Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Safnahúss Sólbakka 15 munageymsla
2111155
Á 30. fundi atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar sem haldinn var 7. desember 2021 var lagt til til við byggðarráð að samþykkja að koma safnmunum sem eru uppi á Sólbakka fyrir í húsnæði Safnahússins tímabundið, en gróft kostnaðarmat liggur fyrir. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í verkefnið í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar.
Er þessi tillaga unnin í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins. Safnmunum verður þá komið fyrir á fyrstu hæðinni þar sem sýningin Börn í 100 ár er staðsett. Hugmyndir eru uppi um að varðveita sýninguna á stafrænu formi en að hún verði tekin niður í þeirri mynd sem hún er. Baðstofan og Ævintýri fuglanna verði áfram uppsettar í óbreyttri mynd.
Nefndin leggur einnig til við byggðarráð, að farið verði í greiningu á framtíðarfyrirkomulagi safnanna og starfsemi Safnahúss sem fyrst. Kostnaðarmat liggur ekki fyrir og ekki ert gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun. Nefndin vill einnig leggja áherslu á að komið verði á fót varðveislusetri í Borgarbyggð í samvinnu við sveitarfélög á Vesturlandi og stjórnvöld.
Er þessi tillaga unnin í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins. Safnmunum verður þá komið fyrir á fyrstu hæðinni þar sem sýningin Börn í 100 ár er staðsett. Hugmyndir eru uppi um að varðveita sýninguna á stafrænu formi en að hún verði tekin niður í þeirri mynd sem hún er. Baðstofan og Ævintýri fuglanna verði áfram uppsettar í óbreyttri mynd.
Nefndin leggur einnig til við byggðarráð, að farið verði í greiningu á framtíðarfyrirkomulagi safnanna og starfsemi Safnahúss sem fyrst. Kostnaðarmat liggur ekki fyrir og ekki ert gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun. Nefndin vill einnig leggja áherslu á að komið verði á fót varðveislusetri í Borgarbyggð í samvinnu við sveitarfélög á Vesturlandi og stjórnvöld.
2.Yfirfærsla Borgarbrautar (531-01) frá Vegagerðinni til Borgarbyggðar
1911012
Framlögð drög að samningi við Vegagerðina um yfirfærslu á Borgarbraut frá Vegagerðinni til Borgarbyggðar, auk bréfs Vegagerðarinnar dags. 13. desember 2021.
Með framlögðum samningi færist vegurinn frá gatnamótum við Hringveg að Egilsgötu yfir til sveitarfélagsins, þar sem hann fellur úr tölu stofnvega skv. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 31. desember 2021 og verður sveitarfélagsvegur. Vegagerðin hefur annast vegahald vegarins samkvæmt tímabundinni heimild í vegalögum sem gildir út árið 2021. Frá og með 1. janúar 2022 tekur Borgarbyggð við vegahaldi, viðhaldi og þjónustu við veginn. Samkvæmt 3. gr. samningsins skal Vegagerðin fara í endurbætur á þeim kafla vegarins sem liggur frá Hlíðartúni að Egilsgötu í samvinnu við sveitarfélagið og Veitur fyrir lok ársins 2022. Þá verður farið í endurbætur á yfirborði með malbiki, endurnýjun regnvatnslagna og gangastétta meðfram veginum ásamt endurnýjun á hraðahindrunum og kantsteinum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlögð drög að samningi um skil á þjóðvegi í Borgarnesi til Borgarbyggðar, neðan gatnamóta við Hringveg að Egilsgötu, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlögð drög að samningi um skil á þjóðvegi í Borgarnesi til Borgarbyggðar, neðan gatnamóta við Hringveg að Egilsgötu, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
3.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir
2001118
Framlögð matsbeiðni sem lögð hefur verið fyrir héraðsdóm Vesturlands af hálfu Heflunar ehf. vegna framkvæmda við ljósleiðara Borgarbyggðar.
Sigurgeir Valsson og Jóhannes Karl Sveinsson, lögmenn hjá Landslögum og lögmenn Borgarbyggðar í málinu mæta til fundarins til að fara yfir stöðu málsins og áhrif matsbeiðnarinnar.
4.Öryggismál í biðskýlum
2102057
Framlagðar upplýsingar og verðtilboð um þá möguleika sem til staðar eru varðandi ný biðskýli vegna skólaaksturs í Borgarbyggð auk kostnaðar vegna aukinnar lýsingar og myndavélakerfa.
Á 221. fundi sveitarstjórnar var ákveðið að breyta fjárfestingaráætlun ársins 2022, þannig að varið yrði 5 m.kr. í biðskýli. Byggðarráð tekur ákvörðun um að keypt verði 2 skýli sem sett verði upp að við Hrafnaklett annars vegar og við Dílahæð hins vegar, sett verði upp betri lýsing í þeim skýlum og auk þess verði reynt að bæta lýsingu við önnur skýli samhliðs. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
Ákvörðunin verði send til kynningar í fræðslunefnd og ungmennaráði.
Ákvörðunin verði send til kynningar í fræðslunefnd og ungmennaráði.
5.Endurskoðun ASK 2010-2022
2002119
Lagt er fram erindi Sigurbjargar Óskar Áskelsdóttur, f.h. Landlína ehf., dags. 6. desember 2021, þar sem þess er farið á leit við sveitafélagið að það gangi til samninga við landlínur ehf. á grundvelli tilboðs um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Á 28. fundi skipulags- og byggingarnefnd var ákveðið að óska eftir kynningu og tilboðum frá 7 hönnunarstofum vegna endurskoðunar aðalskipulags og tiltekið að val yrði miðað út frá innihaldi kynninga, verði og hvað stofan hefði fram að færa miðað við þarfir sveitarfélagsins. Þar kom enn fremur fram að sveitarfélaginu yrði heimilt að hafna öllum tilboðum.
Á 29. fundi skipulags- og byggingarnefndar voru lögð fram tilboð 6 hönnunarstofa sem höfðu áhuga á að bjóða í endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar. Í kjölfar þess að tilboð í vinnu við gerð aðalsskipulags voru opnuð bárust athugasemdir Samtökum iðnaðarins vegna ábendinga um verðfyrirspurn sveitarfélagsins. Samtök bentu á að gæta skyldi að ákvæðum ákvæðum laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, þegar innkaup væru yfir viðmiðunarfjárhæðum og að áætla mætti af framkomin tilboð væru yfir viðmiðunarfjárhæðum fyrir kaup á þjónustu. Aflað var álits Ríkiskaupa sem var sammála áliti Samtaka iðnaðarins um að um þjónustukaup væri að ræða sem bæri að bjóða út samkvæmt lögum um opinber innkaup. Í kjölfar þess tók skipulags- og byggingarnefnd ákvörðun um að hafna öllum tilboðum, í samræmi við heimild þar um og álit Ríkiskaupa og Samtaka iðnaðarins, og bjóða verkið út í almennu útboði.
Byggðarráð staðfestir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar að hafna öllum tilboðum, en sú ákvörðun er tekin á grundvell ráðgjafar Ríkiskaupa um að um þjónustukaup sé að ræða, en ekki verksamning eins og Borgarbyggð byggði verðfyrirspurn sína á. Öll tilboð utan eins hafi verið yfir viðmiðunarmörkum um þjónustukaup skv. lögum um opinber innkaup, sem eru 15,5 m.kr.
Á 29. fundi skipulags- og byggingarnefndar voru lögð fram tilboð 6 hönnunarstofa sem höfðu áhuga á að bjóða í endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar. Í kjölfar þess að tilboð í vinnu við gerð aðalsskipulags voru opnuð bárust athugasemdir Samtökum iðnaðarins vegna ábendinga um verðfyrirspurn sveitarfélagsins. Samtök bentu á að gæta skyldi að ákvæðum ákvæðum laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, þegar innkaup væru yfir viðmiðunarfjárhæðum og að áætla mætti af framkomin tilboð væru yfir viðmiðunarfjárhæðum fyrir kaup á þjónustu. Aflað var álits Ríkiskaupa sem var sammála áliti Samtaka iðnaðarins um að um þjónustukaup væri að ræða sem bæri að bjóða út samkvæmt lögum um opinber innkaup. Í kjölfar þess tók skipulags- og byggingarnefnd ákvörðun um að hafna öllum tilboðum, í samræmi við heimild þar um og álit Ríkiskaupa og Samtaka iðnaðarins, og bjóða verkið út í almennu útboði.
Byggðarráð staðfestir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar að hafna öllum tilboðum, en sú ákvörðun er tekin á grundvell ráðgjafar Ríkiskaupa um að um þjónustukaup sé að ræða, en ekki verksamning eins og Borgarbyggð byggði verðfyrirspurn sína á. Öll tilboð utan eins hafi verið yfir viðmiðunarmörkum um þjónustukaup skv. lögum um opinber innkaup, sem eru 15,5 m.kr.
6.Endurnýjaður samningur um nýtingu vatnsbóls 2021
2111106
Framlagður endurnýjaður samningur við eiganda Varmalækjar vegna nýtingar vatnsbóls fyrir vatnsveitu Bæjarsveitar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h. Borgarbyggðar, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
7.Nýjar atvinnulóðir í Borgarbyggð
2112071
Umræður um atvinnulóðir í Borgarbyggð.
Guðný Elíasdóttir deildarstjóri skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar mætir til fundarins undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa til úthlutunar Sólbakka 31 og er sveitarstjóra falið að standa að því.
Byggðarráð telur rétt að lóðirnar að Sólbakka 24-26 verði færðar til baka í fyrra horf, samkvæmt upprunalegu deiliskipulagi, og er þeirri tillögu vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina við Fitjar 2 til úthlutunar.
Yfir stendur vinna við breytingu á deiliskipulagi atvinnuhúsalóða við Vallarás og gera má ráð fyrir fjölbreyttum atvinnuhúsalóðum til úthlutunar um mánaðamótin mars/apríl 2022.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa til úthlutunar Sólbakka 31 og er sveitarstjóra falið að standa að því.
Byggðarráð telur rétt að lóðirnar að Sólbakka 24-26 verði færðar til baka í fyrra horf, samkvæmt upprunalegu deiliskipulagi, og er þeirri tillögu vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina við Fitjar 2 til úthlutunar.
Yfir stendur vinna við breytingu á deiliskipulagi atvinnuhúsalóða við Vallarás og gera má ráð fyrir fjölbreyttum atvinnuhúsalóðum til úthlutunar um mánaðamótin mars/apríl 2022.
8.Samstarf um óhagnaðardrifið íbúðarhúsnæði
2003174
Lagður er fram tölvupóstur Júlíusar Þórs Júlíussonar, f.h. Hoffells, dags. 6. desember 2021, þar sem hann leggur til að kaup Borgarbyggðar á íbúð í fjölbýlishúsinu að Brákarsund 5 verði látin ganga til baka.
Byggðarráð hefur ekki áhuga á að láta kaupin ganga til baka, enda er það vilji sveitarfélagsins að eignast nýjar íbúðir sem ætlaðar eru í félagslegt leiguhúsnæði. Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með fulltrúa Hoffells um næstu skref.
9.Fyrirspurn út í verðlagningu á ljósleiðara til Neyðarlínunnar
2109021
Lögð er fram til kynningar ákvörðun Fjarskiptastofnunar nr. 9/2021 sem kveðin var upp 2. desember 2021 vegna gjaldskrár Borgarbyggðar fyrir ljósleiðaratengingar sem notið hafa ríkisaðstoðar.
Lagt fram til kynningar.
10.Tilkynning um kæru - Guðsteinn Einarsson ÚNU21120003
2112023
Framlögð tilkynning um kæru Guðsteins Einarssonar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar um aðgang að gögnum.
Lagt fram til kynningar.
11.Bæjarkirkjugarður - umsókn um styrk
2112046
Framlögð beiðni Sóknarnefndar Bæjarsóknar dags. 9. desember 2021 um styrk til viðhalds á kirkjugarði safnaðarins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Sóknarnefnd Bæjarsóknar á árinu 2021 um kr. 495.000,-. Byggðarráð bendir enn fremur á að áætlað fé til umsóknar um styrk til viðhalds kirkjugarða á árinu 2022 sé kr. 1.000.000,- og hvetur sóknarnefndir að sækja um styrk fyrir viðhaldi.
12.Aðalfundur Grundartanga ehf. - Þróunarfélags 20. desember 2021
2112032
Lagt er fram fundarboð á aðalfund Þróunarfélags Grundartanga ehf., dags. 3. desember 2021, sem haldinn verður 20. desember 2021 kl. 15:00 í fundarsal stjórnsýsluhúss Hvalfjarðarsveitar. Borgarbyggð skal tilnefna einn stjórnarmann og einn til vara í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf.
Byggðarráð tilnefnir Þórdís Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra, til að sitja fundinn f.h. Borgarbyggðar. Byggðaráð tilnefnir Guðveigu Eyglóardóttur í stjórn félagsins fyrir hönd Borgarbyggðar og Magnús Smára Snorrason sem varamann.
13.Beiðni um styrk til Þróunarfélags Grundartanga 2022-2024
2112066
Lagt er fram bréf Þróunarfélags Grundartanga ehf., dags. 10. september 2021, sem barst 14. desember 2021, þar sem óska er eftir samtals 15 m.kr. styrk árin 2022-2024, þar af 5 m.kr. styrk árið 2022.
Byggðarráð samþykkir styrk til Þróunarfélags Grundartanga ehf. að fjárhæð kr. 5 m.kr. Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna 5 m.kr. styrks til Þróunarfélags Grundartanga ehf.
14.Almannavarnarnefnd Vesturlands - fundargerðir
2109006
Framlagt bréf HMS til almannavarnarnefndar Vesturlands, dags. 3. desember 2021, varðandi gróðureldavá á Vesturlandi.
Samkvæmt framlögðu vinnur HMS í samstarfi við starfshóp um varnir gegn gróðureldum, sem skipaður var til að bregðast við þeirri gróðureldavá sem uppi er, að gerð leiðbeininga um brunavarnir í frístundabyggð og leiðbeiningum um brunavarnir á tjald- og hjólhýsasvæðum. Verkefnið er stutt á veg komið, en starfshópurinn hefur skilgreint verkefnaáætlun sem hann mun eftir næstu 3 árin. Erindið er lagt fram til kynningar.
15.Hluthafafundir og stjórnarfundir Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. á árinu 2021
2012013
Lögð er fram til kynningar fundargerð 16. fundar stjórnar Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar, sem haldinn var 2. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
16.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2021
2102005
Framlögð fundargerð 904. fundar stjórnar Samtaka íslenskra sveitarfélag, dags. 10. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
17.Hafnasamband Íslands_fundargerðir
2010147
Framlögð fundargerð 440. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 3. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
18.Fundir byggðarráðs í kringum jól og fram yfir nýár
2112065
Tillögur lagðar fram að fundardagskrá byggðarráðs næstu vikur.
Formaður byggðarráðs leggur til að næstu tveir fundir byggðarráðs, sem áætlaðir eru 23. desember og 30. desember, verði felldir niður. Næsti fundur byggðarráðs verði því 6. janúar 2022.
Byggðarráð samþykkir tillögu formanns.
Byggðarráð samþykkir tillögu formanns.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Byggðarráð leggur til að sýningin Börn í 100 ár verði tekin niður og varðveitt.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma með tillögur að leiðum til greiningar á framtíðarfyrirkomulagi safnahúss og kostnaðarmati vegna slíkrar vinnu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að ítreka við ráðherra varðandi uppbyggingu varðveisluseturs fyrir Vesturland í Borgarbyggð.