Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

6. fundur 17. október 2019 kl. 13:00 - 17:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Umgengni utanhúss í Borgarbyggð

1907179

Rætt um mikilvægi þess að setja samþykkt um umgengni á lóðum í sveitarfélaginu, mögulega framkvæmd og eftirfylgni með slíkri samþykkt. Bætt umgengni bætir ásýnd og ímynd sveitarfélagsins.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela umhverfis - og skipulagssviði að hefja undirbúning að vinnslu samþykktar um umgengni utanhúss í Borgarbyggð og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

2.Fyrirkomulag snjómoksturs

1908004

Vísað til umfjöllunar í umhverfis- og landbúnaðarnefnd af 189. fundi sveitarstjórnar þann 10. okt.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að skipting svæða sem snjómokstursfulltrúar sinna, verði endurskoðuð. Þannig sinni einn snjómokstursfulltrúi Þverárhlíð og Stafholtstungum austan Norðurár, en annar sinni Stafholtstungum vestan Norðurár, Borgarhreppi, og Norðurárdal. Önnur svæði verða óbreytt.
Nefndin leggur til að Kristín Kristjánsdóttir bætist í hóp snjómokstursfulltrúa. Snjómokstursfulltrúar verði boðaðir á samráðsfund í október.

3.Vöktun Bjarnhólar 2019

1910005

Lögð fram skýrsla UMÍS Environice ehf. vegna umhverfisvöktunar á urðunarstaðnum við Bjarnhóla.
Framlögð.

4.Ástand beitarhólfa

1910037

Lagt fram bréf Landgræðslunnar vegna ástands hluta beitarhólfa í eigu Borgarbyggðar sem hestamannafélagið Borgfirðingur hefur til afnota. Rætt um fyrirkomulag þessara afnota.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir heildarúttekt Landgræðslunnar á beitarhólfum í landi Borgarbyggðar, líkt og gert var 2016. Nefndin mun óska eftir fundi með stjórn hestamannafélagsins Borgfirðings til viðræðu um málið.

5.Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022

1809125

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fór yfir landbúnaðarkafla Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.


Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að samið verði við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins um að vinna og kortleggja nánari flokkun landbúnaðarlands en er í núverandi aðalskipulagi. Þá telur nefndin brýnt að rekstrarleiðir á afrétti verði sýndar á aðalskipulagsuppdrætti. Umhverfis-og skipulagssviði falið að vinna málið áfram.

6.Fíflholt - jarðgerð

1909141

Lögð fram skýrsla Sorpurðunar Vesturlands varðandi jarðgerðarstöð í Fíflholtum.
Rætt um innihald skýrslunnar.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína, þess efnis að jarðgerð í Borgarbyggð verði skoðuð til hlítar.

7.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Gögn frá Íslenska Gámafélaginu varðandi kostnað við hirðingu lífræns úrgangs í öllu sveitarfélaginu lögð fram.
Framlögð gögn.

8.Áskorun til sveitarfélaga

1910057

Lögð fram áskorun Íslenska sjávarklasans um festingar á sorpílát til að draga úr foki heimilisúrgangs í sjóinn.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur undir mikilvægi þess að koma í veg fyrir að úrgangur fjúki úr ílátum en telur að festingar á heimilistunnur dugi skammt. Nefndin telur því ekki ástæðu til að fjárfesta í slíkum festingum að svo stöddu.

9.Fjárhagsáætlun UL nefndar 2020

1909109

Gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 lögð fram.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd óskar eftir að umhverfis- og skipulagssvið afli útreikninga á mögulegum hækkunum á sorphirðugjöldum, með og án mögulegs urðunarskatts. Þá óskar nefndin eftir því að tekið verði tillit til nýrrar gjaldskrár í Fíflholtum við útreikningana sem von er á fljótlega. Nefndin leggur til að söfnun lífræns úrgangs verði innleidd í þéttbýli og dreifbýli 1. apríl 2020.
Nefndin vísar ofangreindu til byggðaráðs til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.

Mögulegar útfærslur á gjaldskrá fyrir hræbíl verða skoðaðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:00.