Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

581. fundur 02. desember 2021 kl. 08:15 - 12:08 að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson Sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2106002

Rætt um tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2022 - 2025 vegna síðari umræðu í sveitarstjórn sem fyrirhuguð er þann 9. desember 2021.
Umræða um fjárhagsáætlun ársins 2022. Lögð eru fram drög að framkvæmdaáætlun vegna áranna 2022-2025, fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun áranna 2022-2025. Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun, þriggja ára áætlun og framkvæmdaáætlun til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Reiðhöllin Faxaborg - umsókn um styrk

2011007

Framlögð ályktun aðalfundar hestamannafélagsins Borgfirðings, frá 24. nóvember sl. um aðkomu sveitarfélagsins að uppgreiðslu á virðisaukaskattskuld sem hvílir á reiðhöllinni að Vindási.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Borgarbyggð hækki hlutafé sitt í Vindási ehf. að fjárhæð 8,5 m.kr. á árinu 2021, sem samsvarar virðisaukaskattskvöð sem hvílir á reiðhöllinni Faxaborg í samræmi við eignarhlut Borgarbyggðar. Tillagan er með fyrirvara um að hluthafafundur Vindáss ehf. ákveði að hækka hlutafé félagsins um því sem samsvarar heildarvirðisaukaskattskvöð fasteignarinnar og að aukið hlutafé verði nýtt til að greiða upp virðisaukaskattskvöð félagsins. Enn fremur er tillagan lögð fram með fyrirvara um að Hestamannafélagið Borgfirðingur leggi fram tillögu um það með hvaða hætti félagið ætli að standa undir rekstri og viðhaldi reiðhallarinnar til frambúðar. Jafnframt skuli Hestamannafélagið Borgfirðingur skuldbinda sig til þess að láta slíta félagi núverandi leigutaka reiðhallarinnar, Seláss ehf. og bera kostnað af slitum félagsins. Þá er fyrirvari um að nýr leigutaki reiðhallarinnar Faxaborg verði Hestamannafélagið Borgfirðingur. Fyrirvararnir skulu uppfylltir á árinu 2021, til þess að Borgarbyggð taki þátt í hlutafjáraukningunni. Er málinu vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2022.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

2102077

Lögð fram drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2021.
Á fundinn mætti sviðsstjóri fjármálasviðs og kynnti tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021. Í tillögunni er gert ráð fyrir 25,3 millj kr auknum launakostnaði, 6,8 millj kr aukningu vegna breytinga í tölvumálum og 9,0 millj vegna vegna aukins kostnaðar við sorphirðu og sorpeyðingu. Þá er lagt til að sveitarfélagið auki hlutafé sitt í Reiðhöllinni Vindási ehf um 8,5 millj. Þessum útgjaldaauka er mætt með hækkun útsvarstekna um 50 millj kr en rauntölur sýna að það stefnir í að útsvar ársins verði hærra en áætlun gerir ráð fyrir.

4.Gjaldskrár 2022

2111239

Framlagðar tillögur að gjaldskrám vegna ársins 2022.
Byggðarráð vísar framlögðum tillögum að gjaldskrám vegna ársins 2022 til sveitarstjórnar til staðfestingar.

5.Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum

2110083

Framlögð tillaga sveitarstjóra um launakjör kjörinna fulltrúa vegna ársins 2022.
Á 576. fundi byggðarráðs, sem haldinn var 21. október 2021, var lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sett var fram viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórn, út frá þingfararkaupi og fjölda íbúa hvers sveitarfélags. Í bókun fundarins kom fram að launagreiðslur til kjörinna fulltrúa í Borgarbyggð væru undir viðmðunarlaunatöflunni. Á framangreindum fundi fól byggðarráð sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um greiðslur til kjörinna fulltrúa í Borgarbyggð og leggja fram tillögur að breytingum á launasamsetningu fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmenn.

Sveitarstjóri fór yfir launagreiðslur til kjörinna fulltrúa í Borgarbyggð og bar saman við viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórn. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru fastar greiðslur viðmiðunarlauna til fulltrúa í sveitarstjórnum sveitarfélaga með 3.001-5.000 íbúa kr. 190.443-248.153,-, án alls álags vegna oddvitastöðu í sveitarstjórn eða setu í nefndum sveitarfélagsins. Samkvæmt núgildandi reglum um laun sveitarstjórnarfulltrúa í Borgarbyggð, fær sveitarstjórnarfulltrúi fasta greiðslu á mánuði að fjárhæð kr. 143.966,- með setu á sveitarstjórnarfundi.

Byggðarráðsfulltrúar eru sammála að endurskoða þurfi þær greiðslur sem fulltrúar í sveitarstjórnum, ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins fá fyrir störfin, m.a. m.t.t. þeirra vinnu og tímafjölda sem gert er ráð fyrir að fulltrúar leggi í störf sín og til samræmis við fulltrúa í öðrum sveitarfélögum og viðmiðunarlaunatöflu. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu og leggja fram tillögur um breytingar fyrir lok kjörtímabilsins.

6.Gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur

2004072

Lögð eru fram drög að samningi milli Borgarbyggðar og ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf tengt samningum við Orkuveitu Reykjavíkur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlagðan samning með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Sveitarstjóri upplýsir að formaður byggðarráðs og sviðsstjóri fjármálasviðs eiga fund síðar í dag með fulltrúa KPMG.

7.Endurnýjun rammasamninga

2104165

Eftirtaldir rammasamningar eru til endurnýjunar á næstu vikum. Óskað er afstöðu byggðarráðs hvort sveitarfélagið skuli vera aðili að þeim:

RK 03.01 Tölvubúnaður
31.12.2021
RK. 04.01 Húsgögn
01.12.2021
RK 12.01 Almennar byggingarvörur
11.12.2021
RK 12.02 Ljósaperur og lýsingarbúnaður
12.12.2021
RK 12.03 Gólfefni, þiljur og kerfisloft
13.12.2021
RK 12.04 Hreinlætistæki og pípul.
14.12.2021
RK 12.05 Málningar og múrvörur
15.12.2021
RK 12.06 Rafvörur og raflagnaefni
16.12.2021
RK 12.07 Byggingartimbur
17.12.2021
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að taka þátt í eftirtöldum rammasamningum við endurnýjun þeirra:
RK 03.01 Tölvubúnaður



RK. 04.01 Húsgögn



RK 12.01 Almennar byggingarvörur

RK 12.02 Ljósaperur og lýsingarbúnaður
RK 12.03 Gólfefni, þiljur og kerfisloft

RK 12.04 Hreinlætistæki og pípul.

RK 12.05 Málningar og múrvörur

RK 12.06 Rafvörur og raflagnaefni

RK 12.07 Byggingartimbur


8.Útboð vegna reksturs og hýsingu tölvukerfis Borgarbyggðar

2111060

Haldinn hefur verið upphafsfundur með Ríkiskaupum vegna útboðs á rekstri og hýsingu tölvukerfis Borgarbyggðar. Á fundinum voru lagðar fram tillögur að mismunandi aðferðafræði við útboðið sem nauðsynlegt er að fá afstöðu byggðarráðs til.
Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið taki þátt í nýjum rammasamningi um rekstur og hýsingu sem tekur gildi 1. apríl 2022. Fram til þess tíma fari núverandi þjónustuaðili með umsjón með tölvukerfum sveitarfélagsins.

9.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Framlögð tillaga að áfangaskiptingu Noland arkitekta vegna byggingar við kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að bjóða út fullnaðarhönnun deildar Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum, í samvinnu við Ríkiskaup.

10.Girðing fyrir landi Haukagils

2111205

Á 62. fundi Fjallskilanefndar Þverárréttar óskaði fjallskilanefndin eftir aðkomu sveitarsjóðs við fjármögnun verksins svo unnt verði að ráðast í það á vordögum 2022, líkt og gert var fyrir landi Kvía og Örnólfsdals árið 2020. Áætlaður kostnaður er 3 milljónir.
Byggðarráð hafnar beiðni um lán frá sveitarfélaginu til verksins, þar sem sveitarsjóður greiðir nú þegar um 1,5 milljón króna á ári vegna fjallskilasjóðsins og ekki liggja fyrir áætlanir um hvernig eigi að auka tekjur fjallskilasjóðsins.

11.Breytingar á siðareglum slökkviliðs Borgarbyggðar

2111238

Lagðar fram tillögur slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar til breytinga á siðareglum slökkviliðs Borgarbyggðar. Breytingarnar hafa verið lagðar fyrir fagráð slökkviliðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingar á siðareglum slökkviliðs Borgarbyggðar og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.

12.Fagráð slökkviliðsins - fundargerðir 2021

2105172

Framlögð fundargerð fagráðs slökkviliðs Borgarbyggðar frá fundi 24. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir

2111215

Framlagðar fundargerðir 164. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 28. september 2021 og 165. fundar dags. 17. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2021

2102005

Framlögð fundargerð 903. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á áislandi dags. 26. nóvember 2021
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:08.