Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

585. fundur 20. janúar 2022 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Gatnagerðargjöld 2022

2201082

Umræða um álagningu gatnagerðargjalda í Borgarbyggð 2022.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum og 100% afsláttur af lóðagjöldum vegna atvinnuhúsalóða í Borgarbyggð og að afslátturinn gildi til loka árs 2022.

2.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Föstudagurinn Dimmi

2112127

Á 31. fundi atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar var framlögð umsókn frá forsvarsmönnum hátíðarinnar Föstudagsins Dimma , Evu Hlín Alfreðsdóttur og Heiði Hörn Hjartardóttur dags. 30. desember 2021. Umsóknin uppfyllti skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkti nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Nefndin felur jafnframt byggðarráði að staðfesta samninginn.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samstarfssamning milli Borgarbyggðar og hátíðarinnar Föstudagsins Dimma, sem undirritaður hefur verið með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Umsókn hátíðarhaldara uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og gert er ráð fyrir fjármagninu á fjárhagsáætlun 2022.

3.Framtíðarskipan Safnahús Borgarfjarðar

2201086

Framlögð verkefnalýsing frá fyrirtækinu Strategíu vegna greiningarvinnu fyrir Safnahús Borgarfjarðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vera í samráði við starfsfólk Safnahússins og ráðgjafa um endanlega útgáfu verkefnalýsingarinnar og leggja endanlega útgáfu fyrir byggðarráð til samþykktar.

4.Umsókn Landbúnaðarháskóla um að vera partur af European University Inititive

2201074

Lagður er fram tölvupóstur frá starfsmanni Landbúnaðarhákóla Íslands, dags. 13. janúar 2022, þar sem Borgarbyggð er boðið að vera stuðningsaðili verkefnisins "Unigreen - The Green European University" sem er samstarf 8 landbúnaðarháskóla í 8 löndum, þar á meðal Landbúnaðarháskóla Íslands.
Byggðarráð fagnar þátttöku Landbúnaðarháskóla Íslands í verkefninu "Unigreen - The Green European University" og samþykkir þátttöku í verkefninu sem stuðningsaðili. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita stuðningsyfirlýsingu sveitarfélagsins við verkefnið.

5.Slökkvibifreið aflagt - breytingar á fyrirhuguðum fjárfestingum 2022

2201077

Í útkalli á gamlárskvöld skemmdist dælubifreið slökkviliðsins sem staðsett hefur verið á Bifröst, með þeim hætti að ekki er forsvaranlegt að gera við bifreiðina m.v. kostnað. Af þeim sökum leggur slökkviliðsstjóri til að breyta fyrirhuguðum fjárfestingum slökkviliðs Borgarbyggðar þannig að hætt verði við kaup á tankbíl og í stað þess verði keyptur minni dælubíll og eftirstöðvar af áætluðu framkvæmdafé, verði nýtt til kaupa á mannskapsbíl ef unnt er.
Byggðarráð samþykkir umbeðna breytingu á fjárfestingum slökkviliðs Borgarbyggðar þannig að hætt verði við kaup á tankbíl á árinu 2022 en að keyptur verði í staðinn dælubíll og mannskapsbíl ef eftirstöðvar verða af áætluðu framkvæmdafé.

6.Yfirlit yfir útköll ársins 2021

2201065

Framlagt yfirlit slökkviliðsstjóra yfir útköll slökkviliðs Borgarbyggðar vegna ársins 2021.
Lagt fram til kynningar.

7.Egilsgata 11 - lóðamál

2004149

Lagt fram erindi Einars Ingimarssonar, dags.7. september 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Grunnskólinn í Borgarnesi, úttekt á framkvæmd

2107025

Kynnt eru drög að úttekt KPMG vegna framkvæmdar við Grunnskólann í Borgarnesi.
Til fundarins mætir Haraldur Reynisson, endurskoðandi hjá KPMG, og kynnir framlögð drög að úttekt KPMG vegna framkvæmdar við Grunnskólann í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að endanlega útgáfa skýrslunnar verði lögð fram og birt með fundargerð byggðarráðs, þegar endanleg útgáfa skýrslunnar er gefin út.

9.Úrskurður v. kæru IKAN ehf v. lokunar í Brákarey

2201076

Framlagðir úrskurðir Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 11. janúar 2022 vegna ákvarðana slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í málefnum Ikan ehf., um lokun húsnæðis að Brákarbraut 27, innsiglun húsnæðis Ikan ehf. og synjun um afhendingu frekari gagna. Ákvarðanir slökkviliðsstjóra voru staðfestar af hálfu ráðuneytis í báðum tilfellum.
Í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er staðfest að aðgerðir slökkviliðsstjóra vegna Brákarbrautar 25-27, um bæði lokun húsnæðisins og innsiglun húsnæðis Ikan ehf. hafi verið í samræmi við valdheimildir slökkviliðsstjóra og stjórnsýslureglur. Byggðarráð telur mikilvægt að með þessu liggi fyrir afstaða æðra stjórnvalds til lögmætis umræddra aðgerða sem hafa verið umdeildar af hálfu þeirra leigutaka sem í eigninni hafi verið sem og annarra íbúa sveitarfélagsins. Niðurstaðan er því sú að eldvarnarfulltrúi sveitarfélagsins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa komist að sömu niðurstöðu um aðgerðir vegna Brákarbrautar 25-27.

10.Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur 10. desember 2021

2112029

Lögð er fram fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 10. desember 2021.
Lagt fram til kynnningar.

11.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2021

2102086

Lögð er fram fundargerð 172. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 28. desember 2022.
Lagt fram til kynnningar.

12.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2021

2106113

Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 312 dags. 22 nóvemner 2021.
Lagt fram til kynnningar.

13.Almannavarnarnefnd Vesturlands - fundargerðir

2109006

Lagðar eru fram til upplýsingar fundargerðir Almananvarnarnefndar Vesturlands frá 29. október 2021, 15. nóvember 2021, 23. nóvember 2021, 30. nóvember 2021, 9. desember 2021 og 7. janúar 2022, auk fundargerðar aðgerðastjórnar á Vesturlandi frá 25. nóvember 2021.
Lagt fram til kynnningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.