Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

42. fundur 08. ágúst 2022 kl. 08:30 - 09:45 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
 • Davíð Sigurðsson formaður
 • Eðvar Ólafur Traustason varaformaður
 • Logi Sigurðsson aðalmaður
 • Orri Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Guðveig Eyglóardóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Guðrún Guðbrandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi
 • Guðný Elíasdóttir deildarstjóri
 • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Breiðabólsstaður 2 í Reykholtsdal L186488 - íbúðarbyggð - Breyting á aðalskipulagi

2202090

Lögð er fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Breiðabólsstað 2 í Reykholti.
Breytingin tekur til 34,85 ha svæðis þar sem núverandi landbúnaðarsvæði (L) og athafnasvæði (A1) er breytt í íbúðarsvæði. Stærð landbúnaðarsvæðis er 26,4 ha og athafnasvæðis 0,7 ha sem verður fellt niður. Íbúðarsvæði (Í3) sem nú er 2,3 ha stækkar samtals um 26,4 ha og verður þá 28,7 ha að stærð.
Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. mars til 10. apríl 2022.
Uppdráttur og greinargerð er lögð fram, þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra umsagn sem bárust, og önnur fylgiskjöl. Fylgiskjöl eru drög að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggðina, skýringaruppdráttur deiliskipulags, fornleifaskráning VG, minnisblað Náttúrufræðistofnunar Íslands um vistgerðir, minnisblað Veðurstofu Íslands um flóðamat og úttekt á fuglalífi frá Náttúrustofu Vesturlands.
Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi vinnslutillögu á breytingu á landnotkun 34,85 ha svæðis í landi Breiðabólsstaðar 2 skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar fyrirliggjandi vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Guðveig Eyglóardóttir vék af fundi undir þessum lið.

2.Hótel Hamar - Umsókn um breytingu á aðalskipulagi

2208006

Lögð er fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Hamars í Borgarbyggð, dags 2.8.2022 og gátlista Skipulagsstofnunar vegna óverulegra breytinga á aðalskipulagi.
Fyrirhugað er að stækka reit BL3 um 1,0 ha til suðurs á kostnað O16 sem er opið svæði til sérstakra nota (golfvöllur). BL3 verður þá 3,0 ha að stærð og O16 57,6ha að stærð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í 1,0 ha stækkun til suðurs á reit BL3 á kostnað O16 sem er opið svæði til sérstakra nota (golfvöllur). Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

3.Urriðaárland L191286 - Frístundabyggð (F11) - Breyting á aðalskipulagi

2109073

Þann 10. febrúar á fundi nr. 223 samþykkti sveitarstjórn breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til auglýsingar. Tilgangur breytingar er að breyta landnotkun svæðis í landi Urriðaár úr landbúnaði í frístundabyggð. Frístundabyggð F11 er nú 11,4ha að stærð en yrði 23,5ha eftir stækkunina. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fjölga um 17 lóðir í frístundabyggðinni. Kynningartími tillögu var frá 23.03.2022 til 05.05.2022.
Lagður er fram uppfærður skipulagsuppdráttur og greinagerð frá hönnuði dags. 02.08.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan tekur til breytinga á landnotkun svæðis í landi Urriðaár úr landbúnaði í frístundabyggð. Frístundabyggð F11 er nú 11,4ha að stærð en yrði 23,5ha eftir stækkunina. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fjölga um 17 lóðir í frístundabyggðinni.

4.Urriðaárland L191286 - Deiliskipulagstillaga fyrir Klettastíg og Birkistíg

2201007

Nýtt deiliskipulag hefur verið auglýst fyrir Klettastíg og Birkistíg í frístundabyggð fyrir Urriðaárland samkvæmt 41.gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 23. mars til 5. maí 2022 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 2.ágúst 2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.

5.Urriðaárland L191286 - Breyting á deiliskipulagi

2201008

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Urriðaár frá árinu 2000 m.s.br. hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 23. mars til 5. maí 2022 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 02.08.2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Urriðaár frá árinu 2000 m.s.br. samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.

6.Bjargsland II, svæði 1 - Fjóluklettur 13 og 15 - Breyting á deiliskipulagi

2206154

Á 600. fundi byggðaráðs Borgarbyggðar þann 30. júní 2022 var samþykkt tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Bjargsland II, svæði 1 frá 2006 m.s.br.
Breytingin tekur til byggingarreita tveggja lóða, Fjóluklettur 13 L215396 og Fjóluklettur 15 L215398. Legu byggingarreita er breytt sem bætir mögulega nýtingu lóðanna en umfang þeirra breytist ekki. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir.
Kynnt var frá 30. júní til og með 1. ágúst fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Bjargsland II, svæði 1 frá 2006 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 20. júní 2022.
Breytingin tekur til byggingarreita tveggja lóða, Fjóluklettur 13 L215396 og Fjóluklettur 15 L215398. Legu byggingarreita er breytt sem bætir mögulega nýtingu lóðanna en umfang þeirra breytist ekki. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir.
Málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Galtarholt II - Breyting á deiliskipulagi

2205134

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholts 2 í Borgarbyggð frá árinu 2005 m.s.br. Breytingin tekur til fjölgun frístundahúsa og þétting byggðar. Bæta á aðstöðu innan svæðis með bættu aðgengi að golfvelli innan deiliskipulagssvæðisins. Er leiksvæðum fækkað um tvö. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma á framfæri athugasemdum nefndarinnar til eigenda. Málinu frestað fram til næsta fundar.

8.Sæunnargata 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205064

Á 600. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir 38,4fm bílskúr á lóð Sæunnargötu 4 L135818 í Borgarnesi. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 30. júní til og með 1. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

9.Þórólfsgata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205065

Á 600. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var samþykkti að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsi á lóðinni Þórólfsgata 9 L135864. Fyrirhugað er að setja kvisti á þak, byggð sólstofa við austurhlið og þak hækkað lítillega. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 4. júlí til og með 1. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Ósk um umsögn- Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032

2207072

Lagt er fram bréf frá skipulagsfulltrúa Dalabyggðar dags. 15. júlí 2022 þar sem óskað er eftir umsögn Borgarbyggðar um tillögu að nýju Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 dags. 5.7.2022. Skipulagsgögn vegna aðalskipulags eru greinargerð, aðalskipulagsuppdráttur og umhverfismatsskýrsla. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Dalabyggðar og á vef Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að gæta þurfi samræmis milli skipulagsmarka tillögunnar við afmarkanir nærliggjandi sveitarfélaga. Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 að öðru leyti og vísar því til staðfestingar hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197

2207002F

Afgreiðsla byggingarfulltrúa lögð fram.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 197 lagður fram til kynningar.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
  Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
  Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Samþykkt
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Samþykkt
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 197 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 198

2207012F

Afgreiðsla byggingarfulltrúa lögð fram.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 198 lagður fram til kynningar
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 198 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda. Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 198 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
  Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 198 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 199

2208003F

Afgreiðsla byggingarfulltrúa lögð fram.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 199
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 199 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 199 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 199 Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu
  Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
  Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og um jákvæða niðurstöðu úr grendarkynningu.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 199 Erindið er samþykkt

Fundi slitið - kl. 09:45.