Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

604. fundur 04. ágúst 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Sigurður Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
  • Maria Neves samskiptastjóri
Fundargerð ritaði: María Neves samskiptastjóri
Dagskrá

1.Breyting á skipuriti

2208007

Í framhaldi af bókun á 603. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar dags. 28. júlí 2022, mál nr. 2201012 eru lagðar fram til annarrar umræðu eftirfarandi breytingar á skipuriti Borgarbyggðar.
1.
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs tekur með beinum hætti við skipulags- og byggingadeild.
2.
Málefni þjónustuvers, innkaup, tölvuumsjón og skjalavarsla færast beint undir skrifstofu sveitarstjóra. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs heldur áfram að sinna lögfræðilegri ráðgjöf vegna ofangreindra sviða þó hann sinni ekki daglegum rekstri og stjórnunarlegri ábyrgð.
3.
Heiti Stjórnsýslu- og þjónustusviðs verði breytt í skipuriti sveitarfélagsins í Stjórnsýslusvið.
"Byggðarráð styður tillögur um breytingar á skipuriti sveitarfélagsins. Breytt skipurit endurspeglar umfang verkefna á sviði skipulags- og byggingamála, einfaldar boðleiðir og eykur yfirsýn. Þá samræmist það áherslum í starfsemi sveitarfélagsins að málaflokkar sem taka til allra sviða heyri beint undir sveitarstjóra, t.d. þjónustuver og samskipta- og markaðsmál. Sveitarstjóra er falið að innleiða samþykktar breytingar í starfi sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir breytingar á skipuriti og leggur þá ákvörðun til samþykktar í sveitarstjórn."

2.Eignasjóður GBF Varmalandi

2203179

Framlögð kostnaðaráætlun vegna nýrra flóttaleiða í Grunnskóla Borgarfjarðar - Varmalandsdeild.

Guðni Rafn Ásgeirsson umsjónarmaður fasteigna mætir til fundar
Guðni Rafn Ásgeirsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Borgarbyggð, kynnti stöðu brunavarna í Grunnaskóla Borgarfjarðar ? Varmalandsdeild í framhaldi af yfirferð eldvarnareftirlitsmanns.

Lögð var fram kostnaðaráætlun um auknar brunavarnir og fjölgun flóttaleiða að fjárhæð 9,8 m.kr. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

3.Málefni Safnahúss Borgarfjarðar

2109182

Nýr forstöðumaður menningarmála í Borgarbyggð, Þórunn Kjartansdóttir, kemur á fund byggðarráðs.
Þórunn Kjartansdóttir, nýr forstöðumaður menningarmála hjá Borgarbyggð, mætti á fund byggðarráðs. Málaflokkurinn var ræddur á almennum nótum og farið yfir helstu atriði skýrslu um framtíðarskipulag Safnahúss Borgarfjarðar sem út kom í upphafi árs. Í samræmi við bókun á 603. fundi byggðarráðs er sveitarstjóra falið að láta kostnaðarmeta umræddar megintillögur sem nefndar eru í skýrslunni ásamt því að hefja formlega viðræður við stjórn og skólastjóra Menntaskóla Borgarfjarðar.

Fundi slitið - kl. 09:30.