Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Útboð á skólaakstri 2022
2201118
Gildandi samningar um skólaakstur renna út við lok þessa skólaárs. Nauðsynlegt er að hefja undirbúning við nýtt útboð um skólaakstur.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til útboðs um skólaakstur í sveitarfélaginu. Málinu er vísað til fræðslunefndar til frekari vinnslu.
2.Losunarbókhald og loftslagsstefna
2103083
Hrafnhildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála kemur til fundarins og fer yfir drög að loftslagsstefnu fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman umræður á fundinum og senda inn sem tillögu að breytingum á loftlagsstefnu Borgarbyggðar.
3.Útskot og áningarstaðir í Borgarbyggð
2201131
Sveitarfélagið hefur áhuga á því að láta fjölga útskotum og áningarstöðum við útsýnisstaði í sveitarfélaginu. Umræða þarf að fara fram við Vegagerðina um slíkar framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að verkefninu í samstarfi við Vegagerðina og Markaðsstofu vesturlands.
4.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27
2102065
Lögð er fram tillaga að leigusamningum við Golfklúbb Borgarness og Raftana.
Einnig er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, sveitarstjóra, með tillögum í húsnæðismálum félagasamtaka sem leigðu húsnæði af sveitarfélaginu að Brákarbraut 25-27.
Einnig er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, sveitarstjóra, með tillögum í húsnæðismálum félagasamtaka sem leigðu húsnæði af sveitarfélaginu að Brákarbraut 25-27.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjóra að útbúa leigusamning við Bifhjólafélag Borgarfjarðar Rafta vegna húsnæðis í Þinghamri á Varmalandi og við Golfklúbb Borgarness vegna minni salarins í kjallara Hjálmakletts.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma með tillögu að reglum við úthlutun styrkja til þeirra félagasamtaka sem voru með aðstöðu í Brákarey til að koma til móts við hluta þess kostnaðar sem félagasamtök þurfa að leggja í til þess að koma sér upp nýrri aðstöðu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma með tillögu að reglum við úthlutun styrkja til þeirra félagasamtaka sem voru með aðstöðu í Brákarey til að koma til móts við hluta þess kostnaðar sem félagasamtök þurfa að leggja í til þess að koma sér upp nýrri aðstöðu.
5.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði
2104092
Unnin hefur verið þarfagreining og frumhönnun viðbyggingar grunnskólabyggingar Grunnskóla Borgarfjarðar, kleppjárnsreykjadeild. Lagt er til að farið verði í útboðsferli á fullnaðarhönnun grunnskólabyggingar Grunnskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar, en felur sveitarstjóra að hefja undirbúning útboðsgagna.
Guðveig Eyglóardóttir leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúi Framsóknar leggur áherslu á mikilvægi þess að aðbúnaður og húsnæði allra skólabarna sé góður. Það er þó gríðarlega mikilvægt að farið sé í samráð og samtal við íbúa um skipulag húsnæðismála Grunnskóla Borgarfjarðar til framtíðar áður en ákvörðun um lokahönnun og skipulag einna stærstu framkvæmdar innan sveitarfélagsins til næstu ára sé tekin."
Guðveig Eyglóardóttir leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúi Framsóknar leggur áherslu á mikilvægi þess að aðbúnaður og húsnæði allra skólabarna sé góður. Það er þó gríðarlega mikilvægt að farið sé í samráð og samtal við íbúa um skipulag húsnæðismála Grunnskóla Borgarfjarðar til framtíðar áður en ákvörðun um lokahönnun og skipulag einna stærstu framkvæmdar innan sveitarfélagsins til næstu ára sé tekin."
6.Húsnæðismál Ráðhússins
1909156
Framlagður kaupsamningur, dags. 25. janúar 2021 um Borgarbraut 14.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðan kaupsamning á Borgarbraut 14 til Steðja fjárfestingar ehf. Kaupverð fasteignarinnar er 60 milljón krónur og afhending fasteignarinnar á tímabilinu 1. febrúar til 1. mars 2022.
7.Verkfallslistar 2022
2110107
Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfalls¬heimild.
Framlögð skrá yfir störf hjá Borgarbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild skv. lögum nr 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna er samþykkt. Sveitarfélaginu falið að láta birta hana með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda fyrir 1. febrúar 2022.
8.Verkefnaráð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
2102060
Lagt er fram minnisblað með útdrætti úr athugasemdum sem landeigendur sendu Landsneti vegna lagningar Holtavörðuheiðarlínu 1.
Lagt fram til kynningar, byggðarráð leggur til að þegar endanleg tillaga að lagnaleið holtavörðuheiðarlínu 1, liggi fyrir, verði haldinn kynningarfundur með landeigendum.
9.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2021
2102086
Lögð er fram fundargerð 173. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 17. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
10.Umsagnarmál f. Alþingi 2022
2201097
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.
Lagt fram til kynningar.
11.Umsagnarmál f. Alþingi 2022
2201097
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:14.