Fara í efni

Húsnefnd Þinghamars

6. fundur 06. desember 2018 kl. 09:00 - 10:30 í félagsheimilinu Þinghamri
Nefndarmenn
  • Brynjólfur Guðmundsson formaður
  • Hrefna B. Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigbjörn Björnsson aðalmaður
  • Guðmundur Finnsson starfsmaður
Dagskrá

1.Fundur 7.12.2018

1812084

Fimmtudaginn 6. desember 2018 kom saman húsnefnd Þinghamars, í félagsheimilinu Þinghamri kl. 9:00. Mætt voru: Brynjólfur Guðmundsson, Hrefna B. Jónsdóttir, Sigbjörn Björnsson og Guðmundur Finnsson, húsvörður.
Nefndin skiptir með sér verkum: Brynjólfur Guðmundsson tilnefndur formaður. Samþykkt. Hrefna B Jónsdóttir, ritari.
Fjárhagsáætlun:
Fyrir fundinum liggur tillaga að fjárhagsáætlun 2019 fyrir félagsheimilið Þinghamar.
Nefnd er sammála um það að naumt sé skammtað til annars viðhalds hússins, eða 100.000 kr. Á yfirstandandi ári stóð til að að mála en sú framkvæmd frestast til næsta árs og er áætlað að málað verði á næsta ári fyrir 1 m.kr. og annað viðhald hússins verði um 100.000 kr.
Nefndin gerir tillögu um að 700.000 að auki fáist til málningar innanhúss. Húsið er komið á viðhaldsstig í málningu og nauðsynlegt að byrja að mála húsið að innan. Haldið er að húsið hafi ekki verið málað nema í upphafi.
Nefndin leggur það til að gert verði ráð fyrir fjármagni til annars viðhalds í félagsheimilinu.
Parketið á ,,blómastofunni? er orðið skemmt, m.a. vegna lakkleysis og á kafla er leki niður á gólfið sem síðast var reynt að gera við haustið 2018. Nauðsynlegt er að gera við parket í blómastofu þar sem það liggur undir skemmdum. Brýnt er að hefja viðgerðir.
Margt á snyrtingum er komið á viðhaldsstig. Klóset sem hafa verið frá upphafi á snyrtingum eru farin að gefa sig og vegna aldurs fæst lítið af varahlutum í þau. Endurnýja þarf því verulega á snyrtingum. Því er beint til Borgarbyggðar að fjármagn fáist til að hefja endurbætur.
Sviðið er orðið hættulegt börnum. Mála þarf sviðið hið fyrsta, pússa upp og mála.
Rætt um tímasetningar fundar. Stefnt er að því að óska eftir fundi með umsjónarmönnum félagsheimila 7. Des. Einnig talað um að funda í september 2019 og leggja áherslu á talsvert meira fjármagn til viðhalds hússins/félagsheimilisins. Eins og fram kemur í fundargerð þá liggja innanstokksmunir undir skemmdum vegna viðhaldsleysis.
Staða utanhúss.
Í heimkeyrslu vantar malbik. Farið er að renna úr brekkunni, sem liggur frá félagsheimilinu. Malbikið er því orðið ónýtt í brekkunni, þ.e. það sem eftir er af því. Hlaðið er farið að láta á sjá. Á sínum tíma átti að fara tvær umferðir yfir planið en það var aldrei gert. Þess vegna var aldrei malbikað upp að gangstéttarkantinum þar sem það átti að gerast í seinni umferðinni. Stéttin fyrir framan húsið er samsett af gangstéttarhellum sem eru margar brotnar. Húsvörður hefur verið að skipta einni og einni hellu út en dugar ekki til. Ekkert bílastæði er merkt fyrir fatlaða fyrir framan húsið.
Útilýsing er ófullnægjandi fyrir framan húsið.
Rætt um ástand tjaldsvæðis. Fara þarf í framkvæmdir við að styrkja og auka burð. Tjalda.is er með tjaldstæðin á leigu
Samantekt:
Nefndin leggur til hækkun til viðhalds hússins í 700.000 kr.
Og málning innanhúss 700.000 kr. til viðbótar við það sem fram kemur í drögum að fjárhagsáætlun.
Rætt um að nefndin hittist tímanlega fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð Borgarbyggðar vegna félagsheimila og óska þá eftir myndarlegri fjárhæð til framkvæmda vegna viðhalds.
Nefndin áréttar einnig að í upphafi var vandað vel til byggingarinnar Þinghamars og hefur því húsnæðið sloppið létt frá viðhaldi í gegnum árin. Nú kallar fasteignin á viðhald.
Fundarritari HBJ.

Fundi slitið - kl. 10:30.