlisins.

21.Bjargarás - beiðni um ljósastaura

2110075

Framlögð umsókn Bergþórs Jóhannessonar, dags. 13. október 2021 um ljósastaura við Bjargarás.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn. Bjargarás er íbúðarhús á lögbýli og hefur því rétt á einum ljósastaur, umsækjandi uppfyllir þau skilyrði sem fram koma í reglum sveitarfélagsins um lýsingu við lögbýli. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið í samvinnu við eiganda Bjargaráss.
Fylgiskjöl:

22.Húsnefnd Þinghamars - fundargerð 30.september 2021

2110067

Framlögð fundargerð Húsnefndar Þinghamars dags. 30. september 2021.
Lögð fram til kynningar.

23.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2021

2102086

Framlagðar fundargerðir stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands nr. 169 frá 6 október og nr. 170 frá 11. október 2021. Ennfremur framlagðar verklagsreglur um númerslausa bíla og hlekkur á úrskurð ÚÚA um Álfsnes.
Lagðar fram til kynningar.

24.Faxaflóahafnir sf._fundargerðir

2010144

Framlögð fundargerð 210. fundar stjórnar Faxaflóahafna dags. 29. september 2021.
Lögð fram til kynningar.

25.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2021

2106113

Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23.ágúst 2021.
Lögð fram til kynningar.

26.Eigendafundur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

2110073

Framlögð fundargerð eigendafundar HEV dags, 18.10.2021
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.