Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

614. fundur 17. nóvember 2022 kl. 08:15 - 14:50 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá
Fundur hófst 8.15 í húsnæði sveitarfélagsins við Digranesgötu. Fundarhlé var gert kl. 12.15. Fundur hófst að nýju í húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar kl. 13.15. Fundi lauk kl. 14.50.

1.Fjárhagsáætlun 2023

2206062

Umræða um gjaldskrár og rekstrarliði sveitarfélagsins.
Farið var yfir helstu gjaldskrár. Því var vísað til sveitarstjóra að leggja drög að útfærslu gjaldskráa þannig að þær endurspegli raunkostnað, hækkun undirliggjandi verðlags og breytingar á regluverki sem leiðir af sér hækkun kostnaðar.

2.Ágangsfé - beiðni um smölun

2211020

Lagt fram erindi ábúanda jarðar í Borgarbyggð sem barst með tölvupósti dags. 2. nóv. 2022 þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn hlutist til um smölun ágangsfjár í heimalandi, með vísan til álits umboðsmanns alþingis í máli nr. 11167/2021
Byggðarráð hefur kynnt sér álit umboðsmanns Alþingis. Ljóst er að umboðsmaður hyggst beina því til innviðaráðuneytis að taka leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er varða málefnið í heild sinni til endurskoðunar. Borgarbyggð mun fylgjast grannt með niðurstöðu þeirrar vinnu. Sveitarfélagið reynir í hvívetna að fylgja lögum, reglum og leiðbeiningum, t.d. frá ráðuneyti um fyrirkomulag smölunar. Á grundvelli fyrri fordæma telur byggðarráð varhugavert að íhlutast sérstaklega um smölun við þessar aðstæður og hafnar því beiðninni.

TH áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis um smölun ágangsfjár á heimalöndum má telja kröfu ábúenda á Hafþórsstöðum réttmæta og byggðarráði ekki stætt að firra sveitarfélagið ábyrgð á að hlutast til um smölun ágangsfjár.
Í lögum stendur skýrum stöfum að sveitarfélagið eigi að hlutast til um smölun ágangsfjár, hvort sem það kemur af afrétti eða úr heimalandi. Í 31 gr. laga nr. 6/1986 stendur að ef fé kemur af afrétti, skal sveitarsjóður eða fjallskilasjóður greiða fyrir smölun. Einnig er skýrt í 33. gr. laga nr. 6/1986 að kostnað af slíkri smölun ber eigandi fjársins komi búfé úr heimalandi. Þrátt fyrir að sveitarfélagið skyldi ekki ábúendur til þess að reka fé á afrétt þýðir það þó ekki að sveitarfélagið eigi að bera kostnað af smölun ágangsfjár, þó það sé skylda sveitarfélagsins að hlutast til um smölunina.

Ljóst er að í tilviki ábúenda á Hafþórsstöðum þarf þeirra atvinnurekstur að láta í minni pokann fyrir annarri atvinnugrein, sem fulltrúa Vinstri grænna þykir miður enda hlýtur það að vera markmið sveitarfélagsins að efla atvinnu uppbyggingu og fjölbreytileika hennar innan sveitarfélagsins.

3.Fundur með landeigendum ofl. vegna Ystutungugirðingar

2203044

Framlagt samkomulag um yfirfærslu á eignarhaldi, viðhaldi og vörslu Ystutungugirðingar frá Skógræktinni til Borgarbyggðar, með áorðnum breytingum og athugasemdum Skógræktarinnar.
Á fundinn komu Hrafnhildur Tryggvadóttur, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála, og Þorsteinn Viggósson og Pétur Ísleifur Sumarliðason frá Fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar. Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag um yfirfærslu á eignarhaldi, viðhaldi og vörslu Ystutungugirðingar frá Skógræktinni til Borgarbyggðar. Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið.

4.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga

2201148

Afgreiðsla á 131. fundi velferðarnefndar Borgarbyggðar: "Nefndin samþykkir samvinnu sveitarfélaganna Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar og leggur til að sótt verði um undanþágu til mennta- og barnamálaráðuneytis frá 6000 manna íbúafjölda. Nefndin telur að þessi sveitarfélög uppfylli skilyrði sem sett eru fyrir undanþágu. Málinu vísað afgreiðslu í sveitarstjórn." Þar sem fórst fyrir að leggja málið fyrir fund 232. sveitarstjórnar er erindi lagt fyrir byggðarráð til afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir samvinnu Borgarbyggðar við Hvalfjarðarsveit um uppbyggingu á barnaverndarþjónustu og felur sveitarstjóra að sækja um undanþágu til mennta- og barnamálaráðuneytis frá 6.000 manna íbúafjölda

5.Viðbrögð við biðlistum á leikskólum í Borgarnesi 2022 haust

2209164

Afgreiðsla frá 214. fundi fræðslunefndar: "Framlagðar frekari upplýsingar um stöðu biðlista. Fræðslunefnd telur æskilegt að ráðast í uppsetningu sem fyrst á færanlegum kennslustofum við leikskóla í Borgarnesi. Fræðslunefnd óskar eftir því við sveitarstjóra að kynna útfærslu á næsta fundi fræðslunefndar." Óskað er eftir afstöðu bygggðarráðs.
Byggðarráð telur mikilvægt að bregðast við skorti á leikskólaplássi og samþykkir að keyptar verði fimm gámaeiningar og settar við leikskólann Ugluklett. Með þeim hætti verður hægt að taka inn leikskólabörn af biðlista um áramótin. Þá vill byggðarráð árétta að í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir því að fara í hönnun á stækkun leikskólans Uglukletts árið 2023 og framkvæmdir árið 2024. Sveitarstjóra falið að gera kostnaðaráætlun og leggja fyrir byggðaráð með drögum að viðauka við fjárhagsáætlun 2022 ef þarf til.

6.Starfsumhverfi leikskóla - jól 2022

2211019

Í afgreiðslu máls nr. 2211019 á 214. fundi fræðslunefndar beindi nefndin eftirfarandi til sveitarstjóra: "Til að koma til móts við hugmyndir leikskólastjóra að bættu starfsumhverfi vill fræðslunefnd að skoðaður verði möguleikinn á því að lækka eða fella niður leikskóla- og fæðisgjöld þeirra sem kjósa að senda börn sín ekki í leikskóla milli jóla og nýárs og vísar þeirri útfærslu til sveitarstjóra." Óskað er eftir afstöðu byggðarráðs.
Ennfremur er hér erindi frá leikskólastjórum Borgarbyggðar til byggðarráðs þar sem lýst er áhyggjum af núverandi stöðu og starfsaðstæðum í leikskólum sveitarfélagsins. Þeir vilja t.d. að hugað sé að breytingum á opnunartíma leikskóla, fjölda dvalarstunda barna, töku sumar- og jólafría og aukinnar samveru barna með foreldrum sínum.
Byggðarráð samþykkir að veita þeim foreldrum sem kjósa að senda ekki börn sín í leikskóla á milli jóla og nýárs afslátt eða niðurfellingu á leikskóla- og fæðisgjöldum 27. ? 30. desember 2022 og felur sveitarstjóra að útfæra í samráði við leikskólastjóra.
Eins og fram kemur í erindi leikskólastjóra eru ýmsar áskoranir í rekstrarumhverfi leikskóla. Svigrúm kennara til orlofs er mismunandi milli leikskóla og grunnskóla. Samræming leyfisbréfa hefur aukið þrýsting á mönnun leikskóla. Eins og fram kemur í bókun frá 214. fundi fræðslunefndar þá er frítökuréttur fyrst og fremst kjaramál og slík mál eru leidd til lykta í samningum sveitarfélaga og stéttarfélaga og Borgarbyggð fylgir þeim samningum og þróun þeirra. Borgarbyggð er tilbúið til áframhaldandi viðræðu um þróun opnunartíma og sveigjanleika í dvalartíma og mannahaldi. Sveitarfélagið er hins vegar ekki reiðubúið að taka einhliða skref sem skerðir þjónustu við börn og aðstandendur þeirra. Byggðarráð lítur á erindi leikskólastjóra sem hluta af samtali sem haldið verður áfram með.

7.Skólastefna Borgarbyggðar 2021 ->

2101082

Afgreiðsla á 214. fundi fræðslunefndar: "Ingvar lagði til að stofnaður yrði starfshópur sem myndi velja punkta úr skólastefnunni til að vinna út frá og samræma aðgerðaáætlun byggða á þeim punktum. Dæmi um samsetningu slíks starfshóps væri tveir fulltrúar úr fræðslunefnd, fulltrúar tveggja skólastiga og fulltrúa frá sveitarfélaginu. Stjórnendum skóla var falið að tilnefna tvo fulltrúa og fræðslunefnd tók að sér að skipa tvo fulltrúa fyrir næsta fund fræðslunefndar. Sveitarstjóra falið að skipa fulltrúa sveitarfélagsins." Tillögur um starfshóp og samsetningu hans lagðar fyrir byggðarráð.
Byggðarráð samþykkir að skipa Fjólu Benediktsdóttur, Kristínu Gísladóttur, Kristínu Einarsdóttur, Eðvar Ólaf Traustason, Þórunni Unni Birgisdóttur og Ragnhildi Evu Jónsdóttur í starfshóp til frekari vinnu með skólastefnu sveitarfélagsins.

Fundarhlé gert kl. 12.15

8.Framtíðaruppbygging á og við svæði Golfklúbbs Borgarness

2211074

Golfklúbbur Borgarness hefur lýst miklum áhuga á að eiga samtal við sveitarfélagið um framtíðarsýn þess á skipulag svæðisins í og við golfvöllinn.
Fundur hefst á ný kl. 13.20

Byggðarráð samþykkir að skipaður verði fimm manna vinnuhópur sem hefur það að markmiði að koma með tillögur að framtíðarsýn á svæðinu í og við golfvöllinn á Hamri. Sveitarstjóra falið að útbúa erindisbréf m.v. umræður og óska eftir tilnefningu tveggja fulltrúa frá GB. Byggðarráð sér ekki fyrir sér að um launað verkefni sé að ræða að sitja í þessum vinnuhóp.

9.Færanleg fundarými, skilrúm og gardínur á Digranesgötu

2211085

Lögð fram kostnaðaráætlun vegna kaupa á færanlegum fundarrýmum, skilrúmum og gardínum sem nýtast munu við sameiningu starfsstöðva höfuðstöðva sveitarfélagsins í húsnæðinu við Digranesgötu.
Byggðarráð samþykkir að farið verði í kaup á færanlegum fundarrýmum, skilrúmum og gardínum á grundvelli framlagðrar kostnaðaráætlunar

10.Fjárhagsáætlun 2023 - menningarmál og kynningarmál

2211091

Kynning á tillögu að fjárhagsáætlun 2023 fyrir menningarmál og kynningarmál (hátíðarhöld). Á fundinn mæta Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður mennningarmála og María Neves samskiptastjóri.
Byggðarráð þakkar gott og metnaðarfullt starf. Farið var yfir uppbyggingu safna og áherslur í þróun safnastarfs. Ræddar voru ýmsar hugmyndir um aukna nýtingu og samnýtingu. Samhljómur var um að mikilvægt væri að leggja áherslu á bæta nýtingu. Farið var yfir kostnað og afkomu félagsheimila og ljóst að leggja þarf í vinnu við að einfalda þá starfsemi. Farið var yfir helstu áherslur í kynningarmálum fyrir sveitarfélagið. Hluti áætlaðs kostnaðarauka er til kominn vegna þróunar á heimasíðu sem áformað er að halda áfram með á árinu. Þá er áætlað að leggja í vinnu við nýja atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið. Eins og í öðrum málaflokkum eru áætlunum vísað til frekari umræðu í tengslum við fjárhagsáætlun.

11.Fjárhagsáætlun fyrir tómstundir 2023

2210112

Kynning á fjárhagsáætlun tómstundastarfs í Borgarbyggð vegna vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Til fundarins kemur Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúi.
Byggðarráð þakkar gott og metnaðarfullt starf. Hækkun áætlaðs kostnaðar er út af launakostnaði bæði í Frístund og Óðali. Rætt var um fjölgun stöðugilda, hækkun launakostnaðar vegna vanáætlunar árið áður og tilkomu forstöðumanns í Óðali. Fjöldi barna í Frístund í Borgarnesi er 85, börn í Frístund á Hvanneyri eru 21 og 10 á Kleppjárnsreykjum. Umfang þjónustu hefur aukist samhliða óskum eftir fjölbreyttari framboð tómstunda fyrir börn og unglinga. Eins og í öðrum málaflokkum eru áætlunum vísað til frekari umræðu í tengslum við fjárhagsáætlun.

12.Þjóðlendukröfur - niðurstöður óbyggðanefndar á svæði 8B

1611229

Framlagður dómur Landsréttar vegna fjalllendis fyrrum Hraunhrepps.
Byggðarráð heimilar að leitað verði áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

13.Uppsögn sveitarstjóra

1911092

Framlagður dómur Landsréttar í máli Gunnlaugs A Júlíussonar fyrrverandi sveitarstjóra gegn Borgarbyggð.
Nú hefur verið staðfest á tveimur dómsstigum að rétt var staðið að uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða uppsagnarfrestur teldist ekki til umsamins sex mánaða biðlaunatíma, heldur teldist biðlaunatími fyrst byrja að líða að loknum uppsagnarfresti, og því ætti fyrrum sveitarstjóri rétt á orlofi í uppsagnarfresti.
Dómurinn staðfestir öll sjónarmið Borgarbyggðar að öðru leyti og kemur því verulega á óvart að sveitarfélaginu sé gert að bera svo háan málskostnað. Byggðarráð telur rétt að leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan hefur almennt fordæmisgildi um hvernig túlka beri samningsákvæði um biðlaunarétt. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

14.Húsnæðismál slökkviliðs á Hvanneyri

2112049

Kynning á stöðu viðræðna við Landbúnaðarháskóla Íslands til lausnar á húsnæðisvanda slökkviliðsins á Hvanneyri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við LBHI um leigu á húsnæði fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar á grundvelli þeirra samskipta sem átt hafa sér stað á milli aðila.

15.Flatahverfi- gatnagerð- útboðsgögn, verðfyrirspurn

2201142

Fyrir liggur að lægstbjóðandi í verkefni um gatnagerð í Flatahverfi á Hvanneyri, uppfyllir ekki útboðsskilyrði. Er því lögð fram tillaga um að ganga að tilboði næstbjóðanda, Borgarverk ehf.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Borgarverks í verkefni um gatnagerð í Flatahverfi á Hvanneyri og felur sveitarstjóra að undirrita samninga á grundvelli tilboðsins.

16.Tilkynning um forkaupsrétt - Sólbakki 4

2211090

Framlögð tilkynning um kauptilboð sem sent var í eignina að Sólbakka 4, en sveitarfélagið á forkaupsrétt á eigninni skv. leigusamningi. Húsnæðið hýsir í dag ölduna, dósamóttöku og áhaldahús.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið nýti ekki forkaupsrétt sinn í fasteignina Sólbakka 4 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

17.Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir

2211039

Framlagt bréf Umhverfisstofnunar dags. 1. nóvember 2022 með ósk um að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefndir með tilvísan í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála.
Byggðarráð tilnefnir Guðveigu Eyglóardóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar og Thelmu Harðardóttur til vara.

18.Beiðni um styrk - jólaútvarp 2022

2211048

Afgreiðsla á 214. fundi fræðslunefndar: "Fræðslunefnd hvetur sveitarstjóra til þess að kanna hvort svigrúm sé innan fjárhagsáætlunar til að mæta styrkbeiðni Nemendafélagsins. Í framhaldinu er lagt til að nemendafélagið leggi fram uppgjör til sveitarfélagsins vegna rekstrar útvarpsstöðvarinnar." Óskað er eftir afstöðu byggðarráðs.
Byggðarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og samþykkir styrkbeiðni Nemendafélagins.

19.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026

2205140

Breyting á skipan fræðslunefndar 2022 - 2026 en Erla Rún Rúnarsdóttir hefur ákveðið að segja sig úr nefndinni.
Byggðarráð þakkar Erlu Rún fyrir gott starf og tilnefnir Guðveigu Eyglóardóttur í fræðslunefnd í hennar stað.

20.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 84. mál.
Umsagnarmál lagt fram.

21.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022

2202059

Fundargerð 446. hafnasamband
Fundargerð lögð fram

22.Fundargerðir Faxaflóahafna 2022

2210119

Framlögð fundargerð 224. fundar stjórnar Faxaflóahafnar sf. frá 12. október s.l.
Fundargerð lögð fram
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 14:50.