Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

623. fundur 02. febrúar 2023 kl. 13:00 - 14:00 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir, aðalmaður boðaði forföll og Eðvar Ólafur Traustason varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bjarney Bjarnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Logi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins um starfsstöð Slökkviliðs Borgarbyggðar

2301181

Drög að athugasemdum við Borgarbyggðar við eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins við starfsstöð Slökkviliðs Borgarbyggðar við Sólbakka lögð fram.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að athugasemdum við skýrslu Vinnueftirlitsins um starfsstöð Slökkviliðs Borgarbyggðar og felur sveitarstjóra að fullvinna og koma á framfæri.

2.Stækkun Uglukletts

2212062

Framlögð drög að erindisbréfi byggingarnefndar um viðbyggingu við leikskólann Ugluklett.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi byggingarnefndar um viðbyggingu við Ugluklett og felur sveitarstjóra að fullvinna og boða til fyrsta fundar nefndarinnar.

3.Þjóðlendumál - niðurstaða dómsmála

1703152

Framlagðar ákvarðanir Hæstaréttar er varða tvær beiðnir Borgarbyggðar um áfrýjunarleyfi í þjóðlendumálum.
Niðurstöður framlagðar en Hæstiréttur hafnaði beiðni Borgarbyggðar um áfrýjunarleyfi.

4.Almenn eigandastefna Reykjavíkurborgar

2301237

Framlögð kynning á almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum. Borgarbyggð er minnihlutaeigandi á móti Reykjavíkurborg í Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum.
Kynning framlögð.

5.Fjölmenningarráð

1409191

Á 133. fundi velferðarnefndar þann 10. janúar 2023 var eftirfarandi bókað: Nefndin beinir því til byggðaráðs að skoða hvort breytinga sé þörf á fyrirkomulagi varðandi málaflokkinn með tilliti til þeirrar þróunar sem hefur orðið frá því Nýbúaráð var fyrst skipað eftir sveitarstjórnarkosningar 2010. Nefndin leggur til að nafni ráðsins verði breytt í fjölmenningarráð og telur mikilvægt að ráðið taki til starfa sem fyrst.
Nafni ráðsins hefur verið breytt í samþykktum Borgarbyggðar og byggðarráð hefur gengið frá skipan meðlima í ráðið. Sveitarstjóra er falið að laga erindisbréf að þeim breytingum sem orðið hafa, kynna fyrir ráðinu, tilnefna starfsmann og hefja starf þess.

6.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Brákarhátíð 2023

2212141

Afgreiðsla frá 42. fundi atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefndar:

"Framlögð umsókn frá Hollvinasamtökum Borgarness dags. 19. desember 2022.

Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.

Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023."
Byggðarráð staðfestir framlagðan samning við forsvarsmann Brákarhátíðar undirritaður 25. janúar 2023 og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

7.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Hvanneyrarhátíð 2023

2212189

Afgreiðsla frá 42. fundi atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefndar:

"Framlögð umsókn frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og ángrenni dags. 30. desember 2022.
Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.

Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023."
Byggðarráð staðfestir framlagðan samning við forsvarsmann Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrenni undirritaður 25. janúar 2023 og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

8.Boðun XXXVIII. landsþings Sambands sveitarfélaga

2301212

Framlagt fundarboð á XXXVIII landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga sem haldið verður 31. mars n.k. á Grand hóteli í Reykjavík.
Fundarboð framlagt.

9.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2023

2301206

Framlögð fundargerð 449. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 20. janúar 2023
Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 14:00.