Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2023
2206062
Umræða um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar, svo sem fjárfestingaráætlun, tekju- og kostnaðarliði.
2.Gjaldskrá slökkviliðs 2023
2210116
Framlögð tillaga að nýrri gjaldskrá slökkviliðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar og vísar til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022
2208021
Framlagðar tillögur að breytingum á samþykktum Borgarbyggðar. Breytingarnar helgast af breytingum á barnaverndarlögum þar sem gert er ráð fyrir að ákveðnar stjórnvaldsákvarðanir skuli hér eftir vera teknar af starfsfólki barnaverndarþjónustu, sem áður voru hjá barnaverndarnefnd. Jafnframt eru lagðar til, tilfærslur á málefnum milli skipulagsfulltrúa og skipulags- og byggingarnefnd.
Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingartillögur á samþykktum Borgarbyggðar og vísar til sveitarstjórnar til fyrri umræðu. Breytingartillögur sem gerðar eru á viðauka eru til þess fallnar að auka skilvirkni í afgreiðslu á skipulags- og byggingarmálum.
4.Húsverðir í Borgarbyggð
2207012
Umræða um stöðu húsvarða í sveitarfélaginu og hvort þörf sé á breytingum á fyrirkomulagi húsvörslu.
Byggðarráð tekur vel í framlagðar hugmyndir um skipan húsvarðamála í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að leggja til mótaðar hugmyndir til breytinga á fyrirkomulaginu eftir samráð við forstöðumenn.
5.Viðræður við Tekta vegna lóðamála
2211226
Farið yfir stöðu viðræðna við Tekta ehf. um vegna lóða við Rjúpnaflöt og Stekkjarholt.
Byggðarráði kynnt staða viðræðna og sveitarstjóra falið að ljúka málinu í samræmi við umræðu á fundi og leggja niðurstöðu fyrir byggðarráð.
6.Krafa vegna Mávakletts 10
2211232
Framlögð krafa Gunnars Viðars Gunnarssonar og Kristínar Ólafsdóttur vegna seinkunar á byggingarframkvæmdum við Mávaklett 10.
Byggðarráði kynnt staða málsins og sveitarstjóra falið að ljúka málinu í samræmi við umræðu á fundi og leggja niðurstöðu fyrir byggðarráð.
7.Girðing fyrir landi Haukagils
2111205
Framlagt erindi eiganda Haukagils ásamt bókun Fjallskilanefndar Þverárréttar af fundi nefndarinnar þann 11.11.2022:
"Eigandi Haukagils óskar eftir því að fjallskilanefnd Þverárréttar taki þátt í endurgerð girðingar og tryggt sé að hún verði gerð fjárheld. Girðingin er 1,6 km.
Erindið er sent til afgreiðslu í Byggðarráði."
"Eigandi Haukagils óskar eftir því að fjallskilanefnd Þverárréttar taki þátt í endurgerð girðingar og tryggt sé að hún verði gerð fjárheld. Girðingin er 1,6 km.
Erindið er sent til afgreiðslu í Byggðarráði."
Byggðarráð samþykkir að Fjallskilanefnd Þverárréttar taki þátt í endurgerð girðingarinnar í samræmi við framlagt erindi og vísar til fjárhagsáætlunar 2023.
8.Formlegur eigendafundur OR 2. des 2022
2211231
Framlagt fundarboð formlegs eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur 2. desember 2022 ásamt fylgiskjölum.
Formlegum eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið frestað til 9. desember. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
9.Tillaga um skilmálabreytingu EIB láns Orkuveitu Reykjavíkur
2211227
Stjórn OR samþykkti þann 31. okt. skilmálabreytingu á lánasamningi við Evrópska fjárfestingarbankann (EIB) nr. 85.062 að fjárhæð EUR 70 m. með fyrirvara um samþykki eigenda og er málið hér lagt fyrir byggðarráð Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir skilmálabreytingu á lánasamningi við Evrópska fjárfestingarbankann (EIB) nr. 85.062 að fjárhæð 70 m.EUR og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
10.Tillaga að breyttum sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna til umræðu og samþykktar
2204068
Breyting á reglugerð um Faxaflóahafnir hefur verið samþykkt. Framundan er boðun til eigendafundar Faxaflóahafna þar sem til stendur að undirrita sameignarfélagssamning, lýst kjöri í nýja stjórn og tekin fyrir drög að eigendastefnu. Drög að eigendastefnu Faxaflóahafna hefur ekki verið samþykkt af Borgarbyggð. Umræða um afstöðu Borgarbyggðar til eigendastefnunnar.
Byggðarráð fellst á að í drögum að eigendastefnu Faxaflóahafna felast að flestu leyti umbætur í stjórnarháttum félagsins. Þar má nefna í upplýsingagjöf, samskiptum og fyrirkomulagi ákvarðanatöku. Byggðarráð telur breytt fyrirkomulag stjórnarkjörs þó vera afturför m.t.t. hagsmuna minnstu hluthafa. Byggðarráð gerir ráð fyrir að í framhaldinu verði stigin frekari umbótaskref með hagsmuni eigenda í huga og vonast til að það samtal verði tekið áfram á vettvangi stjórnar og eigenda Faxaflóahafna. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlögð drög að eigendastefnu Faxaflóahafna með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
11.100 ára afmæli slökkviliðs Borgarbyggðar - erindi frá slökkviliðsstjóra
2209061
Afgreiða 40. fundar atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefndar:
"Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri kemur til fundar.
Nefndin þakkar Bjarna Þorsteinssyni fyrir komuna á fundinn.
Nefndin telur mikilvægt að fagna þessum merkilega áfanga á komandi ári og samþykkir að setja saman starfshóp sem gegnir því hlutverki að sjá um undirbúning afmælishátíðarinnar með fyrirvara um samþykki byggðarráðs.
Þórunn Kjartansdóttir sat undir þessum lið.
"Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri kemur til fundar.
Nefndin þakkar Bjarna Þorsteinssyni fyrir komuna á fundinn.
Nefndin telur mikilvægt að fagna þessum merkilega áfanga á komandi ári og samþykkir að setja saman starfshóp sem gegnir því hlutverki að sjá um undirbúning afmælishátíðarinnar með fyrirvara um samþykki byggðarráðs.
Þórunn Kjartansdóttir sat undir þessum lið.
Byggðarráð tekur undir að fagna beri þessum merkilega áfanga. Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við slökkviliðsstjóra um hvernig minnast bera áfangans með veglegum hætti.
12.Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga
2110065
Framlagt erindi frá stafræns umbreytingateymis sambandsins dags. 22. nóvember 2023 þar sem óskað er eftir staðfestingu á þátttöku í verkefni fyrir sameiginlegt spjallmenni sveitarfélaga.
Borgarbyggð hefur nú þegar skuldbundið sig til þess að taka þátt í frumhönnun verkefnisins sem farið verður í árið 2022 og 2023, en árið 2024 þarf að greiða fast ársgjald fyrir spjallmennið.
Borgarbyggð hefur nú þegar skuldbundið sig til þess að taka þátt í frumhönnun verkefnisins sem farið verður í árið 2022 og 2023, en árið 2024 þarf að greiða fast ársgjald fyrir spjallmennið.
Byggðarráð samþykkir þátttöku Borgarbyggðar í verkefni um sameiginlegt spjallmenni sveitarfélaga og vísar til fjárhagsáætlunar 2023.
13.Málefni Hugheima
2007049
Lagt er fyrir byggðarráð að skipa í stjórn Hugheima í stað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem setið hefur fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að skipa Evu Margréti Jónudóttur í stjórn Hugheima.
14.Íþróttahús - Frumhönnun
2110088
Afgreiðsla 9. fundar byggingarnefndar íþróttamannvirkja:
"Byggingarnefnd leggur til að stofnað verði notendaráð sem muni vera byggingarnefnd og hönnuðum til ráðgjafar á hönnunartíma. Óskað verður eftir því að framkvæmdastjóri UMSB sitji í notendaráði en auk þess tilnefni UMSB þrjá einstaklinga í hópinn, Grunnskólinn í Borgarnesi tilnefni einn aðila auk forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð."
"Byggingarnefnd leggur til að stofnað verði notendaráð sem muni vera byggingarnefnd og hönnuðum til ráðgjafar á hönnunartíma. Óskað verður eftir því að framkvæmdastjóri UMSB sitji í notendaráði en auk þess tilnefni UMSB þrjá einstaklinga í hópinn, Grunnskólinn í Borgarnesi tilnefni einn aðila auk forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð."
Byggðarráð samþykkir tillögu um skipan Bjarneyjar Bjarnadóttur (frkvst UMSB), Sigríðar Bjarnadóttur, Unnar Jónsdóttur og Sölva Gylfasonar sem fulltrúa UMSB og skipan Ingunnar Jóhannesdóttur, forstöðumanns íþróttamannvirkja, og Haraldar Más Stefánssonar fyrir hönd Grunnskólans í Borgarnesi. Ekki er greitt fyrir setu í notendaráði.
Bjarney Bjarnadóttur vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Flosi Sigurðsson og Eiríkur Ólafsson fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
Bjarney Bjarnadóttur vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Flosi Sigurðsson og Eiríkur Ólafsson fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
15.Beiðni frá Samhug um stuðning vegna póstsendinga
2211228
Beiðni frá Samhug í Borgarbyggð um stuðning til að standa straum af kostnaði við útsendingu dreifibréfs.
Byggðarráð samþykkir beiðni Samhugs um að standa straum af kostnaði við útsendingu dreifibréfsins.
16.Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar
2211111
Mál lagt fram til kynningar á síðasta fundi byggðarráð og samþykkt að leggja fram til afgreiðslu á 616. fundi.
Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd og felur sveitarstjóra að staðfesta og vísa til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
17.Umsagnarmál f. Alþingi 2022
2201097
Til umsagnar 63. mál frá nefndasviði Alþingis - um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995
(gjaldstofn fasteignaskatts).
(gjaldstofn fasteignaskatts).
Málið lagt fram.
18.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022
2202059
Fundargerð 447. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 18.11.2022.
Fundargerð lögð fram
19.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022
2202060
Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25.nóvember 2022.
Fundargerð lögð fram.
Fundi slitið - kl. 12:15.
Gert er ráð fyrir að álagningarprósenta fasteignaskatts verði óbreytt milli ára.
Fjárfestingaráætlun hefur verið lækkuð lítið eitt yfir tímabilið frá fyrri umræðu og stórir liðir hliðrast. Ekki verður þó hægt á hönnunarferli og miðað við að bregðast megi hratt við í fjárfestingum í samræmi við aðstæður.