Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2022
2106002
Umræða um vinnu við fjárhagsáætlun 2022 milli umræðna í sveitarstjórn.
Fram fóru umræður um gjaldskrár sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að koma þeirri umræðu á framfæri við viðeigandi undirnefndir sveitarfélagsins.
2.Endurskoðun ASK 2010-2022
2002119
Á 29. fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar var ákveðið að hafna öllum tilboðum og bjóða verkið út í almennu útboði. Fyrir byggðarráð er lagt fram minnisblað deildarstjóra skipulags- og byggingadeildar um framhald vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Á 29. fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar var bókað að í kjölfar þess að tilboð í vinnu við gerð aðalsskipulags voru opnuð bárust athugasemdir Samtökum iðnaðarins, f.h. eins bjóðanda að sveitarfélaginu bæri að bjóða vinnuna út í almennu útboði. Aflað var álits Ríkiskaupa á réttmæti athugasemdanna og í kjölfar þess tók skipulags- og byggingarnefnd ákvörðun um að hafna öllum tilboðum og bjóða verkið út í almennu útboði.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar að hafna öllum framkomnum tilboðum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsingar er varða fyrirkomulag um endurskoðun aðalskipulags.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar að hafna öllum framkomnum tilboðum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsingar er varða fyrirkomulag um endurskoðun aðalskipulags.
3.Tillaga um notkun fjarfundabúnaðar
2003157
Lögð er fram frétt af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 16. nóvember 2021, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, auk auglýsingar vegna þessa sem birt var í Stjórnartíðindum 15. nóvember 2021. Sveitarstjórnir skulu taka ákvörðun um heimild til að halda fjarfundi til 31. janúar 2022.
Til að tryggja starfhæfi sveitarfélagsins og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að heimila sveitarstjórn, nefndum og ráðum sveitarfélagsins að halda fjarfundi til og með 31. janúar 2022.
4.Safnahúss Sólbakka 15 munageymsla
2111155
Til fundar kemur Guðni Rafn Ásgeirsson, umsjónarmaður fasteigna og veitir upplýsingar um nauðsynlegt viðhald sem þarf að sinna á safngeymslum safnahúss á Sólbakka 13-15.
Byggðarráð er upplýst um að þak á Sólbakka 13-15 leki og að safnmunir í safngeymslum Safnahúss Borgarfjarðar séu í hættu. Byggðarráð harmar að enn sé að koma upp óvænt ástand húsnæðis sem hefur áhrif á starfsemi sveitarfélagsins með einum eða öðrum hætti. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma safnmununum í tímabundið skjól. Byggðarráð vísar málinu að öðru leyti til atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar til að finnna framtíðarlausn fyrir safnageymslur og nýtingu húsnæðis Safnahússins.
5.Skýrsla eftirlitsmanns - Grunnskólinn í Borgarnesi
2107025
Framlögð skýrsla Benedikts Magnússonar, eftirlitsmanns með framkvæmdum við Grunnskóla Borgarness, sem barst sveitarfélaginu 5. nóvember sl. sem varðar vandamál sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna framkomna skýrslu fyrir þeim er komu að hönnun mannvirkisins.
6.Starfsmannamál 2021
2103094
Kynning á framkominni kröfu vegna starfsmannamáls.
Lagt fram til kynningar.
7.Kæra v. niðurstöðu endurmats - Egilsgata 11 og 14
2111140
Kynning á framkomnum kærum Hótel Borgarness ehf., til yfirfasteignamatsnefndar, dags. 2. nóvember 2021 vegna niðurstöðu Þjóðskrár Íslands um endurmat á fasteignunum að Egilsgötu 11 og 14.
Lagt fram til kynningar.
8.Workplace
2110033
Gæða- og mannauðsstjóri hefur kannað leiðir til þess að bæta innri samskipti starfsfólk sveitarfélgsins og telur að Workplace sé hentugasta úrræðið.
Workplace er samskiptamiðill fyrir vinnustaði. Workplace byggir á sömu eiginleikum og viðmóti og Facebook, enda er hugbúnaðurinn framleiddur af sama aðila. Workplace-lausnin er sérsniðin fyrir umhverfi fyrirtækja og stofnana.
Workplace er samskiptamiðill fyrir vinnustaði. Workplace byggir á sömu eiginleikum og viðmóti og Facebook, enda er hugbúnaðurinn framleiddur af sama aðila. Workplace-lausnin er sérsniðin fyrir umhverfi fyrirtækja og stofnana.
Íris Gunnarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri, mætir til fundarins og kynnir hugmyndir að innleiðingu Workplace í allar stofnanir Borgarbyggðar.
9.Samningur - ráðningakerfi Alfreðs
2111112
Framlagður samningur, dags. 11. nóvember 2021, milli Borgarbyggðar og Alfreð, ráðningarþjónustu um notkun sveitarfélagsins á kerfi Alfreðs við ráðningar hjá sveitarfélaginu.
Borgarbyggð hóf notkun á Alfreð um mitt síðasta árs og notkun ráðningakerfisins um svipað leiti og hefur reynslan verið góð. Kostnaður sveitarfélagsins vegna auglýsinga í tengslum við ráðningar á sveitarfélaginu á árinu hefur verið meiri en sá kostnaður sem framlagður samningur kveður á um, því er ekki um kostnaðarauka að ræða. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samning um nýtingu Borgarbyggðar á auglýsinga- og ráðningakerfi Alfreðs.
10.Samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst
2111095
Framlagt bréf frá Háskólanum á Bifröst, dagsett í október 2021, þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að fara í samstarf með skólanum um nemendaverkefni sem nýst geta sveitarfélaginu eða að fá nemendur í starfsnám til þess að vinna verkefni sem tengjast námi þeirra.
Borgarbyggð hefur fengið nemendur bæði frá Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskólanum og öðrum háskólum í sérhæfð verkefni í gegnum árin og hefur það reynst vel. Byggðarráð hvetur stofnanir Borgarbyggðar til að taka þátt í samstarfi með Háskólanum á Bifröst um nemendaverkefni.
11.Viðauki við samning við Hjallastefnuna
2111134
Lögð fram drög að viðauka við samning við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Hraunborgar að Bifröst.
Viðaukinn felur í sér breytingar á skilgreiningu á barngildum samkvæmt samningnum, þannig að í Hraunborg sé miðað við sömu barngildi og í öðrum leikskólum sveitarfélagsins. Einnig felur viðaukinn í sér að Borgarbyggð tryggi greiðslur með að lágmarki 20 nemendum þrátt fyrir að nemendafjöldi fari niður fyrir þann fjölda á einhverjum tíma.
Viðaukinn felur í sér lækkun kostnaðar fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðaukann fyrir hönd Borgarbyggðar.
Viðaukinn felur í sér lækkun kostnaðar fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðaukann fyrir hönd Borgarbyggðar.
12.Endurnýjun malbiks á Þórðargötu- verðfyrirspurn
2110096
Framlagður undirritaður verksamningur vegna endurnýjunar malbiks á Þórðargötu, við Fagverk verktaka ehf. frá 15. nóvember 2021.
Á 578. fundi byggðarráðs var samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Fagverks verktaka ehf. í endurnýjun malbiks á Þórðargötu. Samningurinn lagður fram til kynningar.
13.Umsókn um lóð - Stöðulsholt 37
2111033
Framlögð umsókn Samúels Halldórssonar, dags. 3. nóvember 2021 um lóðina að Stöðulsholti 37, Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Samúels Halldórssonar um lóðina Stöðulsholt 37, Borgarnesi.
14.Umsókn um lóð - Stekkjarholt 1
2111034
Framlögð umsókn, Samúels Halldórssonar, dags. 3. nóvember 2021 um Stekkjarholt 1, Borgarnesi.
Umsækjandi fékk úthlutað lóðinni Stöðulsholti 37. Samkvæmt úthlutunarreglum Borgarbyggðar er einstaklingi eingöngu heimilt að fá úthlutað einni fasteign og er þessari umsókn því hafnað.
15.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2021
2106113
Framlagðar fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 27.09.2021 og 30.09.2021
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:45.