Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

12. fundur 16. apríl 2020 kl. 13:00 - 14:02 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Agnes Óskarsdóttir
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Hreinsunarátak í dreifbýli 2020

2004056

Lögð fram tillaga að dagsetningum að hreinsunarátaki í dreifbýli, vorið 2020.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hreinsunarátak í dreifbýli vorið 2020 verði með eftirfarandi hætti:
Gámar fyrir grófan úrgang, timbur og málmúrgang verði staðsettir á eftirtöldum svæðum sem hér segir:
2.-9. júní: Lyngbrekka, Lindartunga, Eyrin við Bjarnadalsá og Högnastaðir
11.-19. júní: Bæjarsveit, Brautartunga, Bjarnastaðir, Síðumúli og Lundar

2.Umhverfisátak 2020

2004057

Rætt um umhverfisátak í sveitarfélaginu á vordögum, líkt og verið hefur undanfarin ár.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að auglýsa eftir áhugasömum hópum einstaklinga til afmarkaðra hreinsunarverkefna innan sveitarfélagsins, líkt og gert var árið 2019.

3.Kortlagning beitilands sauðfjár

2003198

Erindi frá Landgræðslunni þar sem kallað er eftir athugasemdum ef einhverjar eru varðandi kortlagningu stofnunarinnar á beitilandi sauðfjár.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar verkefninu og telur að verkefni sem þetta gagnist landeigendum og sveitarfélaginu. Nánar má fræðast um verkefnið á www.grolind.land.is

4.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Farið yfir dreifingu á brúnu tunnunni og fyrstu skref í söfnun lífræns úrgangs.
Vel hefur gengið að dreifa ílátum. Þar sem þurfti að falla frá því að fá björgunarsveitir í dreifingu á tunnum, sáu starfsmenn áhaldahúss um dreifingu í þéttbýli og náðu að klára það fyrir páska. Þrír aðilar sendu inn verðhugmynd fyrir dreifingu á tunnum í dreifbýli og samið var við Steina Sterka sendibílaþjónustu um dreifingu á tunnum, sem sendi inn lægsta verðið.
Dreifingu á lögbýli mun ljúka fyrir 20. apríl. Almennt eru viðtökur jákvæðar og fáir hafa afþakkað tunnu.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd þakkar góðar viðtökur og bindur miklar vonir við að með aukinni flokkun verði stigið jákvætt skref í úrgangsmálum í sveitarfélaginu.

5.Landbúnaður og náttúruvernd - Mýrar Borgarbyggð

1902178

Lagt fram til kynningar erindi RML um tilraunaverkefnið LOGN;landbúnaður og náttúruvernd, þar sem bændur eru hvattir til að huga að náttúruvernd við búskap.
Svæðið sem áhersla er lögð á í fyrsta hluta verkefnisins eru Mýrar og sunnanvert Snæfellsnes.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar verkefninu og hvetur bændur til að kynna sér það. Vakin er athygli á að á heimasíðu RML, www.rml.is eru aðgengilegir fróðlegir netfyrirlestrar og ítarlegar upplýsingar um verkefnið.

Margrét Vagnsdóttir mætir til fundarins kl. 13:40.

6.Vindmyllur á Grjóthálsi - matsáætlun

1910090

Vísað til umfjöllunar í nefndinni frá byggðaráði.
Vindmyllur á Grjóthálsi, Borgarbyggð - Tillaga að matsáætlun.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun á þessu stigi.

Fundi slitið - kl. 14:02.