Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

17. fundur 15. október 2020 kl. 13:00 - 15:00 fjarfundur með TEAMS fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Agnes Óskarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Förgun dýraleifa

1709085

Lagðar fram tölur um kostnað við verkefnið.
Gögn lögð fram.
Verkefnið hefur gengið vel, og virðist upphafleg áætlun ætla að standast nokkuð vel. Það sem af er 12 mánaða tímabilsins, hafa safnast um 90 tonn af dýraleifum og virðist vera almenn ánægja meðal notenda þjónustunnar. Verkefnastjóra falið að afla ítarlegri upplýsinga um notkun á árinu, svo unnt sé að endurskoða gjaldskrána á næsta fundi nefndarinnar.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að verkefnið sé komið til að vera, og að nefndin fái heimild til þess að undirbúa tilboðsgerð við söfnun dýrahræja og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

2.Drög að sjálfbærnistefnu fyrir Borgarbyggð

2009127

Framlagt námsmannaverkefni sem unnið var sumarið 2020 í samvinnu við Nýsköpunarsjóð námsmanna, Drög að sjálfbærnistefnu og aðgerðaáætlun fyrir Borgarbyggð, sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og hvetur til þess að áfram verði unnið með það. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að finna farveg svo að áfram verði unnið að gerð sjálfbærnistefnu fyrir sveitarfélagið.

3.Hamars- og Kárastaðaland - rammaskipulag

1609043

Lögð fram tillaga að rammaskipulagi fyrir Hamars- og Kárastaðaland.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar framkomnum drögum að rammaskipulagi sem sýnir áhugaverða möguleika til landnotkunar í framtíðinni, s.s. varðandi endurheimt votlendis og skógrækt. Nefndin telur mikilvægt að undirbúningur fyrir tjaldsvæði innan rammaskipulagsins verði sett í forgang, hvað varðar skipulag og framkvæmdir vegna fyrirhugaðs Unglingalandsmóts UMFÍ 2023.

4.Skráningarkerfi fyrir gæludýr

2009151

Framlögð kynning á skráningarkerfi fyrir gæludýr.
Lagt fram.

5.Sorphirðudagatal 2021

2009164

Rætt um sorphirðudagatal 2021 og úrgangsmál í sveitarfélaginu.
Umhverfis og landbúnaðarnefnd fagnar góðum árangri í flokkun úrgangs frá heimilum. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur urðun dregist saman um 94 tonn, samanborið við fyrstu níu mánuði ársins á undan. Þá hefur söfnun lífræns eldhúsúrgangs gengið vel, en alls hefur 72 tonnum af lífrænum úrgangi verið skilað til moltugerðar. Hráefni til endurvinnslu úr grænu tunnunni hefur aukist um 20 tonn þegar bornir eru þessir fyrstu níu mánuðir. Nefndin vill koma á framfæri þakklæti til íbúa sveitarfélagsins fyrir góða flokkun.
Verkefnastjóra falið að afla frekari gagna vegna sorphirðudagatals 2021, með það að markmiði að kanna möguleika á að fjölga hirðingardögum grænu tunnunnar, og fækka hirðingardögum gráu tunnunnar.
Verkefnastjóra falið að skoða möguleika á klippikorti eða öðrum útfærslum til notkunar á gámastöðinni í Borgarnesi.

6.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2021.
Lagt fram til umræðu.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar Ragnari Frank Kristjánssyni fyrir vel unnin störf í þágu nefndarinnar og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 15:00.