Fara í efni

Húsnefnd Þinghamars

2. fundur 11. október 2007 kl. 09:36 - 09:36 Eldri-fundur
Húsnefnd Þinghamars, fundur nr. 2 Dags : 11.10.2007
Fundargerð
2. fundur í Húsnefnd Þinghamars, haldinn í Þinghamri
11. október 2007 kl. 20:30.
 
Mættir: Brynjólfur Guðmundsson, Sigbjörn Björnsson og Hrefna B. Jónsdóttir sem einnig ritaði fundargerð.
Einnig komu á fundinn: Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Finnsson.
 
Stjórnin skipti með sér verkum.
Kristín Siemsen sem var kjörinn formaður fyrir ári síðan hefur beðist lausnar frá störfum í nefndinni og í hennar stað er kominn Sigbjörn Björnsson.
Formaður er Brynjólfur Guðmundsson, Hrefna B. Jónsdóttir ritari og meðstjórnandi Sigbjörn Björnsson.
 
Fjárhagsáætlun.
Rætt um fjárhagsáætlun.
 
Viðhaldsverkefni.
Nauðsynleg viðhaldsverkefni eru:
Bæta lýsingu á bílaplani.
Mála suðurgafl á félagsheimilinu.
Endurnýja þarf malblik á bílaplani.
Lakka parket í kaffisal.
Endurnýja þarf hellulögn við aðalinngang og setja handrið við tröppur.
 
Guðmundi falið að skoða stöðu lausamuna og lista upp hvað vantar.
 
Ekki hefur verið hægt að leigja félagsheimilið Þinghamar í haust þar sem til stóð að skipta um gólfefni í íþróttasal. Sú framkvæmd hefur dregist en af þessum sökum hefur reksturinn orðið af talsverðum tekjum.
Fyrir liggur að verkefnið er talsvert umfangsmikið og ekki verður nein notkun á húsinu meðan á framkvæmd stendur. Því er óheppilegt hve framkvæmdin hefur dregist fram á veturinn vegna íþróttaæfinga Grunnskólans á Varmalandi.
Rætt um starfsemi félagsheimila. Verið er að skoða hvort þau geti ekki fengið sérhæfð hlutverk.
 
Önnur mál.
Rætt um fyrirkomulag bókhalds.
Rætt um tekjumöguleika út á húsið næsta sumar. Guðmundur sagðist þurfa að fá heimildir fyrir ráðstöfun hússins og þeirrar aðstöðu sem fylgir. Nú þegar væri farið að spyrjast fyrir um húsið en hann tæki ekki afstöðu til neins nema að fá vald til þess.
Nú eru breyttar aðstæður þar sem farið verður í framkvæmdir við skólahúsnæðið á komandi sumri og því verður ekki gistipláss til staðar þar. Það munar talsverðu hvað aðstöðu varðar m.t.t. hópa sem leiga húsið, oft í tengslum við ættarmót, og hafa keypt gistingu og notað tjaldstæðið.
 
Gjaldskráuppfærð m.v. ca. 7% hækkun.
Fleira ekki gert, fundi slitið. Hrefna B Jónsdóttir, fundarritari.