Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 9
Dags : 30.08.2006
Bjarki Þorsteinsson Sveinbjörn Eyjólfsson Sveitarstjóri Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi R ögnvaldsson
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Vaxtasamningur Vesturlands
Framlagt erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem óskað er eftir árlegu framlagi Borgarbyggðar árin 2007-2009 til vaxtarsamnings Vesturlands.
Byggðarráð samþykkti að veita kr. 600.000.- árlega til samningsins árin 2007-2009.
2. Ungir frumkvöðlar
Framlagt bréf Atvinnuráðgjafar Vesturlands dagsett 24.08. 2006 þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins til verkefnisins ungir frumkvöðlar.
Byggðarráð samþykkti að veita kr. 200.000.- til verkefnisins og verður fjármagnið tekið af liðnum 13.01.
3. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
Framlagt erindi dagsett 24.08 2006 frá framkvæmdastjóra “Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík” þar sem óskað er eftir þátttöku Borgarbyggðar í viðburði sem felst í því að slökkva götuljós og önnur ljós frá kl. 22.00 til 22.30 28. september n.k.
Byggðarráð samþykkti að taka þátt í verkefninu.
4. Erindi frá afréttarnefnd Ystu-Tungu og Norðurárdals vestan Norðurár.
Framlagðar bókanir frá fundi þann 11.08 2006 í afréttarnefnd Ystu-Tungu og Norðurárdals vestan Norðurár.
Sveitarstjóra falið að svara erindi nefndarinnar.
5. Erindi frá Jóni Gíslasyni Lundi
Framlagt bréf frá Jóni Gíslasyni Lundi Lundareykjardal dagsett 23.08 2006 vegna viðhalds á girðingu neðst á Lundartungu.
Þjónustufulltrúum dreifbýlis falið að afla frekari upplýsinga um viðhald girðinga, skála og rétta í sveitarfélaginu. Jafnframt er sveitarstjóra falið svara bréfritara.
6. Vélabær
Framlagt bréf frá stjórn Vélabæjar ehf. vegna hlutafjárútboðs.
Byggðarráð samþykkti að bjóða forsvarsmönnum fyrirtækisins á fund ráðsins.
7. Erindi frá fjallskilanefnd Kolbeinsstaðarhrepps
Framlagt bréf frá fjallskilanefnd Kolbeinsstaðarhrepps þar sem óskað er eftir styrk vegna viðhalds rétta og safngirðinga.
Sveitarstjóra falið að ræða við formann fjallskilanefndar Kolbeinsstaðarhrepps.
8. Reglur um úthlutun lóða
Framlagt minnisblað frá formanni byggðarráðs um reglur varðandi úthlutun lóða.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að reglum um úthlutun lóða.
9. Brákarbraut 2
Rætt um gömlu vörugeymsluna að Brákarbraut 2.
Sveitarstjóra falið að sækja um heimild til skipulags- og byggingarnefndar um að fjarlægja húsið að Brákarbraut 2. Jafnframt var samþykkt að bjóða Hollvinasamtökum Englendingavíkur að nýta timbur úr húsinu.
10. Brákarey
Rætt um framtíð húseigna Borgarbyggðar í Brákarey og fyrirhugaða vinnu við deiliskipulag eyjarinnar.
Sveitarstjóra falið að undirbúa kynningarfund um hafnarsvæði Brákareyjar 21. september n.k. Á þeim fundi verða jafnframt kynntar frekari hugmyndir um vinnu við deiliskipulag eyjarinnar. Auk þess er sveitarstjóra falið að leggja fram tillögu um val á hönnuðum sem boðið verði að taka þátt í hugmyndavinnu um skipulag eyjarinnar.
11. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Sveitarstjóra falið að kynna starfslýsingar á næsta fundi byggðarráðs.
12. Íbúasamtök Hvanneyrar
Á fundinn mættu fulltrúar frá íbúasamtökum Hvanneyrar til viðræðna um starfsemi þeirra.
Byggðarráð samþykkti að styrkja íbúasamtökin um kr.30.000.-
13. Fundargerð frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar
Framlögð fundargerð frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti fundargerðina.
14. Yfirlýsing frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst
Framlagt bréf frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst þar sem lýst er yfir að Selfell ehf. muni eignast 54 bílastæði á nýju stækkuðu aðalbílastæði skólans.
Byggðarráð samþykkti byggingarleyfisumsókn Selfells ehf. (lóð 200838) sem frestað var á fundi skipulags- og byggingarnefndar 29.08 2006 vegna bílastæðamála.
S.E. bókar að hann samþykki þetta í ljósi munnlegra upplýsinga um að heildarfjöldi bílastæða við Viðskiptaháskólann verði eftir sem áður nægjanlegur
15. Lóðarstækkun við Engjaás 1
Framlagður tölvupóstur dagsettur 29.08 2006 frá Prestsetrasjóði varðandi lóðarstækkun við Engjaás 1.
Sveitarstjóra falið að gefa út lóðarsamning fyrir Engjaás 1.
16. Tilboð í gatnagerð við Ugluklett
Framlagt yfirlit yfir tilboð sem bárust í gatnagerð við Ugluklett í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að taka lægsta tilboði í verkið sem er frá Borgarverki ehf. og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við fyrirtækið á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
17. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Andrésar Jóhannssonar, Hrafnhildar Sigurðardóttur, Birgis H. Andréssonar og Guðbjargar Ásmundsdóttir um lóð við Selás 11 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni til áðurnefndra umsækjanda.
18. Raflýsing á afleggjara að Bjargi
Rætt um raflýsingu á afleggjara heim að Bjargi í Borgarnesi. Byggðarráð samþykkti að fela framkvæmdasviði að bæta raflýsingu á umræddum vegi.
19. Framlögð mál
a. Bréf frá Varasjóði húsnæðismála
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
Samþykkt samhljóða .
Fundi slitið kl.11.50