Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

602. fundur 14. júlí 2022 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Húsverðir í Borgarbyggð

2207012

Framlagt minnisblað umsjónarmanns eigna varðandi húsvarðastörf í Borgarbyggð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna nánar þá möguleika sem til staðar eru til þess að gera kerfi húsvarða sveitarfélagsins sveigjanlegra þannig að það geti náð til annarra stofnana en þeirra sem hafa nú þegar húsvörð í einhverju stöðugildi hjá sveitarfélaginu. Hafa skal samráð við forstöðumenn stofnana í tengslum við þá vinnu. Byggðarráð óskar eftir mótuðum tillögum fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2023.

2.Til byggðarráðs vegna umhverfis í Gamla bænum

2207014

Erindi sent til byggðarráðs frá Guðrúnu Jónsdóttur og Einari G. G. Pálssyni, dags. 3. júlí 2022 vegna umhverfis í gamla bænum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

3.Samningur um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og málefnun fatlaðra við Dalabyggð

1904094

Afgreiðsla 127. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar:

"Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og félagsmálastjóri kynntu minnisblað um þjónustusamning milli Dalabyggðar og Borgarbyggðar. Fyrsti samningur um þjónustu Borgarbyggðar við Dalabyggð um þessa þætti var gerður árið 2006. Hann hefur verið endurskoðaður tvisvar síðan og byggir þjónustan nú á samningi frá árinu 2019. Mikil breyting hefur orðið á skyldum sveitarfélaga undanfarin á út frá breyttum áherslum og breytinum á lögum. Þannig hefur orðið aukning í flestum þjónustuáttum sveitarfélaganna sem heyra undir samninginn.
Út frá núverandi stöðu í málaflokknun og aðstæðum á fjölskyldusviði Borgarbyggðar leggur velferðarnefnd til við byggðaráð að samningurinn verði ekki endurnýjaður á núverandi grunni en Dalabyggð verði boðið til viðræðna um nýjan samning sem byggir á tillögu 2 sem kynnt er í minnisblaði. Tillagan felur í sér áframhaldandi samstarf um ákveðna þætti á breyttum forsendum."
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að segja upp núgildandi samningi við Dalabyggð um félagsþjónustu frá og með 1. janúar 2023 og sveitarfélagið hætti að þjónusta félagsþjónustu fyrir Dalabyggð frá þeirri dagsetningu.

Sveitarstjóra er falið að bjóða Dalabyggð til viðræðna um nýjan samning á öðrum forsendum.

4.Rökstuðningur fyrir ráðningu forstöðumanns menningarmála

2207016

Beiðni barst frá áheyrnarfulltrúa um rökstuðning fyrir ráðningu forstöðumanns menningarmála.
Byggðarráð felst á rökstuðning þann sem kemur fram í minnisblaði mannauðsstjóra.

Flosi H. Sigurðsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

5.Golfklúbbur Borgarness - samskipti vegna húsnæðismála

2205037

Framlagt erindi Ingva Árnasonar, f.h. Golfklúbbs Borgarness, dags. 4. júlí 2022 þar sem farið er fram á endurskoðun á styrkfjárhæðum til íþrótta- og tómstundafélaga vegna lokunar húsnæðis í Eyjunni. Jafnframt farið fram á að leiga vegna húsnæðis í Hjálmakletti verði felld niður með vísun í jafnræði íþróttagreina. Í erindi GB er farið yfir áætlaðan beinan kostnað við flutning og uppsetningu nýrrar aðstöðu og áætlað tekjutap vegna aðgangs að golfhermi og púttaðstöðu - samtals að fjárhæð 3,2 m.kr.
Byggðarráð telur ekki unnt að koma til móts við erindi Golfklúbbsins um að hækka styrkfjárhæðir til íþrótta- og tómstundafélaga vegna lokunar húsnæðis í eyjunni og bendir t.d. á rökstuðning sem fram kemur í bókun byggðarráðs frá 588. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar.

Byggðarráð sýnir því sjónarmiði skilning að huga þurfi að jafnræði í stuðningi sveitarfélagsins við íþróttastarf. Ljóst er að það er af ólíkum toga eftir eðli íþróttastarfsins, hvort sem það er í formi leigu, landsvæði eða nýtingu eigna sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að stuðla að virku samtali við og á milli íþróttagreina.

6.Fráveituviðauki 2022

2207006

Framlögð drög að viðauka við samning Borgarbyggðar við Orkuveitu Reykjavíkur vegna innheimtu fráveitugjalda.
Sveitarstjóra er falið að yfirfara samningsdrög og hefja samræður við Orkuveitu Reykjavíkur um viðauka vegna innheimtu fráveitugjalda.

7.Áskorun um húsnæðismál

1905134

Formaður Stéttarfélags Vesturlands sendi bréf til sveitarstjóra þar sem ítrekuð var áskorun til Borgarbyggðar um að taka upp samstarf við Bjarg íbúðafélag. Sveitarstjóri heimsótti í framhaldinu stéttarfélagið (8. júlí 2022) þar sem rædd voru húsnæðismál og atvinnumál í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

8.Útboð vegna reksturs og hýsingu tölvukerfis Borgarbyggðar

2111060

Afgreiðsla 598. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar: "Borgarbyggð hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í útboði 21600 Hýsing og rekstur frá Ríkiskaupum. Byggðarráð staðfestir að fara skuli að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda."

Engar kærur bárust á biðtíma. Samningur hefur því komist á við TRS ehf. um samningshluta A og Þekking Tristan ehf. vegna samningshluta B.
Lagt fram til kynningar.

9.Útboð á skólaakstri 2022

2201118

Afgreiðsla 599. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar: "Niðurstöður útboðs kynntar og farið yfir tillögu Ríkiskaupa Borgarbyggð hefur borist tillaga að vali á bjóðenda í útboði 21649 skólaakstur fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð ákveður að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda. Byggðarráð, sem hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu, samþykkir framlagða tillögu."

Engar kærur bárust á biðtíma. Samningur hefur því komist á við eftirfarandi aðila:

Innanbæjarleið: Dagleið ehf.
Leið 1 - Mýrar: Ben og félagar ehf.
Leið 2 - Mýrar: Ben og félagar ehf.
Leið 3 - Mýrar: Ben og félagar ehf.
Leið 4 - Mýrar: Sigurbjörn Jóhann Garðarsson.
Leið 5 - Borgarvogur: Ben og félagar ehf.
Leið 6 - Bifröst: Siggi Steina Gulla ehf.
Leið 7 - Tómstundarbíll: Ben og félagar.
Leið 8 - Borgarhreppsleið: Ben og félagar.
Leið 9: Siggi Steina Gulla ehf.
Leið 10: Ben og félagar.
Leið 11 - Reykholt: Dagleið ehf.
Leið 12 - Hálsasveit: Ben og félagar.
Leið 13: Bifreiðaverkstæði Borgarfjarðar.
Leið 14 - Lundarreykjadalur: Dagleið ehf.
Leið 15: Dagleið ehf.
Leið 16 - Andakíll: Dagleið ehf.
Leið 17 - opin leið vegna tilfallandi aksturs: Dagleið ehf.
Leið 63 samþætting: Ben og félagar ehf.


Lagt fram til kynningar.

10.Styrkbeiðni vegna Íslandsmóts barna og unglinga 2022

2207054

Framlögð beiðni frá Hestamannafélaginu Borgfirðingi um stuðning vegna Íslandsmóts barna og unglinga á félagsvæði Borgfirðings 3. - 6. ágúst. Beiðnin snýst um 1) umsjón við sorphirðu, 2) söltun á velli og 3) að útvega salernisaðstöðu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að kanna hvaða verkefnum mögulegt sé að áhaldahús sinni á mótssvæðinu umrædda helgi.

11.Umsókn um lóð

2207003

Framlögð umsókn Tekta ehf. um lóðina að Rjúpuflöt 2, Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Tekta ehf. um lóðina að Rjúpuflöt 2, Hvanneyri.

12.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi

1912083

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Bjarglands II, svæði I. frá árinu 2006 m.s.br. sem auglýst hefur verið samkv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 20. maí til og með 2. júlí 2022 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Bjarglands II, svæði I. skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Flatahverfi á Hvanneyri - Breyting á deiliskipulagi

2207017

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Flatahverfi á Hvanneyri dags. 12.10.2017 m.s.br. Breytingin tekur til dýpkunar á byggingarreit einnar lóðar, Rjúpuflöt 2 L231358, um 56,1cm. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir.
Byggðaráð, sem fer með fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar, samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkja fyrirlagða breytingu. Breytingin skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

14.Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar - Borgarbraut 55

2206253

Lögð er fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í þéttbýlinu í Borgarnesi, dags 27.06.2022.
Fyrirhugað er að hækka nýtingarfall innan lóðar við Borgarbraut 55 um 0,05 eða úr 0,58 í 0,63. Hækkunin heimilar aukið byggingarmagn um allt að 107 m2 eða úr 1193,6 m2 í 1300 m2. Aukningin er tilkomin vegna stiga og lyftuhúss við áætlað hús á lóðinni.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í hækkun á nýtingarhlutfalli á lóð við Borgarbraut 55 úr 0,58 í 0,63. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

15.Breyting á deiliskipulagi Borgarbrautar 55, 57 og 59, er varðar Borgarbraut 55

2206254

Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir Borgarbraut 55-59 frá árinu 2007 m.s.br. Breytingin tekur til lóðar nr. 55 þar sem gerð er breyting á byggingarreit og bílastæðum, hámarks hæð, fjölda íbúða og þakhalla. Breytingin er í kjölfar aðalskipulagsbreytingar þar sem nýtingarhlutfall er hækkað úr 0,58 í 0,63. Uppdráttur dags 27.06.2022.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Flýting leita 2022

2206129

Fjallskilanefnd Hítardalsréttar óskar eftir heimild til að flýta leitum um 1 viku. Fyrsta leit yrði 10.-11. september, önnur leit 24.-25. september og þriðja leit 8.október. Fyrsta Hítardalsrétt yrði þá 12.september og önnur Hítardalsrétt 25. september. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
Byggðaráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir fyrir sitt leyti að flýta leitum fjallskilanefndar Hítardalsréttar um eina viku. Fyrsta leit yrði 10-11 sept, önnur leit 24.-25. sept og þriðja leit 8.okt. Fyrsta Hítardalsrétt yrði þá 12.sept og önnur Hítardalsrétt 25. sept. Tillagan verður lögð fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.

17.Tilnefning fulltrúa Dalabyggðar í barnaverndarnefnd

2207033

Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar Dalabyggðar:

"Skv. 48. gr. samþykkta fyrir Dalabyggð tilnefnir félagsmálanefnd úr sínum röðum einn aðal- og einn varamann í barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Tilnefna þarf þessa fulltrúa til loka árs 2022 en þá verður barnaverndarnefndin lögð niður með gildistöku nýrra laga.

Ragnheiður Pálsdóttir verður aðalmaður í barnaverndarnefnd og Guðrún Erna Magnúsdóttir varamaður."
Lagt fram til kynningar.

18.Áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi tilnefning

2207007

Framlagt bréf Margrétar Bjarkar Björnsdóttur, hjá samtökum sveitarfélaga á Vesturland, dags. 30. júní 2022 þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Borgarbyggð um áfangastaðafulltrúa innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Byggðarráð tilnefnir Maríu Neves, samskiptastjóra sveitarfélagsins sem áfangastaðafulltrúa sveitarfélagsins.

19.Framboðsfrestur til formanns sambandsins

2207031

Framlögð tilkynning sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. júlí 2022 þar sem tilkynnt er um framboðsfrest til formanns sambandsins, sem er til og með 15. júlí nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022

2202151

Framlögð fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 22. júní 2022
Lagt fram til kynningar.

21.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2022

2202010

Framlögð fundargerð 168. fundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

22.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022

2202060

Fundargerð 910 og 911. Fundar stjórnar sambands Isl sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

23.Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022

2203069

Fundargerð 318. stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lagt fram til kynningar.

24.Almannavarnarnefnd Vesturlands - fundargerðir

2109006

Framlögð fundargerð almannavarnarnefndar Vesturlands frá 1. júlí 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.