Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2022
2106002
Til fundarins kemur Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs og fer yfir stöðu á vinnu við fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022.
Lagðar fram upplýsingar um vinnu sem farið hefur fram eftir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar. Tillögur að gjaldskrárbreytingum ræddar og lagt til að almenn hækkun gjaldskráa verði 3%, sem er undir verðlagsþróun. Jafnframt lagðar fram nýjar tillögur um tilhögun álagningarprósentu fasteignagjalda A-hluta, úr 0,36% í 0,35% af álagningarstofni. Rædd ný tillaga að fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2022 til 2025.
2.Samanburður við fjárhagsáætlun 2021
2103132
Lagður fram samanburður fyrir rekstur sveitarfélagsins fyrir fyrstu 10 mánuði ársins.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum samanburðar á yfirliti yfir rekstur sveitarfélagsins til samanburðar við áætlun fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt frávikagreiningunni er reksturinn nokkuð betri en áætlað var á þessum tímapunkti, bæði tekjur og gjöld.
3.Endurskoðun ASK 2010-2022
2002119
Á 29. fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar var ákveðið að hafna öllum tilboðum og bjóða verkið út í almennu útboði. Fyrir byggðarráð er lagt fram minnisblað deildarstjóra skipulags- og byggingadeildar um framhald vinnu við endurskoðun aðalskipulags. Framhald umræðu af 579. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð leggur til að bjóða verkefnið út í almennu útboði.
4.Egilsgata 11 - lóðamál
2004149
Lagt er fram til kynningar bréf sveitarstjóra til Einars Ingimarssonar, dags. 4. nóvember 2021, vegna kröfu Einars Ingimarssonar um að greitt verði fyrir vinnu Einars í tengslum við lóðarleigusamning fyrir Egilsgötu 11 og skipulag svæðis þess svæðis sem lóðin er hluti af, sem hann setti fram með bréfi til formanns byggðarráðs, dags. 7. september 2021.
Lagt fram til kynningar.
5.Valfell - leyndur galli
2111160
Lögð fram til kynningar krafa Gísla M. Auðbergssonar hrl., f.h. Morgunroða ehf. vegna meintra galla í fasteigninni að Valfelli í Borgarbyggð.
Sveitarstjóra er falið að svara kröfu lögmanns eiganda fasteignarinnar.
6.Sala á gamla Hamars húsinu
2111164
Framlögð beiðni Hótels Hamars ehf. um kaup á gamla Hamarshúsinu, sem stendur við golfvöllinn að Hamri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa gamla húsið að Hamri til sölu með þeim skilyrðum að það verði gert upp og að nýting þess samræmist starfseminni á svæðinu.
7.Grjótháls - stjórnsýslukæra 165-2021
2111157
Framlögð tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. nóvember sl. um kæru Málfríðar Kristjánsdóttur, vegna útgáfu framkvæmdaleyfis vegna reisingu vindmasturs á Grjóthálsi.
Lagt fram til kynningar.
8.Birkihlíð 6 - Umsókn um tengingar vatns
2111142
Framlögð umsókn Ásgeirs Yngva Ásgeirssonar um tengingu við Varmalandsveitu og hitaveitu Varmalands.
Byggðarráð samþykkir umsókn Ásgeirs Yngva Ásgeirssonar um að tengjast hitaveitu Varmlands og Varmlandsveitu.
9.Umsókn um lóð - Sólbakki 26b
2111175
Framlögð umsókn Halldórs F. Haraldssonar um lóðina að Sólbakka 26b, Borgarnesi.
Málinu er frestað til næsta fundar byggðarráðs.
10.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 15
2111176
Framlögð umsókn Halldórs F. Haraldssonar um lóðina að Fjólukletti 15, Borgarnesi.
Umsókn umsækjanda um lóðina að Fjólukletti 15, Borgarnesi, er samþykkt.
11.Hafnasamband Íslands_fundargerðir
2010147
Framlögð fundargerð 439. fundar stjórnar hafnasambands Íslands dags. 12. nóvember 2021
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:30.