Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 7
Dags : 16.08.2006
Bjarki Þorsteinsson Sveinbjörn Eyjólfsson Sveitarstjóri Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Miðvikudaginn 16. ágúst 2006 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi R ögnvaldsson
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Framlagt yfirlit um stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna í sveitarfélaginu
Framlagt yfirlit forstöðumanns framkvæmdasviðs um stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna í sveitarfélaginu.
2. Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Hreðavatns
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dagsett 31.07 2006 vegna deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Hreðavatns.
Forstöðumanni framkvæmdasviðs falið að svara athugasemdum Skipulagsstofnunar og þeim umsögnum sem borist hafa frá Umhverfisstofnun og Skógrækt ríkisins.
3. Erindi frá Skorradalshreppi
Framlagt bréf oddvita Skorradalshrepps dagsett 03.08 2006 vegna aðgengis barna úr Skorradal að leikskóla í Borgarbyggð.
Byggðarráð lýsir yfir vilja sínum til að endurskoða þjónustusamning við Skorradalshrepp um aðgengi barna að leikskólum í Borgarbyggð.
4. Fyrirspurn um lóðir undir veitingastað í Borgarnesi
Framlagt bréf dagsett 04.08. 2006 frá Sólarorku ehf. Þar sem fyrirtækið óskar eftir lóð undir veitingastað í Borgarnesi.
Erindinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar.
5. Umsókn um byggingarlóð
Framlögð umsókn Balta ehf. um lóð undir parhús á Árbergi.
Óskað er umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
6. Fyrirspurn frá forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar
Framlagt bréf forstöðumanns Safnahúss Borgarfjarðar dagsett 06.08 2006 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til framtíðarstaðsetningar bóka- og listasafns.
Erindinu vísað til menningarnefndar.
7. Umsókn um styrk vegna námsvers í Safnahúsi
Framlögð kostnaðaráætlun forstöðumanns Safnahúss Borgarfjarðar vegna búnaðarkaupa í námsver.
Samþykkt að veita Safnahúsi Borgarfjarðar styrk að upphæð kr. 300.000.- vegna búnaðarkaupa í námsver
8. Tilboð í slökkvibíl
Framlögð tilboð í slökkvibíl fyrir Borgarbyggð. Auk þess framlögð umsögn forstöðumanns framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóra um tilboðin.
Samþykkt að kynna umsögnina á fundi með slökkviliðsstjórum í sveitarfélaginu.
9. Deiliskipulag í landi Grímsstaða á Mýrum
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dagsett 31.07 2006 vegna deiliskipulagstillögu í landi Grímstaða á Mýrum, Borgarbyggð.
Forstöðumanni framkvæmdasviðs falið að svara athugasemdum Skipulagsstofnunar.
10. Deiliskipulag í landi Eskiholts
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dagsett 31.07 2006 vegna deiliskipulagstillögu í landi Eskiholts í Borgarbyggð.
Forstöðumanni framkvæmdasviðs falið að svara athugasemdum Skipulagsstofnunar.
11. Leikskólinn við Ugluklett
Rætt um framkvæmdir við leikskólann við Ugluklett. Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að bjóða út frekari vinnu við nýjan leikskóla.
11. Starfsmannaráðningar
Rætt um ráðningar starfsmanna í störf markaðs- og menningarfulltrúa, umhverfisfulltrúa, starfsmanns á tæknideild og afgreiðslufulltrúa.
Samþykkt að ráða Guðrúnu H. Pálmadóttur í starf afgreiðslufulltrúa, Jökul Helgason í starf á framkvæmdasviði og Björgu Gunnarsdóttur í starf umhverfisfulltrúa. Jafnframt var samþykkt að fresta ráðningu í starf markaðs- og menningarfulltrúa að svo stöddu.
13. Skipurit
Rætt um vinnu við skipurit fyrir Borgarbyggð.
14. Sala á sumarhúsalóð
Framlagður kaupsamningur og afsal á sumarhúsalóðinni Hraunteigur 17 til Höskuldar Ásgeirssonar og Hildar Thorarensen.
Bæjarráð samþykkti samninginn með tveimur atkvæðum (SE ) sat hjá.
15. Heimsókn stjórnar Loftorku
Á fundinn mættu fulltrúar úr stjórn Loftorku ehf. ásamt framkvæmdastjóra til viðræðna um samskipti fyrirtækisins og Borgarbyggðar.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að drögum að samkomulagi um frágang á lóðarmörkum fyrirtækisins. Rætt um þjóðveg 54.
16. Erindi frá Dalabyggð
Framlagt bréf Dalabyggðar frá 14.08 2006 þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarf um barnaverndarmál.
Erindinu vísað til félagsmálanefndar.
17. Erindi frá afréttarnefnd Þverárréttar
Framlagt bréf afréttarnefndar Þverárréttar þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarsjóði að upphæð kr. 150.000.- vegna endurbóta á fjallhúsi.
Byggðarráð samþykkti að veita umbeðin styrk.
18. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Samþykkt að ráða starfsmann í 70% starfshlutfall við leikskólann á Varmalandi.
19. Afréttarmál
Rætt um afréttarmál.
Samþykkt að fela þjónustufulltrúa dreifbýlis að kalla formenn afréttarnefnda saman til að fara yfir framkvæmd fjallskila.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kæra úrskurð Sýslumannsins í Borgarnesi varðandi kæru á álagningu fjallskila.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.11.55