Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

10. fundur 06. september 2006 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 10 Dags : 06.09.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Kynning á reiknilíkani framhaldsskóla
Byggðarráð tók þátt í kynningarfundi fulltrúa menntamálaráðuneytisins um reiknilíkan framhaldsskóla sem fram fór í ráðhúsinu.
 
2. Erindi frá Golfklúbbnum Glanna
Framlagt erindi frá Golfklúbbnum Glanna dagsett 30.08. 2006 þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við uppbyggingu golfvallar.
Vísað til umsagnar tómstundanefndar.
3. Drög að samkomulagi við Borgarverk
Framlögð drög að samkomulagi við Borgarverk um verklok á þeim verkum sem fyrirtækið er að vinna fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið.
4. Erindi frá Birni Þorsteinssyni
Framlagt erindi dagsett 26.08. 2006 frá Birni Þorsteinssyni Túngötu 13 Hvanneyri vegna tónlistarnáms.
Afgreiðslu frestað.
5. Samgöngumál
Rætt um samgöngumál í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að ítreka fyrri samþykktir við vegamálastjóra að færsla þjóðvegar 1 við Borgarnes verði sett í samgönguáætlun. Einnig ítrekar byggðarráð að framkvæmdir við gerð hringtorgs hjá Hvanneyri og við Ferjubakkaveg hefjist sem fyrst skv. áætlun og fyrri samningum.
Sveinbjörn tekur fram að hann telji nauðsynlegt að fá fram allar upplýsingar vegna flutnings þjóðvegar 1 til að ákvörðun um framtíðarstaðsetningu vegarins byggi á nauðsynlegum gögnum.
6. Heimreiðin að Bjargi í Borgarnesi
Framlagt kostnaðarmat forstöðumanns framkvæmdasviðs vegna uppbyggingar á heimreiðinni að Bjargi í Borgarnesi þannig að hún nýtist sem tengileið inn í Arnarklett.
Afgreiðslu frestað.
7. Starfsmannamál
Framlagðar starfslýsingar fyrir ný störf hjá Borgarbyggð.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á að ráða menningarfulltrúa í ½ starf.
Sveinbjörn tók fram að hann legði mikla áherslu á að það starf verði í Reykholti eins og áður hafi verið gert ráð fyrir.
Sveitarstjóra var falið að gera útboðsgögn vegna útboðs á kynningar- og markaðsmálum sveitarfélagsins.
8. Vélabær
Á fundinn mætti Eiríkur Blöndal stjórnarformaður Vélabæjar ehf. til viðræðna um uppbyggingu fyrirtækisins.
Samþykkt að hafna forkaupsrétti á hlutafé.
9. Deiliskipulag við Borgarbraut
Rætt um deiliskipulag við Borgarbraut 55-59.
10. Starfsemi iðjuþjálfa
Rætt um starfsemi iðjuþjálfa í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á að Borgarbyggð taki þátt í tilraunaverkefni með að ráða iðjuþjálfa í ½ starf í samstarfi við Heilsugæslustöðina í Borgarnesi.
11. Skólahald í Borgarbyggð
Rætt um starf vinnuhóps um skipan skólahverfa í Borgarbyggð og staðsetningu skólahúsnæðis.
12. Menningarstefna Borgarbyggðar
Framlagt bréf formanns menningarnefndar Borgarbyggðar dags. 05.09.’06 þar sem óskað er eftir auka-fjárframlagi vegna vinnu við mótun menningarstefnu Borgarbyggðar.
Samþykkt að veita nefndinni kr. 120.000,- vegna þessa verkefnis og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
13. Bréf Inga Tryggvasonar
Framlagt bréf Inga Tryggvasonar hdl. dags. 28.08.’06 varðandi erfðafesturétt landspildu við Brautarholt.
Sveitarstjóra var falið að afla frekari upplýsinga um málið.
14. Stöðuleyfi
Framlagt bréf Páls Björgvinssonar dags. 03.09.’06 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir hús á lóðinni Sólbakka 7-9 í Borgarnesi til þriggja mánaða.
Samþykkt að veita stöðuleyfið.
Sveinbjörn tók fram að í stöðuleyfi felist ekkert vilyrði fyrir framtíðarstaðsetningu hússins.
15. Bréf Landnáms Íslands
Framlagt bréf Landnáms Íslands ehf. dags. 01.09.’06 varðandi gerð samstarfssamnings.
Vísað til umsagnar menningarnefndar og fræðslunefndar.
16. Fundargerð landbúnaðarnefndar
Framlögð fundargerð landbúnaðarnefndar dags. 28.08.’06 þar sem m.a. er tekið fyrir erindi byggðarráðs vegna jarðarinnar Smiðjuhólsveggja.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afgreiða erindið.
17. Tilnefning í stjórnir
Samþykkt var að tilnefna Sigurð Pál Harðarson í stjórn Hitaveitu Kleppjárnsreykja og Finnboga Rögnvaldsson til vara.
Sveitarstjóri kynnti drög að samningum um hitavatnsréttindi á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt var að tilnefna Björn Bjarka Þorsteinsson áheyrnarfulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Finnboga Rögnvaldsson til vara.
18. Lóð við Hvannir
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði Borgarbyggðar að hanna lóð við Hvannir á Hvanneyri.
19. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006 og vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri til viðræðna um endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006 auk þess sem lögð var fram vinnuáætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
20. Styrkur til Búnaðarfélags Andakílshrepps
Samþykkt var að styrkja Búnaðarfélag Andakílahrepps um kr. 250.000,- vegna atvinnumála á svæðinu.
21. Eðalfiskur
Að loknum fundi fór byggðarráð í heimsókn í fyrirtækið Eðalfisk til viðræðna um starfsemi fyrirtækisins og umhverfismál á Sólbakka.
22. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi formanna fjallskila- og afréttarnefnda í Borgarbyggð dags. 28.08.’06.
b. Drög að lögum íbúasamtaka Hvanneyrar.
c. Fundargerð aðalfundar Faxaflóahafna hf. dags. 23.06.’06.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 12,10.