Fara í efni

Húsnefnd Þinghamars

1. fundur 24. október 2006 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Húsnefnd Þinghamars, fundur nr. 1 Dags : 24.10.2006
1. fundur í húsnefnd Þinghamars, haldinn í Þinghamri 24. október 2006
 
Mættir: Kristín Siemsen, Brynjólfur Guðmundsson og Guðrún Sigurjónsdóttir í forföllum Hrefnu B. Jónsdóttur.
Einnig komu á fundinn: Indriði Jósafatsson, Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Finnsson.
 
Stjórnin skipti með sér verkum. Formaður er Kristín Siemsen, ritari er Brynjólfur Guðmundsson og meðstjórnandi Hrefna B. Jónsdóttir.
 
Erindi tómstundanefndar um félagsmiðstöðvarstarf í tengslum við íþróttaæfingar á Varmalandi var tekið fyrir.
 
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti að anddyri og fundarsalur verði tekið undir félagsaðstöðu unglinga enda fáist fjármagn og samþykki sveitarstjórnar til þess. Hins vegar bendir nefndin á að stórt rými er undir íþróttasal sem mætti nýta betur t.d. fyrir félagsaðstöðu, þar gætu unglingar innréttað eftir sínu höfði. Nauðsynlegt er að tryggja góða umgengni.
 
Nefndin telur æskilegt að halda núverandi skrifstofu fyrir húsvörð enda er herbergið of lítið fyrir hljómsveit og engin opnanlegir gluggar á því. Hljóðeinangra þarf núverandi aðstöðu fyrir hljómsveit.
 
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar. Nauðsynleg viðhaldsverkefni eru:
Mála utanhúss að austan og laga þakkant þar.
Setja gler í félagsheimili, glerið er til.
Lakka parket í kaffisal.
Endurnýja þarf malbik á bílaplani.
Bæta lýsingu á bílaplani.
 
Rætt var um starfsemi félagsheimila og verksvið húsnefnda. Nefndin telur eðlilegt að það sé starfandi ein húsnefnd fyrir þau félagsheimili sem eru í eigu sveitarfélagsins.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Brynjólfur Guðmundsson