Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Endurskoðun á samstarfsamningi Borgarbyggðar og UMSB
2106030
Til fundarins koma fulltrúar UMSB til þess að ræða tillögur sviðsstjóra fjölskyldusviðs um að segja upp samstarfssamningi við UMSB hvað varðar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.
2.Ársreikningur 2021
2204010
Lagður fram ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2021. Halldóra Pálsdóttir endurskoðandi frá KPMG mætir á fundinn og skýrir ársreikninginn.
Á árinu 2021 voru gerðir fimm viðaukar við fjárhagsáætlun þar sem brugðist var við þeim verkefnum sem koma upp eftir að upphafleg áætlun var samþykkt. Þar er bæði um að ræða breytingar á rekstri og fjárfestingum og var því mætt með lántöku og breytingu á eigin fé en tekjur sveitarfélagsins voru nokkuð hærri en áætluð voru. Miklar breytingar þurfti að gera í húsnæðismálum á árinu vegna rakaskemmda og óheilsusamlegs umhverfis auk þess sem launagjöld voru vanáætluð í launaáætlun. Útgjöld sveitarfélagsins voru því mun hærri en upphaflega var áætlað og var áætluð rekstrarniðurstaða við samþykki síðasta viðaukans áætluð neikvæð um 22 millj. kr.
Skatttekjur eru um 130 millj. kr. meiri en áætlun gerði ráð fyrir, þar af eru um 87 millj. kr. framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og 61 millj. kr. vegna hærri útsvarstekna. Þegar tekið er tillit til viðauka var launakostnaður sveitarfélagsins og rekstrarkostnaður innan áætlana. Heildar launakostnaður var 2.830 millj. kr. og annar rekstrarkostnaður 1.590 millj. kr.
Fjárfestingar ársins voru 502 millj. kr. en áætlun með viðaukum gerði ráð fyrir að þær yrðu 612 millj. kr. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 339 millj. kr. í fjárfestingar. Ljósleiðaraverkefnið mun klárast á árinu 2022 en gert var ráð fyrir 68 millj. kr. kostnaði á árinu 2021, sem endaði í 9 millj. kr. að teknu tilliti til styrkja, kostnaður við leik- og grunnskólahúsnæði var samtals 67 millj. kr. minna en áætlað var í fjárfestingaráætlun með viðauka.
Rekstrarniðurstaða ársins fyrir samstæðu A og B hluta er neikvæð um 89,8 millj. kr. sem er 67,7 millj. kr. verri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun með viðaukum. Verri afkoma miðað við fjárhagsáætlun skýrist fyrst og fremst af því að hækkun lífeyrisskuldbindinga er meiri en reiknað var með vegna þess að reglur um útreikninga breyttust í lok árs og hafa þessi áhrif á reksturinn. Í áætlun var gert ráð fyrir lífeyrisskuldbindingar yrði 80 millj. kr. en hækkuðu um 194 millj. kr. og voru samtals 274 millj. kr.
Veltufé frá rekstri er 528 millj. kr. eða 10,8 % af tekjum. Eigið fé í árslok er 4.523 millj. kr. og eiginfjárhlutfallið er 45,3%. Skuldaviðmið er 59%.
Byggðarráð telur ánægjulegt hver niðurstaða ársreikningsins er þrátt fyrir ófyrirséða aukningu lífeyrisskuldbindinga sveitarfélagsins sem komu til rétt fyrir áramót 2021-2022 vegna reglugerðarbreytingar sem gerð var í desembermánuði. Reglugerðarbreytingin felur í sér breyttar reiknireglur sem tengjast hækkandi lífaldri þjóðarinnar og fleiri þáttum.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn sem fer fram þann 7. apríl n.k.
Skatttekjur eru um 130 millj. kr. meiri en áætlun gerði ráð fyrir, þar af eru um 87 millj. kr. framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og 61 millj. kr. vegna hærri útsvarstekna. Þegar tekið er tillit til viðauka var launakostnaður sveitarfélagsins og rekstrarkostnaður innan áætlana. Heildar launakostnaður var 2.830 millj. kr. og annar rekstrarkostnaður 1.590 millj. kr.
Fjárfestingar ársins voru 502 millj. kr. en áætlun með viðaukum gerði ráð fyrir að þær yrðu 612 millj. kr. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 339 millj. kr. í fjárfestingar. Ljósleiðaraverkefnið mun klárast á árinu 2022 en gert var ráð fyrir 68 millj. kr. kostnaði á árinu 2021, sem endaði í 9 millj. kr. að teknu tilliti til styrkja, kostnaður við leik- og grunnskólahúsnæði var samtals 67 millj. kr. minna en áætlað var í fjárfestingaráætlun með viðauka.
Rekstrarniðurstaða ársins fyrir samstæðu A og B hluta er neikvæð um 89,8 millj. kr. sem er 67,7 millj. kr. verri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun með viðaukum. Verri afkoma miðað við fjárhagsáætlun skýrist fyrst og fremst af því að hækkun lífeyrisskuldbindinga er meiri en reiknað var með vegna þess að reglur um útreikninga breyttust í lok árs og hafa þessi áhrif á reksturinn. Í áætlun var gert ráð fyrir lífeyrisskuldbindingar yrði 80 millj. kr. en hækkuðu um 194 millj. kr. og voru samtals 274 millj. kr.
Veltufé frá rekstri er 528 millj. kr. eða 10,8 % af tekjum. Eigið fé í árslok er 4.523 millj. kr. og eiginfjárhlutfallið er 45,3%. Skuldaviðmið er 59%.
Byggðarráð telur ánægjulegt hver niðurstaða ársreikningsins er þrátt fyrir ófyrirséða aukningu lífeyrisskuldbindinga sveitarfélagsins sem komu til rétt fyrir áramót 2021-2022 vegna reglugerðarbreytingar sem gerð var í desembermánuði. Reglugerðarbreytingin felur í sér breyttar reiknireglur sem tengjast hækkandi lífaldri þjóðarinnar og fleiri þáttum.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn sem fer fram þann 7. apríl n.k.
3.Vatnsveita Hraunhrepps
2106079
Framlögð kostnaðaráætlun vegna veituframkvæmda við vatnsveitu Hraunhrepps sem byggja á eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits. Ekkert var áætlað í viðhald á umræddri veitu í fjárhagsáætlun, nauðsynlegt er því að gera viðauka vegna framkvæmdanna áður en sveitarfélagið skuldbindur sig til þess að taka þátt í kostnaði.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hlut sveitarfélagsins í viðhaldi á vatnsveitu Hraunahrepps og felur sveitarstjóra að bæta kostnaði upp að 1.030 þús. kr. við viðauka II við fjárhagsáætlun 2022.
4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
2203010
Lagt fram minnisblað vegna tillögu að viðauka II við fjárhagsáætlun 2022.
Lagt er fram minnisblað vegna tillögu að viðauka II við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í tillögunni er gert ráð fyrir 500 þús. kr. stofnframlagi í Nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi, 1 millj. kr. framlagi til viðhaldsframkvæmda vegna Vatnsveitna Hraunhrepps og 89,6 millj. kr. kostnað við móttöku flóttafólks auk 89,6 millj. kr. framlags ríkisins vegna móttöku flóttafólks. Breyting á sjóðstreymisáætlun verður sú að handbært fé lækkar um 1.530 þús. kr.
Eiríkur yfirgefur fundinn í lok þessa liðar.
5.Kjörstjórnir fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022
2204005
Í kjölfar nýrra hæfisreglna kjörstjórnarmanna í lögum um kosningar 112/2022 þarf að kjósa aðal - og varamenn í nokkar kjörstjórnir á næsta sveitarstjórnarfundi.
Ný kosningalög nr. 112/2021 hafa verið sett og eru sveitarstjórnarkosningarnar 2022 fyrstu kosningarnar sem farið er eftir lögunum. Í 18. gr. kosningalaga er kveðið á um hæfi kjörstjórnarmanna, en þar segir að kjörstjórnarmaður skuli víkja úr kjörstjórn ef einstaklingur er í kjöri sem er eða hefur verið maki hans, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar. Vegna framangreindrar hæfisreglu, vegna flutninga úr sveitarfélaginu og beiðni um úrlausn úr undirkjörstjórn skal sveitarstjórn kjósa 13 aðila inn í kjörstjórn, ýmist vara- eða aðalfulltrúa. Sveitarstjóra er falið að auglýsa eftir kjörstjórnarmönnum sem ekki eru vanhæfir vegna reglunnar.
6.Flóttafólk frá Úkraínu
2203011
Veittar upplýsingar um stöðu máls vegna móttöku flóttamanna á Bifröst.
Byggðarráð þakkar upplýsingagjöfina. Gert er ráð fyrir taka á móti gestum á Bifröst frá og með næstu viku. Byggðarráð þakkar viðbrögð íbúa sveitarfélagsins við beiðnum um sjálfboðaliðastörf og þátttöku þeirra í að undirbúa íverustaði þeirra á Bifröst með framlögum í formi mismunandi búnaðar.
7.Innkaupareglur Borgarbyggðar
2012005
Viðmiðunarfjárhæðir samkvæmt lögum um opinber innkaup hafa nýverið hækkað í samræmi við vísitölu neysluverðs. Nauðsynlegt er að uppfæra innkaupareglur Borgarbyggðar til samræmis við það.
Byggðarráð samþykkir framlagðar innkaupareglur fyrir Borgarbyggð og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
8.Fyrirkomulag snjómoksturs
2012032
Fram eru lagðar upplýsingar um reynsluna af snjómokstursútboði frá hausti 2020 til ákvörðunar um hvort gera þurfi breytingar á fyrirkomulagi snjómoksturs. Málið var áður tekið fyrir á fundi byggðarráðs 24. febrúar sl.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna við verktaka sem sinna snjómokstri innanbæjar í Borgarnesi til breytinga á samningi, en að öðrum kosti yrði samningi sagt upp í samræmi við uppsagnarákvæði verksamnings.
9.Lokun heimsímatengingar í Hítardal
2203162
Lagður er fram tölvupóstur Sigurbjörns Eiríkssonar forstöðumanns hjá Vodafone, dags. 1. apríl 2022, þar sem fram kemur að fyrirætlunum Vodafone um að taka heimasímatengingu úr sambandi hafi verið frestað.
Lagt fram til kynningar.
10.Starfsemi og fjármögnun Þróunarfélags Grundartanga
2204013
Lagður er fram tölvupóstur Guðjóns Steinþórssonar framkvæmdastjóra 21. mars 2022, ásamt verkefna- og fjárhagsáætlun Þróunarfélags Grundartanga árið 2022-2024, stöðupunktum janúar 2022 og lista yfir verkefni sem félagið kom að á árinu 2022 og skýrsla um niðurstöður greiningar á grænum iðngarði á Grundartanga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir kynningu vegna málsins á næsta fund byggðarráðs.
11.Öryggismál í biðskýlum
2102057
Framlögð drög að samningi við Dengsa ehf. (BUZZ) um biðskýli í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að rita undir samninginn með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.
12.Skipun fulltrúa í stjórn Handverkssjóða FIB 2022
2203248
Borgarbyggð skal skipa fulltrúa í stjórn Handverkssjóðs félags iðnaðarmanna Borgarnesi. Borgarbyggð skipaði Ragnar Frank Kristjánsson sem fulltrúa Borgarbyggðar og Ingibjörgu Hargrave varamann hans árið 2019. Kjörtímabil þeirra rennur út 30. apríl 2022. Stjórnarmenn eru kosnir til þriggja ára og heimilt er að endurkjósa fulltrúa einu sinni. Ragnar Frank hefur nú verið aðalmaður í tvö tímabil en Ingibjörg Hargrave í eitt tímabil.
Kristján Finnur Kristjánsson er tilnefndur sem aðalmaður í stjórn Handverkssjóðs félags iðnaðarmanna í Borgarnesi og Ingibjörg Hargrave sem varamaður.
13.Aðalfundur Veiðifélags Álftár 9. apríl, 2022
2203269
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Álftár sem haldinn verður 9. apríl 2022.
Byggðarráð tilnefndir Einar Ole Pedersen sem fulltrúa Borgarbyggðar á fundinum.
14.Breytingar á lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS í samráðsgátt
2204006
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar lögð fram til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 11. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar
15.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 16. mars 2022
2202213
Lagður er fram tölvupóstur framkvæmdastjóra Sorpurðunar Vesturlands hf. frá 21. mars 2022, þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu félagsins sem ákveðin var á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands hf. Arður í hlut Borgarbyggðar er kr. 1.100.385.
Lagt fram til kynningar.
16.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi
1912083
Fundað hefur verið með fyrirsvarsmönnum Slatta ehf. vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi. Fyrirsvarsmenn Slatta ehf. hefur lýst því að þeir telji að sveitarfélagið beri ábyrgð á yfirborðsfrágangi í Sóleyjarkletti sem er nauðsynlegt að ljúka vegna uppbyggingar í Sóleyjarkletti. Framlögð kostnaðaráætlun frá Borgarverki til þess að ljúka við gatnagerð í Sóleyjarkletti.
Sveitarstjóra er falið að koma á fundum við fyrirsvarsmenn Slatta varðandi framhald samnings um uppbygginguna.
Fundi slitið - kl. 12:00.
„Fræðslunefnd samþykktir tillögu sviðsstjóra sem snýr að því að samningnum verði sagt upp og Borgarbyggð taki starf tómstundafulltrúa aftur yfir til sín. Þau verkefni sem tómstundafulltrúi hefur verið með hjá UMSB eru vinnuskólinn, sumarfjör, frístund og félagsmiðstöð. Gert er ráð fyrir því að Borgarbyggð bjóði núverandi tómstundafulltrúa hjá UMSB tímabundna ráðningu er það hugsað til þess að sú faglega starfsemi sem byggst hefur upp færist farsælega yfir til Borgarbyggðar. Það er mikilvægt fyrir Borgarbyggð að fá aftur til sín starf tómstundafulltrúa og sú fagþekking sé til staðar hjá sveitafélaginu. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi nýrra laga um samþætta þjónustu en einnig til að tryggja rödd tómstunda innan stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Fræðslunefnd þakkar UMSB fyrir samstarfið og vill styrkja áframhaldandi gott samstarf á milli aðila með því að UMSB komi með tillögur að því hvernig samstarfinu verði háttað þegar starfið færist yfir. Þá er einnig lagt til að á næsta ári verði aðrir samningar milli UMSB og Borgarbyggðar endurskoðaðir með tiliti til að auka samstarfið í ákveðnum málum.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra og vísar málinu til Byggðarráðs."
Byggðarráð tekur undir það að mikilvægt sé að starf tómstundarfulltrúa færist yfir til Borgarbyggðar og að sá hluti samningsins verði endurskoðaður. Engu að síður þurfi að rýna aðra hluta samningsins með tilliti til þess hvaða verkefni UMSB sinni áfram og hvaða frekari verkefni væri hægt að fela UMSB til þess að tryggja áframhaldandi gott samstarf milli sveitarfélagsins og UMSB. Einnig verði skoðað hvort mögulegt sé að starf tómstundafulltrúa verði að hluta starf Borgarbyggðar en að hluta hjá UMSB.
Sveitarstjóra er falið að funda með fulltrúum UMSB, ásamt fulltrúum fjölskyldusviðs um þær breytingar. Í kjölfar þeirrar vinnu er þess óskað að fræðslunefnd fjalli um málið að nýju.