Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

600. fundur 30. júní 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson, aðalmaður boðaði forföll og Eva Margrét Jónudóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun á samstarfsamningi Borgarbyggðar og UMSB

2106030

Afgreiðsla 594. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:

"Til fundarins mæta Sonja Lind Eyglóarsdóttir, formaður stjórnar, Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri í leyfi og Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri. Á 592. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að boða fulltrúa UMSB á fund byggðarráðs til að ræða nánari útfærslu þeirrar þjónustu sem um ræðir. Á 207. fundi fræðslunefndar, var eftirfarandi bókað: „Fræðslunefnd samþykktir tillögu sviðsstjóra sem snýr að því að samningnum verði sagt upp og Borgarbyggð taki starf tómstundafulltrúa aftur yfir til sín. Þau verkefni sem tómstundafulltrúi hefur verið með hjá UMSB eru vinnuskólinn, sumarfjör, frístund og félagsmiðstöð. Gert er ráð fyrir því að Borgarbyggð bjóði núverandi tómstundafulltrúa hjá UMSB tímabundna ráðningu er það hugsað til þess að sú faglega starfsemi sem byggst hefur upp færist farsælega yfir til Borgarbyggðar. Það er mikilvægt fyrir Borgarbyggð að fá aftur til sín starf tómstundafulltrúa og sú fagþekking sé til staðar hjá sveitafélaginu. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi nýrra laga um samþætta þjónustu en einnig til að tryggja rödd tómstunda innan stjórnsýslu Borgarbyggðar. Fræðslunefnd þakkar UMSB fyrir samstarfið og vill styrkja áframhaldandi gott samstarf á milli aðila með því að UMSB komi með tillögur að því hvernig samstarfinu verði háttað þegar starfið færist yfir. Þá er einnig lagt til að á næsta ári verði aðrir samningar milli UMSB og Borgarbyggðar endurskoðaðir með tiliti til að auka samstarfið í ákveðnum málum. Fræðslunefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra og vísar málinu til Byggðarráðs." Byggðarráð tekur undir það að mikilvægt sé að starf tómstundarfulltrúa færist yfir til Borgarbyggðar og að sá hluti samningsins verði endurskoðaður. Engu að síður þurfi að rýna aðra hluta samningsins með tilliti til þess hvaða verkefni UMSB sinni áfram og hvaða frekari verkefni væri hægt að fela UMSB til þess að tryggja áframhaldandi gott samstarf milli sveitarfélagsins og UMSB. Einnig verði skoðað hvort mögulegt sé að starf tómstundafulltrúa verði að hluta starf Borgarbyggðar en að hluta hjá UMSB. Sveitarstjóra er falið að funda með fulltrúum UMSB, ásamt fulltrúum fjölskyldusviðs um þær breytingar. Í kjölfar þeirrar vinnu er þess óskað að fræðslunefnd fjalli um málið að nýju."

Málið tekið fyrir að nýju og lagt fram nýtt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna málsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að segja upp samningi Borgarbyggðar við UMSB hvað varðar samstarfssamning um Frístund, Sumarfjör, rekstur félagsmiðstöðva og vinnuskóla. Byggðarráð þakkar UMSB fyrir gott samstarf um starf tómstundafulltrúa sveitarfélagsins, en telur í ljósi breyttra aðstæðna og lagalegrar umgjörðar nauðsynlegt að gera þessar breytingar og færa starfið til sveitarfélagsins að nýju.

Sveitarstjóra er jafnframt falið að hefja samtal við UMSB um endurskoðun á þeim samningi sem til staðar er, með það í huga að bæta frekari verkefnum við samninginn er lúta að lýðheilsumálum sveitarfélagsins.

2.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Afgreiðsla 4. fundar Byggingarnefndar viðbyggingar við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum:
Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum samþykkir framlagðan samning við verkefnastjóra og vísar til byggðarráðs til endanlegrar samþykktar.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir framlagðan samning við verkefnastjóra.

3.Íþróttahús - Frumhönnun

2110088

Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar íþróttamannvirkja í Borgarnesi: "Byggingarnefnd samþykkir framlagðan samning við verkefnastjóra og vísar til byggðarráðs til endanlegrar samþykktar."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir framlagðan samning við verkefnastjóra.

4.Fundur með landeigendum ofl. vegna Ystutungugirðingar

2203044

Framlögð drög að samkomulagi við Skógræktina vegna yfirtöku á samningi um Ystutungugirðingu.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samningi við Skógræktina og felur sveitarstjóra að senda framlögð drög til Skógræktina.

5.Krafa um skaðabætur v. líkamstjóns

2004060

Framlagður dómur héraðsdóms Vesturlands frá 8. júní 2022 þar se fallist var á skaðabótaskyldu Borgarbyggðar vegna vinnuslyss sem starfsmaður varð fyrir við vinnu fyrir sveitarfélagið. Taka þarf ákvörðun um hvort áfrýja skuli málinu til Landsréttar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að áfrýja dómi héraðsdóms Vesturlands frá 8. júní 2022.

6.Borgarbraut 57-59 - Bréf v. frárennslis

1902181

Framlögð drög að samkomulagi við Hús og Lóðir ehf., vegna fráveitumála í tengslum við byggingu Borgarbrautar 57-59.
Sveitarstjóra er falið að ljúka við samkomulag við Hús og Lóðir ehf. á grundvelli framlagðs samkomulags og í samræmi við umræður á fundinum.

7.Húsnæðisframlag til Brákarhlíðar 2023

2206181

Lagt fram erindi Brákarhlíðar um húsnæðisframlag á árinu 2023.
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir tillögu Brákarhlíðar um húsnæðisframlag á árinu 2023.

8.Flýting leita 2022

2206129

Eftirfarandi bókun fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar er lögð fyrir byggðaráð: "Fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar óskar eftir heimild til að flýta fyrri og seinni leitum um eina viku haustið 2022. Fyrstu leitir hefjist þá aðra helgina í september. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar."
Byggðaráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir fyrir sitt leyti að flýta göngum og þar með réttum á starfssvæði nefndarinnar og leggur þá tillögu fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.

9.Flýting leita 2022

2206129

Eftirfarandi bókun fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar er lögð fyrir byggðaráð: "Fjallskilanefnd Oddsstaðaafréttar óskar eftir heimild til að flýta fyrri leit um eina viku haustið 2022. Fyrri leit verði þriðjudaginn 6. september og fyrri Oddsstaðarétt miðvikudaginn 7. september. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar."
Byggðaráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir fyrir sitt leyti að flýta fyrri leit Oddsstaðaréttar um eina viku haustið 2022 og leggur þá tillögu fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.

10.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

2206190

Framlagt bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Í bréfi eftirlitsnefndar kemur fram að rekstrarniðurstaða og framlegð skv. ársreikningi Borgarbyggðar sé undir lágmarksviðmiðum m.v. lágmarksviðmið eftirlitsnefndar. Í bréfinu kemur fram að nauðsynlegt sé að sveitarfélög uppfylli umrædd viðmið eigi síðar en 2026. Jafnframt kemur fram að meira en helmingur sveitarfélaga uppfylli ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar.

Sveitarstjóra er falið að taka tillit til þess er fram kemur í bréfi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga við gerð fjárhagsáætlana næstu ára.

11.Munaðarnes L134915 - Deiliskipulag fyrir Jötnagarðsás 9, 11 og 30-40

2201006

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar Jötnagarðsáss 9, 11 og 30-40 í Munaðarnesi, samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum."
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar Jötnagarðsáss 9, 11 og 30-40 í Munaðarnesi, samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.

12.Vallarás - Breyting á deiliskipulagi

2109181

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Athafnasvæðið Vallarás, til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa. Lagður var fram uppdráttur dags. 10. maí 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Athafnasvæðið Vallarás, til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa. Lagður var fram uppdráttur dags. 10. maí 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Stekkjarholt í Borgarbyggð - Breyting á deiliskipulagi

2203251

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bjargsland - Deiliskipulag þyrping 8 og 9 frá árinu 2001 m.s.br til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa. Lagður var fram uppdráttur dags. í júní 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bjargsland - Deiliskipulag þyrping 8 og 9 frá árinu 2001 m.s.br til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa. Lagður var fram uppdráttur dags. í júní 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Miðháls 24 L187565 - Breyting á deiliskipulagi

2203252

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hálsabyggð í landi Ánabrekku, 1. áfangi dags. 10.09.1998 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 05.04.2022.
Breytingin tekur til einnar lóðar, Miðháls 24, þar sem nýtingarhlutfall lóðar er skilgreint 0,03 og hámarksstærð húss á lóð er 144 fm. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hálsabyggð í landi Ánabrekku, 1. áfangi dags. 10.09.1998 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 05.04.2022. Breytingin tekur til einnar lóðar, Miðháls 24, þar sem nýtingarhlutfall lóðar er skilgreint 0,03 og hámarksstærð húss á lóð er 144 fm. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir. Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

15.Sólbakki athafnarsvæði, breyting á Deiliskipulagi

1903005

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Sólbakka í Borgarbyggð frá árinu 1999 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 28.04.2022.
Horfið var frá fyrra ferli grenndarkynningar þar sem óskir bárust sveitarfélaginu um breytta stærð og lögun byggingarreita.
Lóðir 30 og 31 eru minnkaðar, lóð 30a bætist við, lóðir 24a og 24b eru sameinaðar í lóð 24, lóð 26a og 26b eru sameinaðar í lóð 26. Nýtingarhlutfall lóða 24 og 26 verður 0,5. Kafli 5.6 í greinargerð fellur niður. Felld er niður kvöð um gróðurbelti í kafla 5.7. Byggingarreitir allra lóða eru rýmkaðir. Deiliskipulagsmörk breytast í samræmi við breytingarnar. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Sólbakka í Borgarbyggð frá árinu 1999 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 28.04.2022. Horfið var frá fyrra ferli grenndarkynningar þar sem óskir bárust sveitarfélaginu um breytta stærð og lögun byggingarreita. Lóðir 30 og 31 eru minnkaðar, lóð 30a bætist við, lóðir 24a og 24b eru sameinaðar í lóð 24, lóð 26a og 26b eru sameinaðar í lóð 26. Nýtingarhlutfall lóða 24 og 26 verður 0,5. Kafli 5.6 í greinargerð fellur niður. Felld er niður kvöð um gróðurbelti í kafla 5.7. Byggingarreitir allra lóða eru rýmkaðir. Deiliskipulagsmörk breytast í samræmi við breytingarnar. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

16.Skógarvegur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2202011

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi í frístundabyggð Galtarholts 1, Stekkjarás frá 1998 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 20. apríl 2022.
Breytingin tekur til einnar lóðar, Skógarvegur 3 (lnr. 186508) og telst vera óveruleg. Færa á byggingarreit og aðkomu norðar á lóðinni og byggingarmagn er aukið um 33 fm. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010."
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í frístundabyggð Galtarholts 1, Stekkjarás frá 1998 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 20. apríl 2022.
Breytingin tekur til einnar lóðar, Skógarvegur 3 (lnr. 186508) og telst vera óveruleg. Færa á byggingarreit og aðkomu norðar á lóðinni og byggingarmagn er aukið um 33 fm. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010."

17.Fjóluklettur 22 L215402 - Grenndarkynning deiliskipulagsbreytingar

2203165

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkja fyrirlagða breytingu. Breytingin skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkja fyrirlagða breytingu. Breytingin skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

18.Bjargsland II, svæði 1 - Fjóluklettur 13 og 15 - Breyting á deiliskipulagi

2206154

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum í Fjólukletti 1, 3, 9a, 9b, 11, 18, 20 og 22."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum í Fjólukletti 1, 3, 9a, 9b, 11, 18, 20 og 22.

19.Ferjubakki 2 135030 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2203023

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Kiðárbotnar 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2203136

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010".
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

21.Laugaland 134894 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2204003

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010".
Byggðarráð Borgarbyggðar, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Munaðarnes 134915 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2202001

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðarráð Borgarbyggðar sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Hreðavatn 1-1021-32 1-10R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205120

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum sumarhúsanna Hreðavatn 1-10 og 21-32, Hreðavatnsland Stóri Múli, Hreðavatnsland 35 og Rjóður."
Byggðarráð Borgarbyggðar, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjárnar samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum sumarhúsanna Hreðavatn 1-10 og 21-32, Hreðavatnsland Stóri Múli, Hreðavatnsland 35 og Rjóður.

24.Sæunnargata 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205064

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum Sæunnargötu 1, 2 og 3 og Berugötu 20 og 22."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum Sæunnargötu 1, 2 og 3 og Berugötu 20 og 22.

25.Þórólfsgata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205065

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum í Þórólfsgötu 7, 7a, 8 og 10 og í Böðvarsgötu 21, 23, 25 og 27."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum í Þórólfsgötu 7, 7a, 8 og 10 og í Böðvarsgötu 21, 23, 25 og 27.

26.Umsókn um stofnun lóðar - Litli-Kroppur L134433_Litli-Kroppur 2

2204066

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Litli Kroppur 2, stærð 4,79ha úr landinu Litli-Kroppur L134433. Lóðin verður nýtt sem íbúðarhúsalóð."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitartjórnar heimilar stofnun lóðarinnar Litli Kroppur 2, stærð 4,79ha úr landinu Litli-Kroppur L134433. Lóðin verður nýtt sem íbúðarhúsalóð.

27.Akrar 4 L226820 - Stofnun lóðar Systrastapi

2112112

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Systrastapi, stærð 7155fm í allt úr landinu Akrar 4 L226820 og Akraland Móholt L193578. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Sumarbústaðarland."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar stofnun lóðarinnar Systrastapi, stærð 7155fm í allt úr landinu Akrar 4 L226820 og Akraland Móholt L193578. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Sumarbústaðarland.

28.Akrar 4 L226820 - Stofnun lóðar Jónstún

2112111

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Jónstún, stærð 12223 fm úr landinu Akrar 4 L226820. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar stofnun lóðarinnar Jónstún, stærð 12223 fm úr landinu Akrar 4 L226820. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land

29.Signýjarstaðir L134512 - Refsstaðir L134510 - Samruni jarða

2206060

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila samruna jarðarinnar Refsstaðir L134510 inn í land Signýjarstaða L134512. Ekki er um að ræða breytingu á jarðamörkum aðliggjandi jarða."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar heimilar samruna jarðarinnar Refsstaðir L134510 inn í land Signýjarstaða L134512. Ekki er um að ræða breytingu á jarðamörkum aðliggjandi jarða.
Fylgiskjöl:

30.Jafnaskarðsskógsland L134887 - umsókn um nafnabreytingu

2201021

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytingu á lóðinni Jafnaskarðsskógsland L134887 í Lynghagi."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir nafnabreytingu á lóðinni Jafnaskarðsskógsland L134887 í Lynghagi.

31.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 - Ósk um umsögn

2206147

Afgreiðsla 41. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og vísar því til staðfestingar hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

32.Boðun hafnasambandsþings 2022

2206188

Framlagt boð á Hafnasambandsþing 2022
Lagt fram til kynningar.

33.Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022

2203069

Framlögð 315.fundagerð Orkuveitu Reykjavíkur,28 febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

34.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022

35.Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 4

2206018F

Fundargerðin framlögð.

36.Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 4

2206015F

Fundargerðin framlögð.
  • Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 4 Byggingarnefnd samþykkir framlagðan samning við verkefnastjóra og vísar til byggðarráðs til endanlegrar samþykktar.
  • Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 4 Byggingarnefnd felur verkefnastjóra að ljúka við minnisblað vegna uppbyggingar á gervigrasvelli í Borgarnesi þar sem stillt verði upp mismunandi valkostum miðað við bæði stofn- og rekstrarkostnað ásamt mögulegri tímaáætlun á uppbyggingu mannvirkisins.

Fundi slitið - kl. 09:30.