Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

14. fundur 18. júní 2020 kl. 13:00 - 15:45 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Agnes Óskarsdóttir varamaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Misserishópur við Háskólann á Bifröst kynnti niðurstöður misserisverkefnis sem fjallaði um söfnun lífræns úrgangs í Borgarbyggð.
Fjallað var um þekkingu og viðbrögð íbúa í Borgarbyggð á söfnun á lífrænum úrgangi.
Kynntar mismunandi aðferðir við úrvinnslu á lífrænum úrgangi. Sérstaklega var fjallað um Bokashi - aðferðina og tilraunir sem standa yfir hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands og hjá Jarðgerðarfélaginu í Rangárþingi.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd þakkar góða kynningu.

2.Vinnuhópur um landspildur

2003047

Fram lagðar fundargerðir 1. og 2. fundar vinnuhóps um landspildur.

3.Beitarsamningur_Hamarsland 2020

2006034

Lögð fram drög að beitarsamningi við Hestamannafélagið Borgfirðing til kynningar.
Fram komu umræður um drögin. Málið var tekið fyrir hjá byggðaráði sem gerði athugasemdir og verður þeim komið áfram til formanns vinnuhópsins. Málið verður kynnt á næsta fundi nefndarinnar.

4.Umhverfisviðurkenningar 2020

2006035

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að auglýst verði eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga í flokkunum: snyrtilegasta bændabýlið, snyrtilegasta lóð við íbúðarhús, snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði auk sérstakrar viðurkenningar nefndarinnar vegna umhverfismála. Frestur til að tilnefna verði til 17. ágúst. Starfsfólki Umhverfis-og skipulagssviðs falið að útbúa auglýsingu og senda í dreifingu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Umhverfisverkefni- staða mála í júní 2020

2006127

Verkefnastjóri fer yfir stöðu ýmissa verkefna.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd þakkar góða kynningu.

6.Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness

1703072

Lögð fram kynning vinnuhóps á miðbæjarskipulagi Borgarness sem snýr aðallega að gróðri og lýsingu, dags. 04.04.2018.
Lagt fram til kynningar.

7.Lögreglusamþykkt fyrir Vesturland - tillaga

1805135

Sveitarfélagið getur ekki samþykkt tillögu að lögreglusamþykkt þar sem ekki liggur fyrir staðfest Samþykkt um búfjárhald.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fjallaði um drög að lögreglusamþykkt, sér í lagi grein 34. Ljóst liggur fyrir að vinna þarf í Samþykkt um búfjárhald svo hægt sé að samþykkja lögreglusamþykkt.

8.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Fjallað um Samþykkt um búfjárhald sem samþykkt var í sveitarstjórn árið 2014, en fékkst ekki staðfest í ráðuneytinu.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur undir bókun Byggðaráðs á 529. fundi þess dags. 18. júní 2020 þar sem samþykkt var að fela sveitarstjóra að vinna að endurskoðun Samþykkta Borgarbyggðar um búfjárhald. Nefndin telur mikilvægt að fá frekari gögn til að taka afstöðu til málsins.

Fundi slitið - kl. 15:45.